Bæjarráð Fjallabyggðar

289. fundur 12. mars 2013 kl. 17:00 - 18:00 í Ráðhúsinu Gránugötu 24 Siglufirði
Nefndarmenn
  • Þorbjörn Sigurðsson formaður
  • Helga Helgadóttir aðalmaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Ársreikningur Fjallabyggðar 2012

Málsnúmer 1301127Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs mættu, bæjarfulltrúarnir, Bjarkey Gunnarsdóttir, Guðmundur Gauti Sveinsson, varabæjarfulltrúinn Kristín Brynhildur Davíðsdóttir og endurskoðandi KPMG, Þorsteinn G Þorsteinsson.
Þorsteinn G Þorsteinsson endurskoðandi gerði grein fyrir niðurstöðum ársreiknings Fjallabyggðar.
Fram kom hjá endurskoðanda að staða sveitarfélagsins væri sterk. Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 1.779,5 millj. kr. Rekstrarniðurstaða samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta var jákvæð um 80,9 millj. kr.
Eigið fé í árslok nam 1.748,9 millj. kr. Handbært fé í árslok er 108,3 millj. kr.
Bæjarráð undirritaði ársreikning og samþykkti að vísa ársreikningi Fjallabyggðar 2012 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Fundi slitið - kl. 18:00.