Bæjarstjórn Fjallabyggðar

87. fundur 13. mars 2013 kl. 17:00 - 19:00 í Tjarnarborg í Ólafsfirði
Nefndarmenn
 • Ingvar Erlingsson forseti
 • Þorbjörn Sigurðsson 1. varaforseti
 • Egill Rögnvaldsson 2. varaforseti
 • Bjarkey Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi
 • Helga Helgadóttir bæjarfulltrúi
 • S. Guðrún Hauksdóttir bæjarfulltrúi
 • Ólafur Helgi Marteinsson bæjarfulltrúi
 • Guðmundur Gauti Sveinsson bæjarfulltrúi
 • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
 • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 286. fundur - 19. febrúar 2013

Málsnúmer 1302006FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 286. fundur - 19. febrúar 2013
  Innheimtumaður ríkisins hefur samþykkt afskrift á kröfum ríkisins og liggur fyrir bæjarráði að afskrifa sinn hluta af umræddri kröfu.
  Höfuðstóll kröfunnar er 3.162.922 og til viðbótar er niðurfelling á vöxtum. Um er að ræða fimm einstaklinga, erlenda ríkisborgara eða einstaklinga sem orðið hafa gjaldþrota. Sjá beiðni sýslumannsins á Siglufirði, dags. 22.01.2013.  

  Bæjarráð samþykkir niðurfellingu á sínum hluta krafnanna.
  Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 286. fundar bæjarráðs staðfest á 87. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 286. fundur - 19. febrúar 2013
  Lagt er fram bréf frá 14. maí 2007 undirritað af Jóhanni B. Sveinbjörnssyni á Seyðisfirði, sem og bókanir frá fundi bæjarráðs frá 22. maí 2007 og frá menningarnefnd frá 13. ágúst 2007.
  Í bréfinu er fjallað um styrkbeiðni vegna ritunar ævisögu Björns í Firði og var vel tekið í erindið á þessum tíma, sjá bókanir.
  Ritun sögunnar hefur legið í dvala en nú telja áhugamenn að hægt sé að halda verkinu áfram.
  Bæjarráð óskar eftir frekari upplýsingum frá umsóknaraðila, en vísar afgreiðslu málsins til áætlunargerðar fyrir árið 2014.
  Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 286. fundar bæjarráðs staðfest á 87. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>
 • 1.3 1302028 Beiðni um styrk
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 286. fundur - 19. febrúar 2013
  Fræðslu- og upplýsingamiðstöð í forvörnum og heilsueflingu sækir um styrk til Fjallabyggðar að upphæð kr. 100.000.- til að endurútgefa ritið "Fíkniefni og forvarnir- handbók" sem gefin var út 2001.
  Bæjarráð hafnar erindinu að svo komnu máli og bendir á að styrkveitingar eru teknar fyrir við gerð fjárhagsáætlunar í október ár hvert.
  Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 286. fundar bæjarráðs staðfest á 87. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 286. fundur - 19. febrúar 2013
  Lagt fram bréf dags. 13.02.2013 undirritað af formanni Skógræktarfélags Siglufjarðar. Í bréfinu er óskað eftir endurnýjun á samstarfssamningi til næstu þriggja ára.
  Formaðurinn óskar einnig eftir hækkun á framlagi bæjarfélagsins úr kr. 150 þúsund í kr. 500 þúsund í nýjum samningi.
  Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2013 var gert ráð fyrir framlagi á árinu 2013 í samræmi við samninginn og er erindinu og gerð nýs samnings þar með vísað til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2014.
  Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 286. fundar bæjarráðs staðfest á 87. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 286. fundur - 19. febrúar 2013
  Lagt fram minnisblað frá fundi bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar frá 06.02.2013 sem dreift var á síðasta fundi bæjarstjórnar. Um er að ræða tillögu að bréfi til Velferðarráðherra og fjallar um málefni aldraðra og framtíð heilbrigðisþjónustu við utanverðan Eyjafjörð.
  Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að bréfi.
  Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 286. fundar bæjarráðs staðfest á 87. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 286. fundur - 19. febrúar 2013
  Skrifstofu - og fjármálastjóri lagði fram yfirlit fyrir umsóknir félaga og félagasamtaka um styrk til greiðslu fasteignaskatts á árinu 2013.
  Í áætlun var gert ráð fyrir kr. 2.000.000.- og leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að styrkir að upphæð kr. 1.721.009 verði samþykktir í samræmi við framkomnar umsóknir.
  Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 286. fundar bæjarráðs staðfest á 87. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 286. fundur - 19. febrúar 2013
  Skrifstofu- og fjármálastjóri óskar heimildar að setja þrjár íbúðir við Ólafsveg 28 - 30 í söluferli, en það eru íbúðirnar nr. 102, 103 og 202.
  Bæjarráð samþykkir erindið.
  Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 286. fundar bæjarráðs staðfest á 87. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 286. fundur - 19. febrúar 2013
  Lagt fram minnisblað frá Valtý Sigurðssyni dags. 29.01.2013. Minnisblaðið fjallar um skoðun á rétti Goflklúbbs Ólafsfjarðar á heitu vatni Skeggjabrekku til afnota fyrir klúbbinn.
  Það er niðurstaða lögmannsins að Norðurorka hf. beri að afhenda eiganda jarðarinnar Skeggjabrekku, nú Fjallabyggð endurgjaldslaust allt að 5 lítrum á mínútu af heitu vatni.
  Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma niðurstöðu lögmannsins á framfæri við Norðurorku.
  Bókun fundar <DIV>Til máls tóku Bjarkey Gunnarsdóttir og Sigurður Valur Ásbjarnarson.<BR>Afgreiðsla 286. fundar bæjarráðs staðfest á 87. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 286. fundur - 19. febrúar 2013

  Í framhaldi af bókun í hafnarstjórn leggur meirihluti bæjarráðs fram eftirfarandi bókun og vísar einnig í bókun bæjarstjórnar frá 8. júní 2011:

  "Eðlilegt er að gæta jafnræðis í fundarhaldi milli bæjarkjarna og halda alla nefndarfundi, sem að jafnaði eru mánaðarlega, til skiptis á Siglufirði og í Ólafsfirði.  Eðlilegt er að nefndarmenn bæjarkjarnanna njóti jafnræðis þar sem algengt er að fólk þurfi að taka sér tíma frá vinnu til þess að  mæta á fundi. Jafnframt má minna á að bílar sveitarfélagsins eru aðgengilegir  fundarmönnun  til þess að komast á milli staða".

  Sólrún Júlíusdóttir óskar að bókað sé eftirfarandi:
  "Undirrituð harmar þau ólýðræðislegu vinnubrögð meirihlutans að ætla með ofríki sínu að skipa Hafnarstjórn fundarstað, þvert ofan í það sem Hafnarstjórn hefur sjálf ákveðið.
  Með þessu er vegið að sjálfstæði nefnda í Fjallabyggð."

  Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 286. fundar bæjarráðs staðfest á 87. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>
 • 1.10 1302045 Snjómokstur
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 286. fundur - 19. febrúar 2013
  Lagt fram minnisblað frá deildarstjóra tæknideildar um samninga við verktaka, sem sinna snjómokstri fyrir bæjarfélagið.

  Bæjarráð telur rétt að kalla deildarstjóra tæknideildar til næsta fundar til að ræða framkvæmdina og samninginn í heild sinni.
  Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 286. fundar bæjarráðs staðfest á 87. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 286. fundur - 19. febrúar 2013
  Aukafundur Eyþings var haldinn 12. febrúar 2013, en þar var skipulag Eyþings til umræðu sem og tillaga að sóknaráætlun Norðurlands eystra.
  Bæjarstjóri lagði fram endanlega útgáfu af sóknaráætluninni, sem samþykkt var á fundinum með framkomnum orðalagsbreytingum.
  Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við framkomna sóknaráætlun, en hvetur til frekari umræðu um sóknaráætlunina á næsta aðalfundi Eyþings.
  Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 286. fundar bæjarráðs staðfest á 87. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 286. fundur - 19. febrúar 2013
  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 286. fundar bæjarráðs staðfest á 87. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 286. fundur - 19. febrúar 2013
  Lögð fram markmið ráðstefnunnar, sem haldin verður á Húsavík 6.- 8. júní 2013.
  Bæjarráð leggur til að slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar og vettvangsstjórar Fjallabyggðar sæki ráðstefnuna. 
  Bókun fundar <DIV>Til máls tók Ingvar Erlingsson.<BR>Afgreiðsla 286. fundar bæjarráðs staðfest á 87. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 286. fundur - 19. febrúar 2013
  Fundargerðir Hornbrekku frá 22. janúar og 4. febrúar lagðar fram til kynningar.
  Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 286. fundar bæjarráðs staðfest á 87. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 287. fundur - 26. febrúar 2013

Málsnúmer 1302008FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 287. fundur - 26. febrúar 2013
  Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur ákveðið að landsþing sambandsins verði haldið föstudaginn 15. mars 2013, á Grand hóteli í Reykjavík. Lögð fram drög að dagskrá.
  Kjörbréf Fjallabyggðar hafa verið gefin út.
  Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 287. fundar bæjarráðs staðfest á 87. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 287. fundur - 26. febrúar 2013
  Í bréfi Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga dagsett 21. janúar 2013, er ekki talin ástæða til að óska eftir frekari upplýsingum frá Fjallabyggð er varðar fjárhag eða áætlunargerð, enda hafi bæjarfélagið náð sínum markmiðum í lok árs 2012. Vísað er í 1. tl. 2. mgr. 64. greinar sveitarstjórnarlaga nr.138/2011.
  Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 287. fundar bæjarráðs staðfest á 87. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 287. fundur - 26. febrúar 2013
  Í erindi slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar frá 4. febrúar 2012, eru lagðar fram hugmyndir um að bæta búnað til brunavarna í Fjallabyggð.

  Bæjarráð tekur vel í erindið og leggur til við bæjarstjórn að á næsta fjárhagsári verði framlag til slökkviliðsins aukið og búnaður endurbættur í samræmi við ábendingar.
  Bókun fundar <DIV><DIV>Til máls tóku Ólafur H. Marteinsson og Ingvar Erlingsson.<BR>Afgreiðsla 287. fundar bæjarráðs staðfest á 87. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV></DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 287. fundur - 26. febrúar 2013
  Borist hefur bréf frá Innanríkisráðuneyti er varðar erindi frá Fjallabyggð dags. 17. október 2012, er varðar sameiningu stofnana sem sinna grunnskólakennslu í Fjallabyggð.
  Erindið var tekið fyrir á tveimur fundum ráðgjafanefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og því hafnað, þar sem það var ekki talið falla að heimildum í f. lið 7. gr. sbr. 11. gr. reglugerðar nr. 960/2010.
  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 287. fundar bæjarráðs staðfest á 87. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 287. fundur - 26. febrúar 2013
  Tekið til umræðu erindi frá Brussel-skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga.
  Boðið er upp á námskeið í Brussel með það markmið að kynna byggðastefnu ESB og aðkomu sveitarstjórnarstigsins að henni.
  Evrópusambandið ber allan kostnað af þátttöku.
  Bæjarstjóri mun fara í þá ferð á vegum Eyþings.
  Skrifstofu- og fjármálastjóri hefur óskað eftir leyfi til fararinnar.

  Fyrirhuguð er önnur ferð í byrjun apríl þar sem áherslan verður á félagsmálastefnu ESB.
   
  Bæjarráð lítur á það með velvilja ef embættismenn og bæjarfulltrúar sýni áhuga á að nýta sér þetta tækifæri, enda sveitarfélaginu að kostnaðarlausu.
   
  Bókun fundar <DIV>Til máls tók Ólafur H. Marteinsson.<BR>Afgreiðsla 287. fundar bæjarráðs staðfest á 87. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 287. fundur - 26. febrúar 2013
  Lögð fram sérstök samþykkt um byggingarnefnd í Fjallabyggð og að skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar fari með verkefni byggingarnefndar.
  Bæjarráð samþykkir framkomna tillögu og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.
  Bókun fundar <DIV>Til máls tók Ingvar Erlingsson.<BR>Bæjarstjórn samþykkir með 8 atkvæðum að vísa tillögu til síðari umræðu í bæjarstjórn.</DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 287. fundur - 26. febrúar 2013
  Á fund bæjarráðs komu verkstjóri þjónustumiðstöðvar og deildarstjóri tæknideildar til að fara yfir verklag og verkstakasamninga vegna snjómoksturs fyrir Fjallabyggð.
  Afstaða til framlengingar samnings eða útboðs, verður tekin til afgreiðslu á næsta fundi bæjarráðs.
  Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 287. fundar bæjarráðs staðfest á 87. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 287. fundur - 26. febrúar 2013
  Á fund bæjarráðs komu umhverfisfulltrúi og deildarstjóri tæknideildar til að fara yfir verklag og verktakasamninga vegna sorphirðu fyrir Fjallabyggð.
  Afstaða til framlengingar samnings eða útboðs, verður tekin til afgreiðslu á næsta fundi bæjarráðs.
  Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 287. fundar bæjarráðs staðfest á 87. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 287. fundur - 26. febrúar 2013
  Lögð fram styrkbeiðni vegna reksturs Aflsins samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Norðurlandi.
  Bæjarráð samþykkir sömu upphæð og áður eða kr. 40.000.-.
  Bókun fundar <DIV>Til máls tók Bjarkey Gunnarsdóttir.<BR>Afgreiðsla 287. fundar bæjarráðs staðfest á 87. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 287. fundur - 26. febrúar 2013
  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 287. fundar bæjarráðs staðfest á 87. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 287. fundur - 26. febrúar 2013
  Bæjarráð samþykkir og felur bæjarstjóra umboð Fjallabyggðar á aðalfundi Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. 15. mars 2013.
  Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 287. fundar bæjarráðs staðfest á 87. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 287. fundur - 26. febrúar 2013
  Lögð fram til kynningar
  Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 287. fundar bæjarráðs staðfest á 87. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 287. fundur - 26. febrúar 2013
  Staðgreiðsluuppgjör fyrir árið 2012 lagt fram til kynningar.
  Uppgjörið staðfestir auknar tekjur Fjallabyggðar.
  Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 287. fundar bæjarráðs staðfest á 87. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 287. fundur - 26. febrúar 2013
  Lagt fram afrit af bréfi frá stjórn Smábátafélagsins Skalla til Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra er varðar reglugerð nr. 106 frá 7. febrúar 2013 um takmörkun veiða.
  Bæjarráð Fjallabyggðar gagnrýnir harðlega fram komnar hugmyndir stjórnvalda um tilhögun grásleppuveiða fyrir árið 2013.
  Nái þessar tillögur fram að ganga óbreyttar, þá er verið setja í uppnám afkomu fjölmargra útgerða og einstaklinga í Fjallabyggð.

  Bæjarráð Fjallabyggðar fer fram á það við atvinnu- og nýsköpunarráðherra að draga verulega úr skerðingaráformum vegna grásleppuveiða fyrir árið 2013.
  Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 287. fundar bæjarráðs staðfest á 87. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>

3.Ungmennaráð Fjallabyggðar - 6. fundur - 21. febrúar 2013

Málsnúmer 1302007FVakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar, Ingvar Erlingsson gerði grein fyrir fundargerð.

 • Ungmennaráð Fjallabyggðar - 6. fundur - 21. febrúar 2013
  Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti drög að forvarnarstefnu Fjallabyggðar. Ráðið gerir ekki athugasemdir við drögin.
  Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 6. fundar ungmennaráðs Fjallabyggðar staðfest á 87. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>
 • Ungmennaráð Fjallabyggðar - 6. fundur - 21. febrúar 2013
  Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti drög að viðbragðsáætlun félagsmiðstöðvar vegna óveðurs og ófærðar. Ráðið gerir ekki athugasemdir við drögin.
  Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 6. fundar ungmennaráðs Fjallabyggðar staðfest á 87. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>
 • Ungmennaráð Fjallabyggðar - 6. fundur - 21. febrúar 2013
  Íþrótta- og tómstundafulltrúi gerði grein fyrir hugsanlegri ráðstefnu ungmennaráða Dalvík helgina 19.-21. apríl.
  Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 6. fundar ungmennaráðs Fjallabyggðar staðfest á 87. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>
 • Ungmennaráð Fjallabyggðar - 6. fundur - 21. febrúar 2013
  Rætt um þann möguleika að koma fyrir lýsingu á Gullatúninu í Ólafsfirði. Ráðið ætlar ásamt Íþrótta- og tómstundafulltrúa að fara á svæðið og skoða hvað hægt er að gera.
  Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 6. fundar ungmennaráðs Fjallabyggðar staðfest á 87. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>

4.Ungmennaráð Fjallabyggðar - 7. fundur - 27. febrúar 2013

Málsnúmer 1302009FVakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar, Ingvar Erlingsson gerði grein fyrir fundargerð og taldi ákjósanlegt að bæjarstjóri og bæjarfulltrúar myndu mæta á fund ungmennaráðs.

 • Ungmennaráð Fjallabyggðar - 7. fundur - 27. febrúar 2013
  Ungmennaráð fór í vettvangsskoðun á Gullatúnið og kannaði aðstæður. Samkvæmt upplýsingum frá rafvirkja er líklega best að lýsa svæðið frá stökkpallinum, þá þyrfti að leggja rafmagn að pallinum.
  Ákveðið var að hafa samband við Rótarý klúbbinn í Ólafsfirði og óska eftir fulltrúa frá þeim á næsta fund ráðsins, þar sem þeir hafa verið með hugmyndir um endurbætur á stökkpallinum.
  Bókun fundar <DIV><DIV><DIV><DIV>Afgreiðsla 7. fundar ungmennaráðs Fjallabyggðar staðfest á 87. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV></DIV></DIV></DIV>

5.Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 84. fundur - 4. mars 2013

Málsnúmer 1303001FVakta málsnúmer

Formaður fræðslunefndar, S. Guðrún Hauksdóttir gerði grein fyrir fundargerð.

 • 5.1 1302076 Starfsmannamál í Leikskóla Fjallabyggðar
  Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 84. fundur - 4. mars 2013
  Undir þessum lið sátu: Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar og Kristín M. Hlökk Karlsdóttir aðstoðarskólastjóri.
   
  Hugborg Harðardóttir hefur sagt upp starfi sínu á Leikskálum og vinnur út maí. Auglýsa þarf eftir matráði á Leikhóla í 75% starf vegna fráfalls Stefaníu Jónsdóttur. Fræðslunefnd vottar fjölskyldu og aðstandendum hennar innilega samúð.  
   
  Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 84. fundar fræðslunefndar staðfest á 87. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>
 • 5.2 1303006 Trúnaðarmál
  Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 84. fundur - 4. mars 2013
  Undir þessum lið sátu: Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar og Kristín M. Hlökk Karlsdóttir aðstoðarskólastjóri.
   
  Mál skráð í trúnaðarbók.
  Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 84. fundar fræðslunefndar staðfest á 87. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>
 • 5.3 1303005 Beiðni skólastjóra grunnskóla um áframhaldandi deildarstjórastöðu við skólann
  Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 84. fundur - 4. mars 2013
  Undir þessum lið sátu: Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Ríkey Sigurbjörnsdóttir aðstoðarskólastjóri og Brynja Hafsteinsdóttir f.h. foreldra.
   
  Skólastjóri leggur til að áfram verði ein staða deildarstjóra við skólann þrátt fyrir fækkun starfsstöðva úr þremur í tvær haustið 2013. Skólastjóri rökstuddi tillögu sína þar sem fram kom m.a. að nauðsynlegt væri að hafa stjórnanda til staðar á starfsstöðum skólans bæði vegna daglegra og faglegra starfa. Þá þarf skólastjóri að vera sýnilegur í báðum byggingum og hann þarf að geta farið á milli starfsstöðva vegna funda.
  Fræðslunefnd leggur til að staða deildarstjóra verði áfram við skólann til loka skólaárs 2015. Skólastjóri hefur gert ráð fyrir stöðunni fyrir árið 2013.
   
  Bókun fundar <DIV>Til máls tók Bjarkey Gunnarsdóttir.<BR>Afgreiðsla 84. fundar fræðslunefndar staðfest á 87. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>
 • 5.4 1301120 Opinn fundur foreldrafélags og skólaráðs Grunnskóla Fjallabyggðar 14. febrúar 2013
  Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 84. fundur - 4. mars 2013
  Undir þessum lið sátu: Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Ríkey Sigurbjörnsdóttir aðstoðarskólastjóri og Brynja Hafsteinsdóttir f.h. foreldra.
   
  Opinn fundur foreldrafélags og skólaráðs Grunnskóla Fjallabyggðar var haldinn 14. febrúar sl.. Haldinn var fyrirlestur um netöryggi barna og unglinga sem var í höndum SAFT samtakannna, kynning var á Menntaskólanum á Tröllaskaga og farið yfir helstu niðurstöður Olweusarkönnunar um einelti og rætt um ábyrgð samfélagsins.
  Fræðslunefnd hefði gjarnan viljað að fundurinn hefði verið fjölmennari.
  Bókun fundar <DIV>Til máls tók Bjarkey Gunnarsdóttir.<BR>Afgreiðsla 84. fundar fræðslunefndar staðfest á 87. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>
 • 5.5 1302077 Niðurgreiðsla gjalda vegna dvalar hjá dagforeldrum
  Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 84. fundur - 4. mars 2013
  Fyrirspurn um niðurgreiðslu gjalda vegna dvalar hjá dagforeldrum hefur borist fræðslu- og menningarfulltrúa. Umræður um gjaldskrá.
  Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 84. fundar fræðslunefndar staðfest á 87. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>

6.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 151. fundur - 6. mars 2013

Málsnúmer 1303003FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 151. fundur - 6. mars 2013
  Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögn Fjallabyggðar um drög að reglugerð um eftirlit Umhverfisstofnunar með náttúru landsins. Óskað er eftir því að umsögnin berist eigi síðar en 11. mars næstkomandi.
   
  Nefndin gerir engar athugasemdir við reglugerðardrögin.
  Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 151. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 87. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 151. fundur - 6. mars 2013
  Lögð er fram til umsagnar tillaga til þingsályktunar um breytta framtíðarskipan refaveiða á Íslandi.
   
  Nefndin gerir enga athugasemd við þingsályktunartillöguna.
  Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 151. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 87. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 151. fundur - 6. mars 2013
  Lögð fram áætlun umhverfisfulltrúa vegna verkefna á opnum svæðum í Fjallabyggð 2013. Umhverfisfulltrúi fór yfir tillögurnar með nefndarmönnum.
   
  Erindi frestað og umhverfisfulltrúa falið að kostnaðarreikna verkefni svo hægt sé að forgangsraða þeim.
  Bókun fundar <DIV><DIV>Til máls tók Bjarkey Gunnarsdóttir.<BR>Afgreiðsla 151. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 87. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV></DIV>
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 151. fundur - 6. mars 2013
  Lögð fram ný gjaldskrá vegna sorphirðu í Fjallabyggð.
   
  Erindi samþykkt.
  Bókun fundar <DIV><DIV><DIV>Til máls tók Sigurður Valur Ásbjarnarson.<BR>Afgreiðsla 151. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 87. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV></DIV></DIV>
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 151. fundur - 6. mars 2013
  Lagt fram minnisblað frá Eflu verkfræðistofu, er rekur sögu málsins og stöðu þess og umsögn frá VSI Öryggishönnun og ráðgjöf vegna brunahönnunar orlofshúsa við Þverá.
   
  Af framlögðum gögnum og eftir viðræður við Mannvirkjastofnun hefur afstaða nefndarinnar til málsins breyst. Í framhaldi af því samþykkir nefndin notkun á umræddum samlokueiningum í utanhúsklæðningu húsanna að uppfylltum þeim skilyrðum sem tæknideild hefur lagt fram.
  Bókun fundar <DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Til máls tóku Bjarkey Gunnarsdóttir, Þorbjörn Sigurðsson, Sigurður Valur Ásbjarnarson, Ingvar Erlingsson, Egill Rögnvaldsson, Helga Helgadóttir og Ólafur H. Marteinsson.<BR>Á grundvelli 1. liðs minnisblaðs deildarstjóra tæknideildar um að húsin uppfylli almennar brunavarnarkröfur skv. byggingarreglugerð, samþykkir bæjarstjórn með 8 atkvæðum afgreiðslu 151. fundar skipulags- og umhverfisnefndar.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 151. fundur - 6. mars 2013
  Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir grunnskólareit á Þormóðseyri sem afmarkast af Norðurgötu, Eyrargötu, Vetrarbraut og Aðalgötu. Lagt er til að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þ.e. í Lögbirtingablaðinu og með áberandi hætti í dagblaði sem gefið er út á landsvísu. Athugasemdafrestur skal eigi vera skemmri en sex vikur frá birtingu auglýsingar.
   
  Erindi samþykkt.
  Bókun fundar <DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>87. fundur bæjarstjórnar samþykkir með 8 atkvæðum að auglýsa tillöguna ”Deiliskipulag - Skólareitur Siglufirði“ til kynningar skv. 41. gr. skipulagslaga, enda er ekki talin þörf á forkynningu þar sem meginforsendur hennar liggja fyrir í aðalskipulagi.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 151. fundur - 6. mars 2013
  Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Hóls- og Skarðsdals.
   
  Samkvæmt 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 leggur nefndin til við bæjarstjórn að hún samþykki erindið og auglýsing um samþykki deiliskipulagsins verði birt í B-deild Stjórnartíðinda skv. 4. mgr. 44. gr. fyrrnefndra laga.
  Bókun fundar <DIV><DIV>Afgreiðsla 151. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 87. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV></DIV>
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 151. fundur - 6. mars 2013
  Til tæknideildar bæjarfélagsins hefur leitað verktaki sem hefur áhuga á því að byggja raðhús við Gránugötu 12 á Siglufirði.
   
  Þar sem ekkert deiliskipulag er til fyrir svæðið samþykkir nefndin að framkvæmdin verði grenndarkynnt aðliggjandi lóðarhöfum skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur tæknideild að grenndarkynna framkvæmdina.
  Bókun fundar <DIV><DIV>Til máls tók Ingvar Erlingsson.<BR>Afgreiðsla 151. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 87. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV></DIV>
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 151. fundur - 6. mars 2013
  Vernharður Skarphéðinsson sækir um byggingarleyfi fyrir hús sem hann hyggst byggja á lóð nr. 4 við Hafnargötu á grundvelli byggingarreglugerðar nr. 441/1998.
   
  Þar sem ekkert deiliskipulag er til fyrir svæðið samþykkir nefndin að framkvæmdin verði grenndarkynnt aðliggjandi lóðarhöfum skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur tæknideild að grenndarkynna framkvæmdina.
  Bókun fundar <DIV><DIV>Til máls tók Ingvar Erlingsson.<BR>Afgreiðsla 151. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 87. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV></DIV>
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 151. fundur - 6. mars 2013
  Þorvaldur Hreinsson f.h. stjórnar hestamannafélagsins Gnýfara óskar eftir því, skv. meðfylgjandi teikningum, að útidyrahurð á reiðskemmu félagsins að Faxavöllum 9 verði staðsett á austurhlið hússins í stað suðurhliðar eins og upphaflegar teikningar gerðu ráð fyrir.
   
  Ásgrímur Pálmason vék af fundi undir þessum lið.
   
  Erindi samþykkt.
  Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 151. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 87. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 151. fundur - 6. mars 2013
  Lögð fram til kynningar umfjöllun Garðars Snæbjörnssonar arkitekts um Hótel Sunnu.
  Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 151. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 87. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>

7.Bæjarráð Fjallabyggðar - 288. fundur - 5. mars 2013

Málsnúmer 1302011FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 288. fundur - 5. mars 2013
  Markmið verkefnisins er að virkja atvinnuleitendur, sem hafa fullnýtt eða munu fullnýta rétt sinn innan atvinnuleysistryggingakerfisins á árinu 2013, til þátttöku að nýju á vinnumarkaði.
  Atvinnuleysistryggingasjóður niðurgreiðir stofnkostnað sveitarfélags við ný störf fyrir þennan hóp tímabundið. Styrkfjárhæð er greidd og gildir um störf sem eru skráð fyrir 31. mars, en þá lækkar framlagið í 90% og síðan í 80% 1. júní. Heimild til ráðningar varðar einstaklinga sem verið hafa í 24 mánuði eða lengur án atvinnu.
  Lagt fram til kynningar.
  Bæjarráð leggur áherslu á að félagsþjónusta bæjarfélagsins fylgist náið með stöðu einstaklinga í atvinnuleit á árinu 2013.
  Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 288. fundar bæjarráðs staðfest á 87. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 288. fundur - 5. mars 2013
  Afstaða til framlengingar samnings eða útboðs, var frestað á síðasta fundi bæjarráðs.
  Tillaga um að bjóða út snjómokstur var samþykkt með tveimur atkvæðum, Egill Rögnvaldsson sat hjá.
  Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 288. fundar bæjarráðs staðfest á 87. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 288. fundur - 5. mars 2013
  Lögð fram til kynningar tillaga að breytingum á innkaupareglum.
  Bæjarráð samþykkir að vísa reglunum til afgreiðslu á næsta bæjarstjórnarfundi.
  Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 288. fundar bæjarráðs staðfest á 87. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 288. fundur - 5. mars 2013
  Í erindi umsjónarmanns aðila í greiðsluaðlögun frá 18. febrúar 2013, er lögð fyrir bæjarráð sú spurning hvort bæjarfélagið hafi hug á að leysa til sín eign í Ólafsfirði.
  Bæjarráð hafnar erindinu.
  Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 288. fundar bæjarráðs staðfest á 87. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 288. fundur - 5. mars 2013
  Sýslumaðurinn á Siglufirði óskar eftir samþykki bæjarráðs um að afskrifa útsvarskröfu Fjallabyggðar á einstakling sem var úrskurðaður gjaldþrota 21.09.2011.
  Bæjarráð samþykkir að krafan verði afskrifuð.
  Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 288. fundar bæjarráðs staðfest á 87. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 288. fundur - 5. mars 2013
  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 288. fundar bæjarráðs staðfest á 87. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 288. fundur - 5. mars 2013
  Lagt fram til kynningar bréf vegamálastjóra frá 22. febrúar 2013.
  Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 288. fundar bæjarráðs staðfest á 87. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>

8.Bæjarráð Fjallabyggðar - 289. fundur - 12. mars 2013

Málsnúmer 1303004FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 289. fundur - 12. mars 2013
  Á fund bæjarráðs mættu, bæjarfulltrúarnir, Bjarkey Gunnarsdóttir, Guðmundur Gauti Sveinsson, varabæjarfulltrúinn Kristín Brynhildur Davíðsdóttir og endurskoðandi KPMG, Þorsteinn G Þorsteinsson.
  Þorsteinn G Þorsteinsson endurskoðandi gerði grein fyrir niðurstöðum ársreiknings Fjallabyggðar.
  Fram kom hjá endurskoðanda að staða sveitarfélagsins væri sterk. Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 1.779,5 millj. kr. Rekstrarniðurstaða samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta var jákvæð um 80,9 millj. kr.
  Eigið fé í árslok nam 1.748,9 millj. kr. Handbært fé í árslok er 108,3 millj. kr.
  Bæjarráð undirritaði ársreikning og samþykkti að vísa ársreikningi Fjallabyggðar 2012 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
  Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 289. fundar bæjarráðs staðfest á 87. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>

9.Viðbót við innkaupareglur Fjallabyggðar

Málsnúmer 1204079Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingum á innkaupareglum Fjallabyggðar.
Bæjarráð samþykkti á 288. fundi sínum 5. mars 2013, að vísa reglunum til afgreiðslu á næsta bæjarstjórnarfundi.
Bæjarstjórn samþykkti með 8 atkvæðum að vísa tillögu til síðari umræðu í bæjarstjórn.

10.Ársreikningur Fjallabyggðar 2012

Málsnúmer 1301127Vakta málsnúmer

Til máls tók bæjarstjóri Sigurður Valur Ásbjarnarson og fór yfir skýringar með ársreikningi.
Helstu tölur í ársreikningi sveitarfélagsins fyrir árið 2012 eru:
Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 1.779,5 millj. kr.
Rekstrarniðurstaða samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta var jákvæð um 80,9 millj. kr.
Eigið fé í árslok nam 1.748,9 millj. kr.
Handbært fé í árslok er 108,3 millj. kr.

Bæjarstjórn samþykkti með 8 atkvæðum að vísa ársreikningi Fjallabyggðar 2012 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Fundi slitið - kl. 19:00.