Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 84. fundur - 4. mars 2013

Málsnúmer 1303001F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 87. fundur - 13.03.2013

Formaður fræðslunefndar, S. Guðrún Hauksdóttir gerði grein fyrir fundargerð.

 • .1 1302076 Starfsmannamál í Leikskóla Fjallabyggðar
  Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 84. fundur - 4. mars 2013
  Undir þessum lið sátu: Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar og Kristín M. Hlökk Karlsdóttir aðstoðarskólastjóri.
   
  Hugborg Harðardóttir hefur sagt upp starfi sínu á Leikskálum og vinnur út maí. Auglýsa þarf eftir matráði á Leikhóla í 75% starf vegna fráfalls Stefaníu Jónsdóttur. Fræðslunefnd vottar fjölskyldu og aðstandendum hennar innilega samúð.  
   
  Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 84. fundar fræðslunefndar staðfest á 87. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>
 • .2 1303006 Trúnaðarmál
  Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 84. fundur - 4. mars 2013
  Undir þessum lið sátu: Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar og Kristín M. Hlökk Karlsdóttir aðstoðarskólastjóri.
   
  Mál skráð í trúnaðarbók.
  Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 84. fundar fræðslunefndar staðfest á 87. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>
 • .3 1303005 Beiðni skólastjóra grunnskóla um áframhaldandi deildarstjórastöðu við skólann
  Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 84. fundur - 4. mars 2013
  Undir þessum lið sátu: Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Ríkey Sigurbjörnsdóttir aðstoðarskólastjóri og Brynja Hafsteinsdóttir f.h. foreldra.
   
  Skólastjóri leggur til að áfram verði ein staða deildarstjóra við skólann þrátt fyrir fækkun starfsstöðva úr þremur í tvær haustið 2013. Skólastjóri rökstuddi tillögu sína þar sem fram kom m.a. að nauðsynlegt væri að hafa stjórnanda til staðar á starfsstöðum skólans bæði vegna daglegra og faglegra starfa. Þá þarf skólastjóri að vera sýnilegur í báðum byggingum og hann þarf að geta farið á milli starfsstöðva vegna funda.
  Fræðslunefnd leggur til að staða deildarstjóra verði áfram við skólann til loka skólaárs 2015. Skólastjóri hefur gert ráð fyrir stöðunni fyrir árið 2013.
   
  Bókun fundar <DIV>Til máls tók Bjarkey Gunnarsdóttir.<BR>Afgreiðsla 84. fundar fræðslunefndar staðfest á 87. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>
 • .4 1301120 Opinn fundur foreldrafélags og skólaráðs Grunnskóla Fjallabyggðar 14. febrúar 2013
  Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 84. fundur - 4. mars 2013
  Undir þessum lið sátu: Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Ríkey Sigurbjörnsdóttir aðstoðarskólastjóri og Brynja Hafsteinsdóttir f.h. foreldra.
   
  Opinn fundur foreldrafélags og skólaráðs Grunnskóla Fjallabyggðar var haldinn 14. febrúar sl.. Haldinn var fyrirlestur um netöryggi barna og unglinga sem var í höndum SAFT samtakannna, kynning var á Menntaskólanum á Tröllaskaga og farið yfir helstu niðurstöður Olweusarkönnunar um einelti og rætt um ábyrgð samfélagsins.
  Fræðslunefnd hefði gjarnan viljað að fundurinn hefði verið fjölmennari.
  Bókun fundar <DIV>Til máls tók Bjarkey Gunnarsdóttir.<BR>Afgreiðsla 84. fundar fræðslunefndar staðfest á 87. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>
 • .5 1302077 Niðurgreiðsla gjalda vegna dvalar hjá dagforeldrum
  Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 84. fundur - 4. mars 2013
  Fyrirspurn um niðurgreiðslu gjalda vegna dvalar hjá dagforeldrum hefur borist fræðslu- og menningarfulltrúa. Umræður um gjaldskrá.
  Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 84. fundar fræðslunefndar staðfest á 87. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>