Bæjarráð Fjallabyggðar - 286. fundur - 19. febrúar 2013

Málsnúmer 1302006F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 87. fundur - 13.03.2013

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 286. fundur - 19. febrúar 2013
  Innheimtumaður ríkisins hefur samþykkt afskrift á kröfum ríkisins og liggur fyrir bæjarráði að afskrifa sinn hluta af umræddri kröfu.
  Höfuðstóll kröfunnar er 3.162.922 og til viðbótar er niðurfelling á vöxtum. Um er að ræða fimm einstaklinga, erlenda ríkisborgara eða einstaklinga sem orðið hafa gjaldþrota. Sjá beiðni sýslumannsins á Siglufirði, dags. 22.01.2013.  

  Bæjarráð samþykkir niðurfellingu á sínum hluta krafnanna.
  Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 286. fundar bæjarráðs staðfest á 87. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 286. fundur - 19. febrúar 2013
  Lagt er fram bréf frá 14. maí 2007 undirritað af Jóhanni B. Sveinbjörnssyni á Seyðisfirði, sem og bókanir frá fundi bæjarráðs frá 22. maí 2007 og frá menningarnefnd frá 13. ágúst 2007.
  Í bréfinu er fjallað um styrkbeiðni vegna ritunar ævisögu Björns í Firði og var vel tekið í erindið á þessum tíma, sjá bókanir.
  Ritun sögunnar hefur legið í dvala en nú telja áhugamenn að hægt sé að halda verkinu áfram.
  Bæjarráð óskar eftir frekari upplýsingum frá umsóknaraðila, en vísar afgreiðslu málsins til áætlunargerðar fyrir árið 2014.
  Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 286. fundar bæjarráðs staðfest á 87. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>
 • .3 1302028 Beiðni um styrk
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 286. fundur - 19. febrúar 2013
  Fræðslu- og upplýsingamiðstöð í forvörnum og heilsueflingu sækir um styrk til Fjallabyggðar að upphæð kr. 100.000.- til að endurútgefa ritið "Fíkniefni og forvarnir- handbók" sem gefin var út 2001.
  Bæjarráð hafnar erindinu að svo komnu máli og bendir á að styrkveitingar eru teknar fyrir við gerð fjárhagsáætlunar í október ár hvert.
  Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 286. fundar bæjarráðs staðfest á 87. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 286. fundur - 19. febrúar 2013
  Lagt fram bréf dags. 13.02.2013 undirritað af formanni Skógræktarfélags Siglufjarðar. Í bréfinu er óskað eftir endurnýjun á samstarfssamningi til næstu þriggja ára.
  Formaðurinn óskar einnig eftir hækkun á framlagi bæjarfélagsins úr kr. 150 þúsund í kr. 500 þúsund í nýjum samningi.
  Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2013 var gert ráð fyrir framlagi á árinu 2013 í samræmi við samninginn og er erindinu og gerð nýs samnings þar með vísað til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2014.
  Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 286. fundar bæjarráðs staðfest á 87. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 286. fundur - 19. febrúar 2013
  Lagt fram minnisblað frá fundi bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar frá 06.02.2013 sem dreift var á síðasta fundi bæjarstjórnar. Um er að ræða tillögu að bréfi til Velferðarráðherra og fjallar um málefni aldraðra og framtíð heilbrigðisþjónustu við utanverðan Eyjafjörð.
  Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að bréfi.
  Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 286. fundar bæjarráðs staðfest á 87. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 286. fundur - 19. febrúar 2013
  Skrifstofu - og fjármálastjóri lagði fram yfirlit fyrir umsóknir félaga og félagasamtaka um styrk til greiðslu fasteignaskatts á árinu 2013.
  Í áætlun var gert ráð fyrir kr. 2.000.000.- og leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að styrkir að upphæð kr. 1.721.009 verði samþykktir í samræmi við framkomnar umsóknir.
  Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 286. fundar bæjarráðs staðfest á 87. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 286. fundur - 19. febrúar 2013
  Skrifstofu- og fjármálastjóri óskar heimildar að setja þrjár íbúðir við Ólafsveg 28 - 30 í söluferli, en það eru íbúðirnar nr. 102, 103 og 202.
  Bæjarráð samþykkir erindið.
  Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 286. fundar bæjarráðs staðfest á 87. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 286. fundur - 19. febrúar 2013
  Lagt fram minnisblað frá Valtý Sigurðssyni dags. 29.01.2013. Minnisblaðið fjallar um skoðun á rétti Goflklúbbs Ólafsfjarðar á heitu vatni Skeggjabrekku til afnota fyrir klúbbinn.
  Það er niðurstaða lögmannsins að Norðurorka hf. beri að afhenda eiganda jarðarinnar Skeggjabrekku, nú Fjallabyggð endurgjaldslaust allt að 5 lítrum á mínútu af heitu vatni.
  Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma niðurstöðu lögmannsins á framfæri við Norðurorku.
  Bókun fundar <DIV>Til máls tóku Bjarkey Gunnarsdóttir og Sigurður Valur Ásbjarnarson.<BR>Afgreiðsla 286. fundar bæjarráðs staðfest á 87. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 286. fundur - 19. febrúar 2013

  Í framhaldi af bókun í hafnarstjórn leggur meirihluti bæjarráðs fram eftirfarandi bókun og vísar einnig í bókun bæjarstjórnar frá 8. júní 2011:

  "Eðlilegt er að gæta jafnræðis í fundarhaldi milli bæjarkjarna og halda alla nefndarfundi, sem að jafnaði eru mánaðarlega, til skiptis á Siglufirði og í Ólafsfirði.  Eðlilegt er að nefndarmenn bæjarkjarnanna njóti jafnræðis þar sem algengt er að fólk þurfi að taka sér tíma frá vinnu til þess að  mæta á fundi. Jafnframt má minna á að bílar sveitarfélagsins eru aðgengilegir  fundarmönnun  til þess að komast á milli staða".

  Sólrún Júlíusdóttir óskar að bókað sé eftirfarandi:
  "Undirrituð harmar þau ólýðræðislegu vinnubrögð meirihlutans að ætla með ofríki sínu að skipa Hafnarstjórn fundarstað, þvert ofan í það sem Hafnarstjórn hefur sjálf ákveðið.
  Með þessu er vegið að sjálfstæði nefnda í Fjallabyggð."

  Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 286. fundar bæjarráðs staðfest á 87. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>
 • .10 1302045 Snjómokstur
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 286. fundur - 19. febrúar 2013
  Lagt fram minnisblað frá deildarstjóra tæknideildar um samninga við verktaka, sem sinna snjómokstri fyrir bæjarfélagið.

  Bæjarráð telur rétt að kalla deildarstjóra tæknideildar til næsta fundar til að ræða framkvæmdina og samninginn í heild sinni.
  Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 286. fundar bæjarráðs staðfest á 87. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 286. fundur - 19. febrúar 2013
  Aukafundur Eyþings var haldinn 12. febrúar 2013, en þar var skipulag Eyþings til umræðu sem og tillaga að sóknaráætlun Norðurlands eystra.
  Bæjarstjóri lagði fram endanlega útgáfu af sóknaráætluninni, sem samþykkt var á fundinum með framkomnum orðalagsbreytingum.
  Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við framkomna sóknaráætlun, en hvetur til frekari umræðu um sóknaráætlunina á næsta aðalfundi Eyþings.
  Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 286. fundar bæjarráðs staðfest á 87. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 286. fundur - 19. febrúar 2013
  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 286. fundar bæjarráðs staðfest á 87. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 286. fundur - 19. febrúar 2013
  Lögð fram markmið ráðstefnunnar, sem haldin verður á Húsavík 6.- 8. júní 2013.
  Bæjarráð leggur til að slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar og vettvangsstjórar Fjallabyggðar sæki ráðstefnuna. 
  Bókun fundar <DIV>Til máls tók Ingvar Erlingsson.<BR>Afgreiðsla 286. fundar bæjarráðs staðfest á 87. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 286. fundur - 19. febrúar 2013
  Fundargerðir Hornbrekku frá 22. janúar og 4. febrúar lagðar fram til kynningar.
  Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 286. fundar bæjarráðs staðfest á 87. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>