Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

12. fundur 02. október 2014 kl. 16:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Guðný Kristinsdóttir varaformaður, F lista
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir aðalmaður, D lista
  • Hólmfríður Ósk Norðfjörð Rafnsdóttir aðalmaður, D lista
  • Rannveig Gústafsdóttir varamaður, F lista
  • Ólafur Guðmundur Guðbrandsson áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Helga Hermannsdóttir varamaður, S lista
  • Hjörtur Hjartarson félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson félagsmálastjóri

1.Vettvangsferð fræðslu- og frístundanefndar í Grunnskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 1409112Vakta málsnúmer

Formaður nefndarinnar lagði fram minnisblað um vettvangsferð í húsnæði Leikskála á Siglufirði og húsnæði Tónskólans við Aðalgötu á Siglufirði, sem farin var þann 19. september síðastliðinn.
Húsnæðisaðstæður Tónskólans eru viðunandi, en gera þarf betrumbætur á kaffistofu kennara.
Leikskálar á Siglufirði er þétt setinn leikskóli og aðstaða barna og starfsfólks langt frá því að vera viðunandi.
Nefndin samþykkir að óska eftir skriflegum lista frá skólastjórum yfir það sem ábótavant er og jafnframt að þeir forgangsraði þeim endurbótum sem brýnust eru.

2.Styrkumsóknir 2015 - Frístundamál

Málsnúmer 1409037Vakta málsnúmer

a) Á fundinn mætti Guðný Helgadóttir, formaður Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar, kl. 17:00.
Guðný gerði grein fyrir umsókn UÍF til Fjallabyggðar um styrk til að ráða launaðan starfsmann í hlutastarf til UÍF. Formaður leggur áherslu á að með þessu móti verði UÍF betur í stakk búið til að sinna skyldum gagnvart Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands og aðildarfélögum UÍF. Er þetta í þriðja sinn sem UÍF sendir inn samsvarandi umsókn til Fjallabyggðar. Guðný vék af fundi kl. 17:30.

b) Á fundinn mætti Sigurpáll Þór Gunnarsson, formaður Skíðafélags Ólafsfjarðar. kl. 17:45.
Sigupáll gerði grein fyrir styrkumsóknum Skíðafélags Ólafsfjarðar.
Skíðafélagið sækir um styrk vegna Skíðamóts Íslands sem haldið verður á Dalvík og Ólafsfirði dagana 20. - 22. mars 2015.
Skíðafélagið sækir um fjármagn til lagfæringar á troðaraskemmu og palli við skíðaskálann við Tindaöxl, en þessar eignir eru í eigu Fjallabyggðar. Eru þeir tilbúnir til að leggja vinnu sína fram í sjálfboðastarfi ef fjármagn fæst til endurbóta. Einnig sækir félagið um hækkun á framlagi Fjallabyggðar og lengingu á rekstarstyrk vegna reksturs skíðasvæðisins í Tindaöxl.
Sigurpáll Þór vék af fundi kl. 18:30.

c) Á fundinn mætti Rósa Jónsdóttir, formaður Golfklúbbs Ólafsfjarðar kl. 18:30.
Rósa gerði grein fyrir umsókn GÓ um aukið framlag frá Fjallabyggð til rekstrarsamnings golfvallarins á Ólafsfirði.
Rósa vék af fundi kl. 19:00.

3.Ársþing Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar 2014

Málsnúmer 1406001Vakta málsnúmer

Undir þessum lið fundargerðarinnar sat Guðný Helgadóttir, formaður UÍF. Guðný fór yfir, í stórum dráttum, starfsemi aðildarfélaganna á síðasta ári. Aðildarfélög UÍF eru 12 talsins og starfsemi þeirra flestra blómleg. Fjárhagsleg staða félaganna er ágæt og skuldastaða þeirra er óveruleg.
Velta íþróttafélaganna á árinu 2013 var u.þ.b. 100 mkr.
Guðný óskar eftir að stjórn UÍF fái fund með fræðslu- og frístundanefnd við fyrsta tækifæri og samþykkti nefndin að verða við því.

4.Úttekt á knattspyrnusvæðum Fjallabyggðar

Málsnúmer 1409059Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla íþrótta- og tómstundafulltrúa um ástand knattspyrnuvalla í Fjallabyggð eftir úttekt sem gerð var 12.-15. september síðastliðinn. Niðurstöður skýrslunnar eru, að ástand vallanna er nokkuð gott. Hins vegar telst ástand æfingasvæðisins við Hól lélegt og söluskúr við völlinn á Ólafsfirði nánast ónýtur.

5.Rekstraryfirlit júlí 2014

Málsnúmer 1409033Vakta málsnúmer

Niðurstaða fyrir íþrótta- og æskulýðsmál er 133,7 millj. kr. sem er 100% af áætlun tímabilsins sem var 133,9 millj. kr.
Niðurstaða fyrir fræðslu og uppeldismál er 342,7 millj. kr. sem er 99% af áætlun tímabilsins sem var 345,1 millj. kr.

6.Rekstraryfirlit júní 2014

Málsnúmer 1408001Vakta málsnúmer

Niðurstaða fyrir íþrótta- og æskulýðsmál er 119,4 millj. kr. sem er 99% af áætlun tímabilsins sem var 120,4 millj. kr.
Niðurstaða fyrir fræðslu og uppeldismál er 295,4 millj. kr. sem er 98% af áætlun tímabilsins sem var 300,8 millj. kr.

7.Kynning á breytingum á námsmati grunnskóla

Málsnúmer 1409109Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu um kynning á breytingum á námsmati í grunnskóla. Ný aðalnámskrá grunnskóla, almennur hluti frá 2011 og greinasvið frá 2013 gera ráð fyrir breyttu einkunnakerfi við lok grunnskóla. Breytingin felur m.a. í sér að einkunnir skuli gefnar í bókstöfunum A, B, C og D við brautskráningu nemenda úr grunnskóla.

Fundi slitið.