Bæjarráð Fjallabyggðar

281. fundur 18. desember 2012 kl. 16:00 - 18:00 í Ráðhúsinu Gránugötu 24 Siglufirði
Nefndarmenn
  • Þorbjörn Sigurðsson formaður
  • Helga Helgadóttir aðalmaður
  • Egill Rögnvaldsson aðalmaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga janúar - október 2012

Málsnúmer 1212021Vakta málsnúmer

Lagður fram hreyfingarlisti yfir greiðslur frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga frá janúar til og með október 2012.

Heildargreiðslur til Fjallabyggðar á umræddu tímabili eru 233.477.142.-.
Lagt fram til yfirferðar og umræðu.

2.Ráðstefna og kvöldverður í boði LEX 11.janúar 2013

Málsnúmer 1212026Vakta málsnúmer

Þann 11. janúar 2013 boðar LEX Lögmannsstofa til ráðstefnu á sviði skipulags- og starfsmannaréttar á Icelandair hótelinu á Akureyri.

Bæjarráð telur rétt að tilkynna þátttöku bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar.

3.Styrkbeiðni vegna bílakaupa

Málsnúmer 1212015Vakta málsnúmer

Björgunarsveitin Strákar óskar eftir styrk til að fjármagna kaup á bíl fyrir sveitina. Áætlaður kostnaður er um 6 m.kr.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.

4.Búskapur og búseta í Ólafsfirði

Málsnúmer 1212039Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Sveinbirni Þ. Sveinbjörnssyni dags. 8.12.2012.

Undir þessum dagskrárlið kom á fund bæjarráðs Ingi Vignir Gunnlaugsson búfjáreftirlitsmaður.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að svara bréfritara bréf í samræmi við fyrri ákvarðanir bæjarstjórnar sem og svara framkomnum spurningum bréfritara.

5.Átak í afþreyingar- og umhverfismálum í Siglufirði

Málsnúmer 1106092Vakta málsnúmer

Þann 28. apríl 2012 var undirritað samkomulag milli Fjallabyggðar annars vegar og Rauðku ehf. hins vegar um víðtækar framkvæmdir til eflingar ferðaþjónustu í byggðarlaginu. Í samkomulaginu er ákvæði um lausn ágreiningsefna. Á grundvelli samkomulagsins eru lagðar fram málsmeðferðarreglur og tilnefnir bæjarráð tvo fulltrúa til að leysa fram kominn ágreining.

 

Bæjarráð tilnefnir Ólaf H. Marteinsson og Ingvar Erlingsson.

6.Viðhald verndaráætlunar fyrir Ólafsfjarðarhöfn

Málsnúmer 1212053Vakta málsnúmer

Lögð fram til tillaga um hvort viðhalda eigi verndaráætlun fyrir Ólafsfjarðarhöfn.

Tillaga:
"Sveitarfélagið Fjallabyggð sem rekur hafnir Fjallabyggðar hefur ákveðið að viðhalda ekki verndaráætlun vegna siglingaverndar fyrir Ólafsfjarðarhöfn sem hefur verið í gildi. Óskað er eftir því við Siglingastofnun að Ólafsfjarðarhöfn verði tekin út af lista Alþjóða siglingamálastofnunarinnar (IMO) yfir vottaðar hafnir með tilliti til siglingaverndar."

 

Bæjarráð samþykkir framkomna tillögu, enda fái höfnin undanþágur eins og verið hefur, ef þörf krefur.

7.7 manna nefnd o.fl. - tillögur

Málsnúmer 1212054Vakta málsnúmer

Lagðar voru fram fundargerðir þriggja funda sem niðurstöður 7 manna nefndar Eyþings um stjórnskipulag þess.
Bæjarstóri fór yfir framkomnar tillögur.

Bæjarráð samþykkir að stjórn Eyþings sé skipuð 5 fulltrúum og að fulltrúaráð innan Eyþings sé skipað 20 fulltrúum.
Fulltrúar Fjallabyggðar verði Bjarkey Gunnarsdóttir og Ingvar Erlingsson.

8.Bréf Samkeppniseftirlitsins til sveitarfélagsins, dags. 29. nóvember 2012

Málsnúmer 1212005Vakta málsnúmer

Lögð fram bréf Samkeppniseftirlitsins um:

1. Kvörtun vegna útleigu á húsnæði í eigu ríkisins frá 25. september 2012.

2. Gæta skal að samkeppnissjónarmiðum við útleigu og sölu á húsnæði á vegum hins opinbera, frá 25. september 2012.

3. Kynning á tilmælum til sveitarfélaga frá 29. nóvember 2012.

9.Fundargerð stjórnar Leyningsáss ses. frá 26. nóvember 2012

Málsnúmer 1212009Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð stjórnar Leyningsáss ses.

10.Launayfirlit janúar - nóvember 2012

Málsnúmer 1212050Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar launayfirlit Fjallabyggðar fyrstu 11 mánuði ársins og er niðurstaðan nánast í samræmi við áætlun.

11.Rekstraryfirlit 31. október 2012

Málsnúmer 1212052Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit Fjallabyggðar fyrstu 10 mánuði ársins og gefur niðurstaða til kynna mun betri niðurstöðu en áætlað var.

12.Til umsagnar - frumvarp til laga um gatnagerðargjald (framlenging gjaldtökuheimildar), 290. mál

Málsnúmer 1212031Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis vegna frumvarps til laga um gatnagerðargjald (framlenging gjaldtökuheimildar), 290. mál.

13.Til umsagnar - frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (hlutverk Jöfnunarsjóðs), 291. mál.

Málsnúmer 1212032Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis vegna frumvarps til laga um tekjustofna sveitarfélaga (hlutverk Jöfnunarsjóðs), 291. mál.

14.Tillögur að lóðarstærð og staðsetningu og umsókn um leyfi til hótelbyggingar við Snorragötu

Málsnúmer 1207064Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar lóðarleigusamningur vegna Snorragötu 3 Siglufirði, ásamt viðauka.

15.Umsögn um drög að frv. til laga um almenningssamgöngur (drög)

Málsnúmer 1212040Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar góð samantekt Guðjóns Bragasonar lögmanns Sambands ísl. sveitarfélaga.

16.Fundargerðir samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 22. október og 7. nóvember 2012

Málsnúmer 1212041Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 22. október og 7. nóvember 2012.

17.Fundir deildarstjóra Fjallabyggðar 2012

Málsnúmer 1201046Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð deildarstjóra frá 5. desember s.l.

Fundi slitið - kl. 18:00.