Bæjarstjórn Fjallabyggðar

85. fundur 23. janúar 2013 kl. 17:00 - 19:00 í Tjarnarborg í Ólafsfirði
Nefndarmenn
 • Ingvar Erlingsson Forseti
 • Þorbjörn Sigurðsson 1. varaforseti
 • Egill Rögnvaldsson 2. varaforseti
 • Bjarkey Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi
 • Helga Helgadóttir bæjarfulltrúi
 • Sólrún Júlíusdóttir bæjarfulltrúi
 • S. Guðrún Hauksdóttir bæjarfulltrúi
 • Ólafur Helgi Marteinsson bæjarfulltrúi
 • Guðmundur Gauti Sveinsson varabæjarfulltrúi
 • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
 • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 281. fundur - 18. desember 2012

Málsnúmer 1212003FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 281. fundur - 18. desember 2012
  Lagður fram hreyfingarlisti yfir greiðslur frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga frá janúar til og með október 2012.
  Heildargreiðslur til Fjallabyggðar á umræddu tímabili eru 233.477.142.-.
  Lagt fram til yfirferðar og umræðu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 281. fundar bæjarráðs staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 281. fundur - 18. desember 2012
  Þann 11. janúar 2013 boðar LEX Lögmannsstofa til ráðstefnu á sviði skipulags- og starfsmannaréttar á Icelandair hótelinu á Akureyri.
  Bæjarráð telur rétt að tilkynna þátttöku bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 281. fundar bæjarráðs staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 281. fundur - 18. desember 2012
  Björgunarsveitin Strákar óskar eftir styrk til að fjármagna kaup á bíl fyrir sveitina. Áætlaður kostnaður er um 6 m.kr.
  Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 281. fundar bæjarráðs staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 281. fundur - 18. desember 2012
  Lagt fram bréf frá Sveinbirni Þ. Sveinbjörnssyni dags. 8.12.2012.
  Undir þessum dagskrárlið kom á fund bæjarráðs Ingi Vignir Gunnlaugsson búfjáreftirlitsmaður.
  Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að svara bréfritara bréf í samræmi við fyrri ákvarðanir bæjarstjórnar sem og svara framkomnum spurningum bréfritara.
  Bókun fundar Afgreiðsla 281. fundar bæjarráðs staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 281. fundur - 18. desember 2012
  Þann 28. apríl 2012 var undirritað samkomulag milli Fjallabyggðar annars vegar og Rauðku ehf. hins vegar um víðtækar framkvæmdir til eflingar ferðaþjónustu í byggðarlaginu. Í samkomulaginu er ákvæði um lausn ágreiningsefna. Á grundvelli samkomulagsins eru lagðar fram málsmeðferðarreglur og tilnefnir bæjarráð tvo fulltrúa til að leysa fram kominn ágreining.
   
  Bæjarráð tilnefnir Ólaf H. Marteinsson og Ingvar Erlingsson.
  Bókun fundar Afgreiðsla 281. fundar bæjarráðs staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 281. fundur - 18. desember 2012
  Lögð fram til tillaga um hvort viðhalda eigi verndaráætlun fyrir Ólafsfjarðarhöfn.

  Tillaga:
  "Sveitarfélagið Fjallabyggð sem rekur hafnir Fjallabyggðar hefur ákveðið að viðhalda ekki verndaráætlun vegna siglingaverndar fyrir Ólafsfjarðarhöfn sem hefur verið í gildi. Óskað er eftir því við Siglingastofnun að Ólafsfjarðarhöfn verði tekin út af lista Alþjóða siglingamálastofnunarinnar (IMO) yfir vottaðar hafnir með tilliti til siglingaverndar."
   
  Bæjarráð samþykkir framkomna tillögu, enda fái höfnin undanþágur eins og verið hefur, ef þörf krefur.
  Bókun fundar Afgreiðsla 281. fundar bæjarráðs staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 281. fundur - 18. desember 2012
  Lagðar voru fram fundargerðir þriggja funda sem niðurstöður 7 manna nefndar Eyþings um stjórnskipulag þess.
  Bæjarstóri fór yfir framkomnar tillögur.
  Bæjarráð samþykkir að stjórn Eyþings sé skipuð 5 fulltrúum og að fulltrúaráð innan Eyþings sé skipað 20 fulltrúum.
  Fulltrúar Fjallabyggðar verði Bjarkey Gunnarsdóttir og Ingvar Erlingsson.
  Bókun fundar Afgreiðsla 281. fundar bæjarráðs staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 281. fundur - 18. desember 2012
  Lögð fram bréf Samkeppniseftirlitsins um:
  1. Kvörtun vegna útleigu á húsnæði í eigu ríkisins frá 25. september 2012.
  2. Gæta skal að samkeppnissjónarmiðum við útleigu og sölu á húsnæði á vegum hins opinbera, frá 25. september 2012.
  3. Kynning á tilmælum til sveitarfélaga frá 29. nóvember 2012.
  Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 281. fundar bæjarráðs staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 281. fundur - 18. desember 2012
  Lögð fram fundargerð stjórnar Leyningsáss ses.
  Bókun fundar Afgreiðsla 281. fundar bæjarráðs staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 281. fundur - 18. desember 2012
  Lagt fram til kynningar launayfirlit Fjallabyggðar fyrstu 11 mánuði ársins og er niðurstaðan nánast í samræmi við áætlun.
  Bókun fundar Afgreiðsla 281. fundar bæjarráðs staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 281. fundur - 18. desember 2012
  Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit Fjallabyggðar fyrstu 10 mánuði ársins og gefur niðurstaða til kynna mun betri niðurstöðu en áætlað var.
  Bókun fundar Afgreiðsla 281. fundar bæjarráðs staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 281. fundur - 18. desember 2012
  Lagt fram til kynningar erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis vegna frumvarps til laga um gatnagerðargjald (framlenging gjaldtökuheimildar), 290. mál.
  Bókun fundar Afgreiðsla 281. fundar bæjarráðs staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 281. fundur - 18. desember 2012
  Lagt fram til kynningar erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis vegna frumvarps til laga um tekjustofna sveitarfélaga (hlutverk Jöfnunarsjóðs), 291. mál.
  Bókun fundar Afgreiðsla 281. fundar bæjarráðs staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 281. fundur - 18. desember 2012
  Lagður fram til kynningar lóðarleigusamningur vegna Snorragötu 3 Siglufirði, ásamt viðauka.
  Bókun fundar Afgreiðsla 281. fundar bæjarráðs staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 281. fundur - 18. desember 2012
  Lögð fram til kynningar góð samantekt Guðjóns Bragasonar lögmanns Sambands ísl. sveitarfélaga.
  Bókun fundar Afgreiðsla 281. fundar bæjarráðs staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 281. fundur - 18. desember 2012
  Lagðar fram til kynningar fundargerðir samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 22. október og 7. nóvember 2012.
  Bókun fundar Afgreiðsla 281. fundar bæjarráðs staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 281. fundur - 18. desember 2012
  Lögð fram til kynningar fundargerð deildarstjóra frá 5. desember s.l.
  Bókun fundar Afgreiðsla 281. fundar bæjarráðs staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 282. fundur - 8. janúar 2013

Málsnúmer 1301001FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 282. fundur - 8. janúar 2013
  Deildarstjóri tæknideildar óskar eftir hækkun á fjárheimild vegna mikils snjómokstur á árinu 2012. Um er að ræða hækkun um 7 m.kr.
  Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að umbeðin fjárheimild verði samþykkt og viðauki við fjárhagsáætlun verði afgreiddur á næsta fundi bæjarstjórnar eins og lög gera ráð fyrir.
  Á móti sé áætlun fyrir skatttekjur hækkuð sem því nemur.
  Bókun fundar Afgreiðsla 282. fundar bæjarráðs staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 282. fundur - 8. janúar 2013
  Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að SkSiglo ehf verði rétthafi lénsins siglo.is.
  Bókun fundar Afgreiðsla 282. fundar bæjarráðs staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 282. fundur - 8. janúar 2013
  Tekið til afgreiðslu erindi sem var frestað á 281. fundi bæjarráðs.
  Þar óskar Björgunarsveitin Strákar eftir styrk til að fjármagna kaup á bíl fyrir sveitina.
  Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að styrkur að upphæð 1 m.kr. verði samþykktur, enda nái sveitin að fjármagna kaupin án lántöku.
  Bókun fundar Afgreiðsla 282. fundar bæjarráðs staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 282. fundur - 8. janúar 2013
  Landsamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sækir um styrk og stuðning við árlegt eldvarnarátak.
  Bæjarráð samþykkir 25 þúsund króna framlag.
  Bókun fundar Afgreiðsla 282. fundar bæjarráðs staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 282. fundur - 8. janúar 2013
  Lagðar fram lagabreytingar.
  1. Samþykktir um stjórn og fundarsköp gilda til 20.06.2012.
  2. Breyting á lögum um gatnagerðargjöld er frestað til 31.12.2015
  3. Breyting á skipulagslögum.
  Bókun fundar Afgreiðsla 282. fundar bæjarráðs staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 282. fundur - 8. janúar 2013
  Bæjarráð samþykkir að Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar verði þannig skipuð:
  1. S. Guðrún Hauksdóttir verður aðalmaður og Óskar Sigurbjörnsson varamaður.
  2. Magnús G. Ólafsson verður aðalmaður og varamaður hans Guðbjörn Arngrímsson.
  3. Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir verður aðalmaður og Hafþór Kolbeinsson varamaður.
  4. Ingvar Erlingsson verður aðalmaður og Óskar Þórðarson varamaður.
  5. Jónína Magnúsdóttir aðalmaður og Ríkey Sigurbjörnsdóttir varamaður.
  6. Áheyrnarfulltrúi minnihluta er Jón Tryggvi Jökulsson og Jakob Kárason varamaður.
  Bókun fundar <DIV>Til máls tóku Sólrún Júlíusdóttir, Sigurður Valur Ásbjarnarson og Ingvar Erlingsson er varðar grenndarkynningu fyrir byggingu Grunnskóla Fjallabyggðar á Siglufirði.</DIV><DIV>Afgreiðsla 282. fundar bæjarráðs staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 282. fundur - 8. janúar 2013
  Lagt fram rekstraryfirlit sveitarfélagsins fyrir janúar til 30. nóvember 2012.
  Fram kemur að tekjur bæjarfélagsins eru meiri en áætlun gerði ráð fyrir og að rekstur málaflokka sé viðunandi.
  Bókun fundar Afgreiðsla 282. fundar bæjarráðs staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 282. fundur - 8. janúar 2013
  Bæjarstjóri hefur veitt Jónínu Magnúsdóttu leyfi frá störfum fram í febrúar og mun Ríkey Sigurbjörnsdóttir leysa af þann tíma.
  Bókun fundar Afgreiðsla 282. fundar bæjarráðs staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 282. fundur - 8. janúar 2013
  Lögð fyrir bæjarráð drög að samningi við Nýherja um aðgang að ljósritun, prentun og skönnun á bæjarskrifstofum Fjallabyggðar.
  Bæjarráð samþykkir samning að teknu tilliti til þeirra athugasemda sem fram komu á fundinum.
  Bókun fundar Afgreiðsla 282. fundar bæjarráðs staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 282. fundur - 8. janúar 2013
  Fundargerð frá 18. desember 2012, lögð fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 282. fundar bæjarráðs staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 282. fundur - 8. janúar 2013
  Fundargerð 802. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 12. desember 2012, lögð fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 282. fundar bæjarráðs staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 282. fundur - 8. janúar 2013
  Fundargerð 236. fundar stjórnar Eyþings frá 21. nóvember 2012, lögð fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 282. fundar bæjarráðs staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 282. fundur - 8. janúar 2013
  Fundargerð 3. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 11. desember 2012, lögð fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 282. fundar bæjarráðs staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 282. fundur - 8. janúar 2013
  Eftirfarandi tillaga var lögð fram af Agli Rögnvaldssyni.

  "Allt fjárstreymi vegna framkvæmda á árinu 2013 fari í gengum Sparisjóð Siglufjarðar".

  Meirihluti bæjarráðs hafnar framkominni tillögu með tveimur atkvæðum gegn einu og bókar eftirfarandi:
  "Bæjarráð tók á sínum tíma þ.e. á 246. fundi 14. febrúar 2012 ákvörðun um að hafa innistæður Fjallabyggðar í fleiri en einni peningastofnun til að tryggja eðlilega áhættustýringu fjármagns. Vegna breytinga á lögum um innistæðutryggingar, 2011, sjá lög nr. 98 frá 1999.
  Bæjarráð vísar einnig í svar lögmanns Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 8. janúar 2012, þar sem bent er á að ákvæði 65. greinar sveitarstjórnarlaga styður fyrri samþykkt bæjarráðs."
  Bókun fundar Afgreiðsla 282. fundar bæjarráðs staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 282. fundur - 8. janúar 2013
  Meirihluti bæjarráðs leggur fram eftirfarandi tillögu:

  "Fundartími bæjarráðs verður haldinn á miðvikudögum kl. 16:00 á bæjarskrifstofunni í Ólafsfirði."
   
  Samþykkt með tveimur atkvæðum gegn atkvæði Egils Rögnvaldssonar.

  Egill Rögnvaldsson óskar að eftirfarandi sé bókað.
  "Bæjarráðsfundir eiga að vera haldnir í ráðhúsi Fjallbyggðar sem staðsett er á Siglufirði."
  Bókun fundar Afgreiðsla 282. fundar bæjarráðs staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 283. fundur 15. janúar 2013

Málsnúmer 1301002FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 283. fundur 15. janúar 2013
  Í erindi fræðslu- og menningarfulltrúa frá 7. janúar s.l. er lögð fram beiðni um yfirfærslu ónýttrar fjárheimildar frá 2012 vegna viðgerða á listaverkum í eigu Fjallabyggðar yfir á fjárhagsáætlun 2013.
  Bæjarráð samþykkir aukafjárveitingu að upphæð 1.000.000,- sem komi af óráðstöfuðum fjárhagslið í fjárhagsáætlun 2013.
  Bókun fundar <DIV>Breytingartillaga um að aukafjárveiting verði 600.000,- í stað 1.000.000,- samþykkt með 9 atkvæðum.<DIV>Afgreiðsla 283. fundar bæjarráðs svo breytt, staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 283. fundur 15. janúar 2013
  Á 60. fundi menningarnefndar var eftirfarandi bókað:
  "Auglýst hefur verið eftir forstöðumanni Bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar. Fjórar umsóknir bárust.
  Sigríður Halldóra Gunnarsdóttir var sú eina sem uppfyllti þær menntunar- og hæfniskröfur sem auglýst var eftir og leggur menningarnefnd til við bæjarráð að hún verði ráðin til starfsins."

  Bæjarstjóri lagði fram tölvupóst frá einum umsækjanda og eftir umræður og yfirferð þá var eftirfarandi fært til bókar.

  Bæjarráð samþykkir að ráða Sigríði Halldóru Gunnarsdóttur í starf forstöðumanns Bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar.
  Bókun fundar <DIV><DIV><DIV>Afgreiðsla 283. fundar bæjarráðs staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.<BR>Bæjarstjórn Fjallabyggðar býður nýráðinn forstöðumann velkomna til starfa.</DIV></DIV></DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 283. fundur 15. janúar 2013
  Eftirfarandi tillaga að fundartíma bæjarráðs var lögð fram af fulltrúum meirihluta.
  "Bæjarráð hefur gert ákveðnar breytingar á fundartíma sínum á kjörtímabilinu og í framhaldi af síðasta fundi þá hefur verið rætt um, innan meirihlutans, að breyta þeirri samþykkt með eftirfarandi hætti.
  Fundir bæjarráðs verði á þriðjudögum kl. 17.00, eins og var í upphafi kjörtímabilsins.
  Tveir fundir á Ólafsfirði og einn á Siglufirði.

  Lögð er áhersla á að það þarf að ná sátt um fundartíma í bæjarráði, til að bæjarfulltrúar geti sinnt sínum lögbundnu störfum, án þess að það rekist alvarlega á önnur verkefni eða skyldur þeirra.

  Á síðasta ári var þessu þannig háttað að fundir bæjarráðs voru á þriðjudögum kl. 16.00.
  Tveir fundir voru á Siglufirði og einn á Ólafsfirði."

  Tillaga samþykkt með 2 atkvæðum. 
  Egill Rögnvaldsson greiddi atkvæði á móti tillögunni.
  Bókun fundar <DIV>Til máls tók Sólrún Júlíusdóttir og lagði fram eftirfarandi tillögu frá minnihluta bæjarstjórnar.<BR>"Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkir að allir fundir bæjarstjórnar, bæjarráðs og nefnda verði haldnir í ráðhúsi Fjallabyggðar á Siglufirði.<BR>Tillaga felld með 6 atkvæðum gegn þremur atkvæðum Sólrúnar Júlíusdóttur, Egils Rögnvaldssonar og Guðmundar Gauta Sveinssonar.<BR></DIV><DIV>Tillaga 283. fundar bæjarráðs um að fundir bæjarráðs verði á þriðjudögum kl. 17.00, tveir fundir á Ólafsfirði og einn á Siglufirði, staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum gegn 3 atkvæðum Sólrúnar Júlíusdóttur, Egils Rögnvaldssonar og Guðmundar Gauta Sveinssonar.</DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 283. fundur 15. janúar 2013
  Vegna áforma Velferðarráðuneytisins um hugsanlegar breytingar á skipulagi heilbrigðisþjónustu við utanverðan Eyjafjörð, samþykkir bæjarráð að fela bæjarstjóra að taka upp viðræður við heilbrigðisráðherra um framtíðarskipulag heilbrigðisþjónustunnar við utanverðan Eyjafjörð, ásamt bæjarstjóra Dalvíkurbyggðar.
   
  Bókun fundar <DIV>Til máls tóku Egill Rögnvaldsson og Sigurður Valur Ásbjarnarson.<BR>Afgreiðsla 283. fundar bæjarráðs staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 283. fundur 15. janúar 2013
  Lagt fram til kynningar minnisblað frá Veðurstofu Íslands frá 12. desember 2012 fyrir Leyningsás ehf um framtíðaráform fyrir Skíðasvæðið í Skarðsdal með hliðsjón af snjóflóðahættu.  Einnig greinargerð Verkfræðistofu Siglufjarðar um athuganir, sem gerðar voru á möguleikum á að fullnægja öryggiskröfum á svæðinu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 283. fundar bæjarráðs staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 283. fundur 15. janúar 2013
  Lagt fram til kynningar upplýsingabréf til eigenda Flokkunar frá 21.12.2012.  
  Einnig minnisblað frá umhverfisfulltrúa Fjallabyggðar um sérmeðhöndlun sorps í sveitarfélaginu.

  Bæjarráð telur rétt að haldinn verði samráðsfundur á vegum Eyþings um stöðu fyrirtækisins og framtíð brennslu úrgangs.
  Bókun fundar Afgreiðsla 283. fundar bæjarráðs staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 283. fundur 15. janúar 2013
  Fundargerð frá 10. janúar 2013 lögð fram til kynningar.
  Bæjarráð samþykkir að vísa til umræðu í ungmennaráði minnispunktum sem fram koma í fundargerð um rýmisþörf félagsmiðstöðva.
  Bókun fundar Afgreiðsla 283. fundar bæjarráðs staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 283. fundur 15. janúar 2013
  Bæjarstjóri kynnti áform um yfirferð og varðveislu gamalla muna sem eru til geymslu í skólahúsnæðinu við Hlíðarveg á Siglufirði.
  Bókun fundar Afgreiðsla 283. fundar bæjarráðs staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

4.Ungmennaráð Fjallabyggðar - 5. fundur - 29. nóvember 2012

Málsnúmer 1211011FVakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar, Ingvar Erlingsson gerði grein fyrir fundargerð.
Jafnframt tók forseti sérstakalega til máls til að hvetja bæjarfulltrúa og nefndarfólk sveitarfélagsins að vísa málum sem heyra undir ráðið til umfjöllunar ungmennarráðs.

 • Ungmennaráð Fjallabyggðar - 5. fundur - 29. nóvember 2012
  Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti starf Ungmennaráðs Fjallabyggðar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar ungmennaráðs staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Ungmennaráð Fjallabyggðar - 5. fundur - 29. nóvember 2012
  Ungmennaráð Fjallabyggðar samþykkti kaup á 500 segulspjöldum með útivistarreglum. Merki Fjallabyggðar verður á spjaldinu og verður því dreift til allra nemenda Grunnskóla Fjallabyggðar. Kostnaður fer af lið ungmennaráðsins og er um eitt hundrað þúsund krónur.
  Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar ungmennaráðs staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

5.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 70. fundur - 19. desember 2012

Málsnúmer 1212005FVakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar, Ingvar Erlingsson gerði grein fyrir fundargerð.

 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 70. fundur - 19. desember 2012
  Lögð fram til kynningar drög að forvarnarstefnu Fjallabyggðar. Félagsmálanefnd fagnar framkomnum drögum og gerir ráð fyri að unnið verði markvisst eftir stefnunni.
  Bókun fundar Afgreiðsla 70. fundar félagsmálanefndar staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 70. fundur - 19. desember 2012

  Lagður fram undirskriftarlisti vegna ráðningar starfsmanns við félagsstarf aldraðra í Skálarhlíð. Undir þessum lið gerði félagsmálastjóri grein fyrir starfsmannahaldi Skálarhlíðar. Félagsmálanefnd leggur áherslu á að eldri borgurum standi til boða aðstaða og aðstoð vegna félagsstarfs í Skálarhlíð.

  Bókun fundar Afgreiðsla 70. fundar félagsmálanefndar staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 70. fundur - 19. desember 2012

  Kynnt sameiginleg tillaga samtaka aðila vinnumarkaðarins, ríkis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um átaksverkefni til stuðnings langtímaatvinnulausum. Meginmarkmið verkefnisins er að virkja atvinnuleitendur sem hafa fullnýtt eða munu að óbreyttu fullnýta rétt sinn innan atvinnuleysistryggingakerfisins til þátttöku að nýju á vinnumarkaði og koma í veg fyrir að langvarandi atvinnuleysi leiði til óvinnufærni.
  Félagsmálanefnd felur félagsmálastjóra að taka saman greinargerð um verkefnið eins og það snýr að Fjallabyggð og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

  Bókun fundar Afgreiðsla 70. fundar félagsmálanefndar staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 70. fundur - 19. desember 2012
  Erindi frá Blindrafélaginu þar sem vakin er athygli á leiðbeinandi reglum fyrir sveitarfélög um ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk.
  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 70. fundar félagsmálanefndar staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 70. fundur - 19. desember 2012
  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 70. fundar félagsmálanefndar staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 70. fundur - 19. desember 2012
  Lagðar fram til kynningar fundargerðir starfshóps um úthlutun leiguíbúða.
  Bókun fundar Afgreiðsla 70. fundar félagsmálanefndar staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 70. fundur - 19. desember 2012
  Erindi samþykkt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 70. fundar félagsmálanefndar staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 70. fundur - 19. desember 2012
  Erindi samþykkt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 70. fundar félagsmálanefndar staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 70. fundur - 19. desember 2012
  Erindi samþykkt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 70. fundar félagsmálanefndar staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 5.10 1105063 Fasteignasjóður
  Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 70. fundur - 19. desember 2012

  Lagður fram húsaleigusamningur vegna Lindargötu 2. Leigusali er Fasteignasjóður Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og leigutaki er Fjallabyggð. Samningurinn er tímabundinn til 30.06.2013.

  Bókun fundar Afgreiðsla 70. fundar félagsmálanefndar staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 70. fundur - 19. desember 2012

  Lagt fram til kynningar.

  Bókun fundar Afgreiðsla 70. fundar félagsmálanefndar staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 70. fundur - 19. desember 2012
  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 70. fundar félagsmálanefndar staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

6.Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 82. fundur - 7. janúar 2013

Málsnúmer 1212006FVakta málsnúmer

Formaður fræðslunefndar, S. Guðrún Hauksdóttir gerði grein fyrir fundargerð.
 • 6.1 1301016 Starfsmannamál í Leikskóla Fjallabyggðar í upphafi árs 2013
  Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 82. fundur - 7. janúar 2013
  Undir þessum lið sátu: Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar og Kristín M. H. Karlsdóttir aðstoðarskólastjóri.
   
  Auglýst hefur verið eftir leikskólakennurum í báðar starfsstöðvar. Enginn leikskólakennari hefur sótt um, en fjórar umsóknir hafa borist þar sem ófaglærðir óska eftir vinnu á Leikhólum og ein á Leikskálum. Guðlaugur Magnús Ingason hefur verið ráðinn tímabundið fram að sumarleyfi.
  Bókun fundar Afgreiðsla 82. fundar fræðslunefndar staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 6.2 1301015 Snjómokstur og hálkuvarnir á lóðum Leikskóla Fjallabyggðar
  Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 82. fundur - 7. janúar 2013
  Undir þessum lið sátu: Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar og Kristín M. H. Karlsdóttir aðstoðarskólastjóri.
   
  Mikill snjór og hálka hefur verið á leikskólalóðum. Skólastjórum er falið að leita lausnar í samvinnu við yfirmann tæknideildar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 82. fundar fræðslunefndar staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 6.3 1301011 Leyfi skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar
  Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 82. fundur - 7. janúar 2013
  Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar verður í leyfi a.m.k. fram í febrúar.
  Ríkey Sigurbjörnsdóttir aðstoðarskólastjóri mun leysa hana af þann tíma.  
  Bókun fundar Afgreiðsla 82. fundar fræðslunefndar staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 6.4 1301013 Varðveisla gamalla muna í skólahúsinu við Hlíðarveg
  Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 82. fundur - 7. janúar 2013
  Nokkuð er um gamla muni og dót í geymslu á háalofti í skólahúsnæðinu við Hlíðarveg. Taka þarf ákvörðun um hvert þessir munir eiga að fara, hvað skal varðveita og hvað ekki.
  Bókun fundar Afgreiðsla 82. fundar fræðslunefndar staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 6.5 1203038 Forvarnarstefna Fjallabyggðar
  Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 82. fundur - 7. janúar 2013
  Lögð hafa verið fram drög að forvarnarstefnu Fjallabyggðar og í kjölfarið verður unnin aðgerðaráætlun.
  Bókun fundar Afgreiðsla 82. fundar fræðslunefndar staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 6.6 1212052 Rekstraryfirlit 30. október 2012
  Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 82. fundur - 7. janúar 2013
  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 82. fundar fræðslunefndar staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 6.7 1301004 Rekstraryfirlit 30. nóvember 2012
  Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 82. fundur - 7. janúar 2013
  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 82. fundar fræðslunefndar staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

7.Menningarnefnd Fjallabyggðar - 60. fundur - 9. janúar 2013

Málsnúmer 1212007FVakta málsnúmer

Formaður menningarnefndar, Bjarkey Gunnarsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.
 • 7.1 1212022 Ráðning forstöðumanns Bóka-og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar
  Menningarnefnd Fjallabyggðar - 60. fundur - 9. janúar 2013
  Auglýst hefur verið eftir forstöðumanni Bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar. Fjórar umsóknir bárust. Sigríður Halldóra Gunnarsdóttir var sú eina sem uppfyllti þær menntunar- og hæfniskröfur sem auglýst var eftir og leggur menningarnefnd til við bæjarráð að hún verði ráðin til starfsins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 60. fundar menningarnefndar staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 7.2 1301012 Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2013
  Menningarnefnd Fjallabyggðar - 60. fundur - 9. janúar 2013
  Fjallabyggð hefur auglýst eftir umsóknum eða rökstuddum ábendingum um útnefningu á bæjarlistamanni Fjallabyggðar 2013.
   
  Menningarnefnd tilnefnir Þórarin Hannesson bæjarlistamann Fjallabyggðar 2013. Þórarinn Hannesson hefur komið mikið að lista- og menningarlífi í Fjallabyggð á undanförnum árum. Hann opnaði Ljóðasetur Íslands árið 2011, hefur sent frá sér þrjár ljóðabækur, séð árlega um framkvæmd og skipulag ljóðahátíðar, gefið út geisladiska með frumsömdu efni og hefti um siglfirskar gamansögur svo fátt eitt sé talið. 
   
   
  Bókun fundar Afgreiðsla 60. fundar menningarnefndar staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 7.3 1212018 Viðgerðir á listaverkum í eigu Fjallabyggðar
  Menningarnefnd Fjallabyggðar - 60. fundur - 9. janúar 2013
  Fyrsta áfanga vegna viðgerða og hreinsunar á listaverkum í eigu Fjallabyggðar er lokið. Hreinsuð voru olíuverk, gert við smáskemmdir og tekin mál af myndum sem þarf að setja í ný karton og gler. Næsti áfangi verður í mars / apríl 2013. Viðgerðarskýrslu verður skilað fljótlega. Kostnaður vegna þessa verkefnis var um 300.000 kr.
  Bókun fundar Afgreiðsla 60. fundar menningarnefndar staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 7.4 1212007 Málefni upplýsingamiðstöðva í Fjallabyggð
  Menningarnefnd Fjallabyggðar - 60. fundur - 9. janúar 2013
  Málefni upplýsingamiðstöðvar á Siglufirði rædd.
  Bókun fundar Afgreiðsla 60. fundar menningarnefndar staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 7.5 1301021 Beiðni um yfirfærslu fjármagns frá 2012
  Menningarnefnd Fjallabyggðar - 60. fundur - 9. janúar 2013
  Fræðslu- og menningarfulltrúi óskar eftir því að fjármagn á liðnum listaverk og listviðburðir, önnur sérfræðiþjónusta verði fært á milli ára, af 2012 yfir á 2013, þar sem ekki tókst að nýta allt það fjármagn sem fyrirhugað var árið 2012. Ástæður eru fyrst og fremst þær, að forvörður hafði ekki tök á að fara í verkið fyrr en í desember. Menningarnefnd hefur fengið staðfest að forvörður getur haldið áfram verkinu í mars / apríl. Gert var ráð fyrir 900.000 kr. til að gera við og hreinsa listaverk í eigu Fjallabyggðar og láta taka ljósmyndir af verkunum en aðeins hefur verið notað um 300.000 kr. á árinu af þeirri upphæð í þetta verkefni.
   
  Bókun fundar Afgreiðsla 60. fundar menningarnefndar staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 7.6 1211045 Rekstraryfirlit 30. september 2012
  Menningarnefnd Fjallabyggðar - 60. fundur - 9. janúar 2013
  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 60. fundar menningarnefndar staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 7.7 1212052 Rekstraryfirlit 30. október 2012
  Menningarnefnd Fjallabyggðar - 60. fundur - 9. janúar 2013
  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 60. fundar menningarnefndar staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 7.8 1301004 Rekstraryfirlit 30. nóvember 2012
  Menningarnefnd Fjallabyggðar - 60. fundur - 9. janúar 2013
  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 60. fundar menningarnefndar staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 7.9 1301034 Úthlutun menningarstyrkja Menningarráðs Eyþings 2013
  Menningarnefnd Fjallabyggðar - 60. fundur - 9. janúar 2013
  Menningarfulltrúi Menningarráðs Eyþings hefur óskað eftir að úthlutun fyrir 2013 fari fram í Fjallabyggð. Svæði Menningarráðsins er frá Þórshöfn á Langanesi til Fjallabyggðar.
  Fræðslu- og menningarfulltrúi hefur samþykkt beiðnina. Úthlutun menningarstyrkja fer fram í Menningarhúsinu Tjarnarborg í byrjun febrúar.
  Bókun fundar <DIV><DIV>Til máls tók Sigurður Valur Ásbjarnarson og upplýsti að úthlutunarfundur menningarstyrkja Menningarráðs Eyþings 2013 verði haldinn í Tjarnarborg 7. febrúar n.k. kl. 17.00.<BR>Afgreiðsla 60. fundar menningarnefndar staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV>

8.Viðauki við fjárhagsáætlun 2012

Málsnúmer 1203096Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkir með 9 atkvæðum, tillögu bæjarráðs frá 282. fundi, 8. janúar 2013, um viðauka við fjárhagsáætlun 2012 vegna mikils kostnaður við snjómokstur.
Um er að ræða 7 m.kr. hækkun.
Á móti sé áætlun fyrir skatttekjur hækkuð um sömu upphæð.

9.Nefndarbreytingar 2013

Málsnúmer 1301007Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkti með 9 atkvæðum ósk Halldóru Salbjargar Björgvinsdóttur, sem verið hefur í leyfi frá störfum bæjarstjórnar, um lausn frá störfum bæjarstjórnar til loka kjörtímabils.

Forseti bæjarstjórnar þakkaði Halldóru fyrir hennar störf í þágu sveitarfélagsins.

10.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 44

Málsnúmer 1211002FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 44
  Umhverfisfulltrúi og yfirhafnarvörður hafa unnið áætlun fyrir Fjallabyggðarhafnir og fóru þeir yfir áætlunina og samskipti sín við Umhverfisstofnun.
  Hafnarstjórn lýsir yfir ánægju með framkomna áætlun og ekki síður að hún sé nú til staðar.
  Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 44. fundar hafnarstjórnar staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 44
  Fyrir áramót voru lögð fram í hafnarstjórn drög að frumvarpi um breytingar á hafnalögum nr.61/2003. Hafnarstjóri átti fund með Siglingastofnun og ráðuneyti að beiðni hafnarstjórnar er varðar þessar tillögur. Þær tillögur að breytingum gætu haft mikla þýðingu fyrir endurbyggingu á hafnarbryggju. Hafnarstjóri gerði stjórn einnig grein fyrir töfum sem orðið hafa á afgreiðslu málsins á þingi, en ætlunin var að afgreiða málið fyrir áramót. Málið er hins vegar á dagskrá ríkisstjórnar á morgun, þ.e. þriðjudaginn 22.01.2013. Það verður síðan lagt fram sem stjórnarfrumvarp til umræðu á þingi eftir minniháttar breytingar. Það er skilningur formanns Hafnasambandsins að það sé ætlun ríkisstjórnar að ljúka málinu fyrir þinglok.
   
  Rétt er að minna á, að með breytingum á 14. gr. er lagt til að ákvæðum laganna um ríkisstyrktar hafnarframkvæmdir sé breytt í veigamiklum atriðum og þar með sé endurnýjun á hafnarbryggju styrkhæf um allt að 60%. Í framhaldinu verði það verkefni hafnarstjórnar að koma Hafnarbryggju í samgönguáætlun.
   
  Lagt fram til kynningar. 
  Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 44. fundar hafnarstjórnar staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 44
  Yfirhafnarvörður sagði frá viðræðum við framkvæmdarstjóra Köfunarþjónustunnar ehf.,  ósk hans um kynningu á viðgerðum og viðhaldi á bryggjuþiljum.
  Hafnarstjórn óskaði eftir umræðum og yfirferð á málinu miðvikudaginn 6. febrúar nk. á réttum fundartíma hafnarstjórnar.
   
  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 44. fundar hafnarstjórnar staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 44
  Farið var yfir rekstraryfirlit fyrir mánuðina janúar til og með nóvember. Niðurstaðan er betri en áætlun gerði ráð fyrir eða um 10 m.kr.
  Hafnarstjórn fagnar góðum rekstri.
  Hafnarstjórn telur rétt að færa til bókar ánægju með góða rekstrarafkomu hafnarsjóðs.
   
  Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 44. fundar hafnarstjórnar staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 44
  Lögð fram reglugerð, en markmið hennar er að draga úr tjóni eða koma í veg fyrir tjón vegna bráðamengunar eftir því sem kostur er.
  Hafnarstjóri bendir á 3. lið í fundargerð Hafnarsambands Íslands, en þar koma fram áhyggjur af kostnaði sem gæti lagst á hafnir við upptöku reglugerðar við bráðmengun hafna.
  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 44. fundar hafnarstjórnar staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 44
  Yfirhafnarvörður gerir grein fyrir stöðu mála.
  Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 44. fundar hafnarstjórnar staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 44
  Hafnarstjóri gerði grein fyrir breytingu á tillögu að áætlun ársins, frá síðasta fundi. Meirihluti bæjarstjórnar ákvað að framkvæmdafé yrði 12.5 m.kr. í stað 25 m.kr.
  Ástæðan er ákvörðun um að framkvæmdir ársins væru 235 m.kr. á árinu 2013. Ljóst er að fé til framkvæmda frá ríkinu eru af skornum skammti þetta árið og á þessari stundu er ekki séð hvort eða hvenær fjármagn fæst í endurbyggingu Hafnarbryggju, sem er afar brýnt verkefni að mati hafnarstjórnar.
  Á næsta fundi mun hafnarstjórn taka málið til frekari umræðu, þegar ljóst er hver niðurstaðan verður á þingi um lög nr.61/2003 með síðari breytingum. 
  Hafnarstjórn harmar aðferðarfræðina, er varðar ákvarðanatöku og snertir framkvæmdafé ársins 2013 sem og að það hafi dregist að boða til fundar um málið. Hafnarstjórn minnir á, að ætlunin var að auka frelsi nefnda á kjörtímabilinu.
  Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 44. fundar hafnarstjórnar staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 44
  Fundargerð 352. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands lögð fram til kynningar.
  Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 44. fundar hafnarstjórnar staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>

Fundi slitið - kl. 19:00.