Menningarnefnd Fjallabyggðar - 60. fundur - 9. janúar 2013

Málsnúmer 1212007F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 85. fundur - 23.01.2013

Formaður menningarnefndar, Bjarkey Gunnarsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.
  • .1 1212022 Ráðning forstöðumanns Bóka-og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 60. fundur - 9. janúar 2013
    Auglýst hefur verið eftir forstöðumanni Bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar. Fjórar umsóknir bárust. Sigríður Halldóra Gunnarsdóttir var sú eina sem uppfyllti þær menntunar- og hæfniskröfur sem auglýst var eftir og leggur menningarnefnd til við bæjarráð að hún verði ráðin til starfsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 60. fundar menningarnefndar staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .2 1301012 Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2013
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 60. fundur - 9. janúar 2013
    Fjallabyggð hefur auglýst eftir umsóknum eða rökstuddum ábendingum um útnefningu á bæjarlistamanni Fjallabyggðar 2013.
     
    Menningarnefnd tilnefnir Þórarin Hannesson bæjarlistamann Fjallabyggðar 2013. Þórarinn Hannesson hefur komið mikið að lista- og menningarlífi í Fjallabyggð á undanförnum árum. Hann opnaði Ljóðasetur Íslands árið 2011, hefur sent frá sér þrjár ljóðabækur, séð árlega um framkvæmd og skipulag ljóðahátíðar, gefið út geisladiska með frumsömdu efni og hefti um siglfirskar gamansögur svo fátt eitt sé talið. 
     
     
    Bókun fundar Afgreiðsla 60. fundar menningarnefndar staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .3 1212018 Viðgerðir á listaverkum í eigu Fjallabyggðar
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 60. fundur - 9. janúar 2013
    Fyrsta áfanga vegna viðgerða og hreinsunar á listaverkum í eigu Fjallabyggðar er lokið. Hreinsuð voru olíuverk, gert við smáskemmdir og tekin mál af myndum sem þarf að setja í ný karton og gler. Næsti áfangi verður í mars / apríl 2013. Viðgerðarskýrslu verður skilað fljótlega. Kostnaður vegna þessa verkefnis var um 300.000 kr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 60. fundar menningarnefndar staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .4 1212007 Málefni upplýsingamiðstöðva í Fjallabyggð
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 60. fundur - 9. janúar 2013
    Málefni upplýsingamiðstöðvar á Siglufirði rædd.
    Bókun fundar Afgreiðsla 60. fundar menningarnefndar staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .5 1301021 Beiðni um yfirfærslu fjármagns frá 2012
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 60. fundur - 9. janúar 2013
    Fræðslu- og menningarfulltrúi óskar eftir því að fjármagn á liðnum listaverk og listviðburðir, önnur sérfræðiþjónusta verði fært á milli ára, af 2012 yfir á 2013, þar sem ekki tókst að nýta allt það fjármagn sem fyrirhugað var árið 2012. Ástæður eru fyrst og fremst þær, að forvörður hafði ekki tök á að fara í verkið fyrr en í desember. Menningarnefnd hefur fengið staðfest að forvörður getur haldið áfram verkinu í mars / apríl. Gert var ráð fyrir 900.000 kr. til að gera við og hreinsa listaverk í eigu Fjallabyggðar og láta taka ljósmyndir af verkunum en aðeins hefur verið notað um 300.000 kr. á árinu af þeirri upphæð í þetta verkefni.
     
    Bókun fundar Afgreiðsla 60. fundar menningarnefndar staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .6 1211045 Rekstraryfirlit 30. september 2012
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 60. fundur - 9. janúar 2013
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 60. fundar menningarnefndar staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .7 1212052 Rekstraryfirlit 30. október 2012
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 60. fundur - 9. janúar 2013
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 60. fundar menningarnefndar staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .8 1301004 Rekstraryfirlit 30. nóvember 2012
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 60. fundur - 9. janúar 2013
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 60. fundar menningarnefndar staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .9 1301034 Úthlutun menningarstyrkja Menningarráðs Eyþings 2013
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 60. fundur - 9. janúar 2013
    Menningarfulltrúi Menningarráðs Eyþings hefur óskað eftir að úthlutun fyrir 2013 fari fram í Fjallabyggð. Svæði Menningarráðsins er frá Þórshöfn á Langanesi til Fjallabyggðar.
    Fræðslu- og menningarfulltrúi hefur samþykkt beiðnina. Úthlutun menningarstyrkja fer fram í Menningarhúsinu Tjarnarborg í byrjun febrúar.
    Bókun fundar <DIV><DIV>Til máls tók Sigurður Valur Ásbjarnarson og upplýsti að úthlutunarfundur menningarstyrkja Menningarráðs Eyþings 2013 verði haldinn í Tjarnarborg 7. febrúar n.k. kl. 17.00.<BR>Afgreiðsla 60. fundar menningarnefndar staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV>