Viðbót við innkaupareglur Fjallabyggðar

Málsnúmer 1204079

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 268. fundur - 28.08.2012

Í tengslum við endurskoðun KPMG vegna ársins 2011 komu m.a. fram ábendingar eftir stjórnsýsluskoðun um að bæta þyrfti við innkaupareglur Fjallabyggðar með hvaða hætti heimild til að stofna til útgjalda er úthlutað til einstakra starfsmanna sveitarfélagsins og einnig reglur um viðskipti við tengda aðila.

Tillögu um viðbót við 7. gr. innkaupareglna um "Umsjón og ábyrgð á innkaupum/útgjaldaheimildir"  var vísað til heildarendurskoðunar innkaupareglna, sem er í vinnslu.
Tillögu um nýja 23. grein í innkaupareglum "Tengdir aðilar" og að aðrar fái nýtt númer, verði 24. grein og 25. grein. var vísað til heildarendurskoðunar innkaupareglna, sem er í vinnslu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 288. fundur - 05.03.2013

Lögð fram til kynningar tillaga að breytingum á innkaupareglum.
Bæjarráð samþykkir að vísa reglunum til afgreiðslu á næsta bæjarstjórnarfundi.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 87. fundur - 13.03.2013

Lögð fram tillaga að breytingum á innkaupareglum Fjallabyggðar.
Bæjarráð samþykkti á 288. fundi sínum 5. mars 2013, að vísa reglunum til afgreiðslu á næsta bæjarstjórnarfundi.
Bæjarstjórn samþykkti með 8 atkvæðum að vísa tillögu til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 88. fundur - 10.04.2013

Bæjarstjóri kynnti tillögu að breytingum á innkaupareglum Fjallabyggðar.
Fyrri umræða var á 87. fundi bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkti með 9 atkvæðum breytingar á innkaupareglum Fjallabyggðar.