Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

151. fundur 06. mars 2013 kl. 16:30 - 16:30 sem fjarfundur í ráðhúsinu á Siglufirði og á bæjarskrifstofunum í Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Helga Jónsdóttir formaður
  • Sigurður Hlöðversson aðalmaður
  • Jón Árni Konráðsson aðalmaður
  • Hilmar Þór Elefsen aðalmaður
  • Ásgrímur Pálmason aðalmaður
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Arnar Freyr Þrastarson tæknifulltrúi
  • Valur Þór Hilmarsson garðyrkju- og umhverfisfulltrúi
Fundargerð ritaði: Arnar Freyr Þrastarson tæknifulltrúi

1.Ósk um umsögn um reglugerð um eftirlit Umhverfisst. með náttúru landsins

Málsnúmer 1302080Vakta málsnúmer

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögn Fjallabyggðar um drög að reglugerð um eftirlit Umhverfisstofnunar með náttúru landsins. Óskað er eftir því að umsögnin berist eigi síðar en 11. mars næstkomandi.

 

Nefndin gerir engar athugasemdir við reglugerðardrögin.

2.Til umsagnar - tillaga til þingsályktunar um breytta framtíðarskipan refaveiða

Málsnúmer 1302019Vakta málsnúmer

Lögð er fram til umsagnar tillaga til þingsályktunar um breytta framtíðarskipan refaveiða á Íslandi.

 

Nefndin gerir enga athugasemd við þingsályktunartillöguna.

3.Opin svæði - tillögur 2013

Málsnúmer 1303011Vakta málsnúmer

Lögð fram áætlun umhverfisfulltrúa vegna verkefna á opnum svæðum í Fjallabyggð 2013. Umhverfisfulltrúi fór yfir tillögurnar með nefndarmönnum.

 

Erindi frestað og umhverfisfulltrúa falið að kostnaðarreikna verkefni svo hægt sé að forgangsraða þeim.

4.Gjaldskrár tæknideildar

Málsnúmer 1301057Vakta málsnúmer

Lögð fram ný gjaldskrá vegna sorphirðu í Fjallabyggð.

 

Erindi samþykkt.

5.Varðar byggingar á Þverá

Málsnúmer 1211104Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað frá Eflu verkfræðistofu, er rekur sögu málsins og stöðu þess og umsögn frá VSI Öryggishönnun og ráðgjöf vegna brunahönnunar orlofshúsa við Þverá.

 

Af framlögðum gögnum og eftir viðræður við Mannvirkjastofnun hefur afstaða nefndarinnar til málsins breyst. Í framhaldi af því samþykkir nefndin notkun á umræddum samlokueiningum í utanhúsklæðningu húsanna að uppfylltum þeim skilyrðum sem tæknideild hefur lagt fram.

6.Deiliskipulag - Skólareitur Siglufirði

Málsnúmer 1302013Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir grunnskólareit á Þormóðseyri sem afmarkast af Norðurgötu, Eyrargötu, Vetrarbraut og Aðalgötu. Lagt er til að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þ.e. í Lögbirtingablaðinu og með áberandi hætti í dagblaði sem gefið er út á landsvísu. Athugasemdafrestur skal eigi vera skemmri en sex vikur frá birtingu auglýsingar.

 

Erindi samþykkt.

7.Breyting á deiliskipulagi Hóls- og Skarðsdals

Málsnúmer 1301002Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Hóls- og Skarðsdals.

 

Samkvæmt 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 leggur nefndin til við bæjarstjórn að hún samþykki erindið og auglýsing um samþykki deiliskipulagsins verði birt í B-deild Stjórnartíðinda skv. 4. mgr. 44. gr. fyrrnefndra laga.

8.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1302074Vakta málsnúmer

Til tæknideildar bæjarfélagsins hefur leitað verktaki sem hefur áhuga á því að byggja raðhús við Gránugötu 12 á Siglufirði.

 

Þar sem ekkert deiliskipulag er til fyrir svæðið samþykkir nefndin að framkvæmdin verði grenndarkynnt aðliggjandi lóðarhöfum skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur tæknideild að grenndarkynna framkvæmdina.

9.Hafnargata 4, Siglufirði

Málsnúmer 1302011Vakta málsnúmer

Vernharður Skarphéðinsson sækir um byggingarleyfi fyrir hús sem hann hyggst byggja á lóð nr. 4 við Hafnargötu á grundvelli byggingarreglugerðar nr. 441/1998.

 

Þar sem ekkert deiliskipulag er til fyrir svæðið samþykkir nefndin að framkvæmdin verði grenndarkynnt aðliggjandi lóðarhöfum skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur tæknideild að grenndarkynna framkvæmdina.

10.Reiðskemma Ólafsfirði

Málsnúmer 1108046Vakta málsnúmer

Þorvaldur Hreinsson f.h. stjórnar hestamannafélagsins Gnýfara óskar eftir því, skv. meðfylgjandi teikningum, að útidyrahurð á reiðskemmu félagsins að Faxavöllum 9 verði staðsett á austurhlið hússins í stað suðurhliðar eins og upphaflegar teikningar gerðu ráð fyrir.

 

Ásgrímur Pálmason vék af fundi undir þessum lið.

 

Erindi samþykkt.

11.Umfjöllun arkitektar um Hótel Sunnu

Málsnúmer 1302082Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar umfjöllun Garðars Snæbjörnssonar arkitekts um Hótel Sunnu.

Fundi slitið - kl. 16:30.