Hafnarstjórn Fjallabyggðar

61. fundur 02. október 2014 kl. 17:00 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Haukur Kárason formaður, S lista
  • Gunnlaugur Oddsson aðalmaður, F lista
  • Steingrímur Ó. Hákonarson aðalmaður, D lista
  • Sverrir Sveinsson áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Þorsteinn Þorvaldsson varamaður, D lista
  • Hilmar Þór Zophoníasson varamaður, F lista
  • Þorbjörn Sigurðsson yfirhafnarvörður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigurður Valur Ásbjarnarson hafnarstjóri

1.Umhverfisátak 2014

Málsnúmer 1405039Vakta málsnúmer

Lögð fram tilboð í eftirlitsmyndavélar sem eiga að stuðla að betri umgengni um hafnarsvæðið.
Tvö tilboð bárust.
Frá Icetronica, þar er um að ræða tveggja ára ábyrgð á Zavio myndavélum og myndþjóni en á harða diskinum nær ábyrgðin til þriggja ára.

Búnaður fyrir Siglufjörð
Valkostur 1, kostnaður áætlaður 1.603.193.-
Valkostur 2, kostnaður áætlaður 2.054.065.-

Frá Securitas, þar er um að ræða samskonar ábyrgð á Mobitic myndavélum og Hik-vision myndavélum með Avigilion upptökubúnaði.

Búnaður fyrir Siglufjörð
Valkostur 1, kostnaður áætlaður 1.237.853.-
Valkostur 2, kostnaður áætlaður 2.010.187.-

Hafnarstjórn telur rétt að taka lægra tilboðinu enda sé um að ræða sambærilegan búnað.
Hafnarstjóra er falið að ganga frá samningi við söluaðila.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að óska eftir tilboði í búnaði fyrir Ólafsfjörð.

2.Úttekt á eignum bæjarfélagsins

Málsnúmer 1406057Vakta málsnúmer

Er í vinnslu
Nokkur umræða var um úttekt á eignum og þörf á viðhaldsverkefnum á hafnarsvæðinu.
Farið var yfir ábendingar sem komu fram á fundi 04.07.2014.
Fram komu einnig ábendingar um neðantalin verkefni og er lagt til að þeim málum verði vísað til gerðar áætlunar fyrir árið 2015.
Hafnarstjórn leggur þunga áherslu á að hafnarstjórn forgangsraði verkefnum næsta árs.
1. Fjölga tengingum fyrir afgreiðslu á rafmagni á Hafnarbryggju.
2. Fjölga tengingum fyrir afgreiðslu á vatni fyrir Hafnarbryggju.
Hafnarstjórn leggur áherslu á að kostnaður við þessa framkvæmd verði lagður fram á næsta fundi.
3. Lýsing á hafnarsvæðinu er verið að bæta og verður verkinu lokið fyrir mánaðarmót.

3.Rekstraryfirlit júlí 2014

Málsnúmer 1409033Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir janúar til og með júlí 2014.
Rekstur hafnarsjóðs er í samræmi við áætlun ársins og tekjurnar hærri en áætlun gerir ráð fyrir. Ber að þakka þann árangur.

4.Til umsagnar - Frumvarp til laga um breytingu á hafnalögum, nr. 61/2003, með síðari breytingum (ríkisstyrkir o.fl.)

Málsnúmer 1409067Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar frumvarp um breytingar á hafnarlögum nr. 61/2003 með síðari breytingum.
Bendir hafnarstjóri sérstaklega á þær greinar er snúa að framkvæmdum og kostnaðarskiptingu.

Hafnarstjórn fór yfir athugasemdir við lagafrumvarpið og fagnar fram komnum breytingum og skorar á alþingi að samþykkja ný hafnarlög fyrir áramót.

5.Verksamningur - Ólafsfjörður, endurbygging Norðurgarðs 2014

Málsnúmer 1409016Vakta málsnúmer

Lagður fram verksamningur um endurbyggingu Norðurgarðs á Ólafsfirði, sem siglingasvið Vegagerðarinnar hefur boðið út.
Áætlaður kostnaður er um 8 m.kr., en tilboðsgjafi er Vélþjónustan Messuholt ehf.
Verkinun á að vera lokið 31.október 2014.

Fundi slitið.