Bæjarráð Fjallabyggðar - 283. fundur 15. janúar 2013

Málsnúmer 1301002F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 85. fundur - 23.01.2013

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 283. fundur 15. janúar 2013
  Í erindi fræðslu- og menningarfulltrúa frá 7. janúar s.l. er lögð fram beiðni um yfirfærslu ónýttrar fjárheimildar frá 2012 vegna viðgerða á listaverkum í eigu Fjallabyggðar yfir á fjárhagsáætlun 2013.
  Bæjarráð samþykkir aukafjárveitingu að upphæð 1.000.000,- sem komi af óráðstöfuðum fjárhagslið í fjárhagsáætlun 2013.
  Bókun fundar <DIV>Breytingartillaga um að aukafjárveiting verði 600.000,- í stað 1.000.000,- samþykkt með 9 atkvæðum.<DIV>Afgreiðsla 283. fundar bæjarráðs svo breytt, staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 283. fundur 15. janúar 2013
  Á 60. fundi menningarnefndar var eftirfarandi bókað:
  "Auglýst hefur verið eftir forstöðumanni Bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar. Fjórar umsóknir bárust.
  Sigríður Halldóra Gunnarsdóttir var sú eina sem uppfyllti þær menntunar- og hæfniskröfur sem auglýst var eftir og leggur menningarnefnd til við bæjarráð að hún verði ráðin til starfsins."

  Bæjarstjóri lagði fram tölvupóst frá einum umsækjanda og eftir umræður og yfirferð þá var eftirfarandi fært til bókar.

  Bæjarráð samþykkir að ráða Sigríði Halldóru Gunnarsdóttur í starf forstöðumanns Bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar.
  Bókun fundar <DIV><DIV><DIV>Afgreiðsla 283. fundar bæjarráðs staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.<BR>Bæjarstjórn Fjallabyggðar býður nýráðinn forstöðumann velkomna til starfa.</DIV></DIV></DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 283. fundur 15. janúar 2013
  Eftirfarandi tillaga að fundartíma bæjarráðs var lögð fram af fulltrúum meirihluta.
  "Bæjarráð hefur gert ákveðnar breytingar á fundartíma sínum á kjörtímabilinu og í framhaldi af síðasta fundi þá hefur verið rætt um, innan meirihlutans, að breyta þeirri samþykkt með eftirfarandi hætti.
  Fundir bæjarráðs verði á þriðjudögum kl. 17.00, eins og var í upphafi kjörtímabilsins.
  Tveir fundir á Ólafsfirði og einn á Siglufirði.

  Lögð er áhersla á að það þarf að ná sátt um fundartíma í bæjarráði, til að bæjarfulltrúar geti sinnt sínum lögbundnu störfum, án þess að það rekist alvarlega á önnur verkefni eða skyldur þeirra.

  Á síðasta ári var þessu þannig háttað að fundir bæjarráðs voru á þriðjudögum kl. 16.00.
  Tveir fundir voru á Siglufirði og einn á Ólafsfirði."

  Tillaga samþykkt með 2 atkvæðum. 
  Egill Rögnvaldsson greiddi atkvæði á móti tillögunni.
  Bókun fundar <DIV>Til máls tók Sólrún Júlíusdóttir og lagði fram eftirfarandi tillögu frá minnihluta bæjarstjórnar.<BR>"Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkir að allir fundir bæjarstjórnar, bæjarráðs og nefnda verði haldnir í ráðhúsi Fjallabyggðar á Siglufirði.<BR>Tillaga felld með 6 atkvæðum gegn þremur atkvæðum Sólrúnar Júlíusdóttur, Egils Rögnvaldssonar og Guðmundar Gauta Sveinssonar.<BR></DIV><DIV>Tillaga 283. fundar bæjarráðs um að fundir bæjarráðs verði á þriðjudögum kl. 17.00, tveir fundir á Ólafsfirði og einn á Siglufirði, staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum gegn 3 atkvæðum Sólrúnar Júlíusdóttur, Egils Rögnvaldssonar og Guðmundar Gauta Sveinssonar.</DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 283. fundur 15. janúar 2013
  Vegna áforma Velferðarráðuneytisins um hugsanlegar breytingar á skipulagi heilbrigðisþjónustu við utanverðan Eyjafjörð, samþykkir bæjarráð að fela bæjarstjóra að taka upp viðræður við heilbrigðisráðherra um framtíðarskipulag heilbrigðisþjónustunnar við utanverðan Eyjafjörð, ásamt bæjarstjóra Dalvíkurbyggðar.
   
  Bókun fundar <DIV>Til máls tóku Egill Rögnvaldsson og Sigurður Valur Ásbjarnarson.<BR>Afgreiðsla 283. fundar bæjarráðs staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 283. fundur 15. janúar 2013
  Lagt fram til kynningar minnisblað frá Veðurstofu Íslands frá 12. desember 2012 fyrir Leyningsás ehf um framtíðaráform fyrir Skíðasvæðið í Skarðsdal með hliðsjón af snjóflóðahættu.  Einnig greinargerð Verkfræðistofu Siglufjarðar um athuganir, sem gerðar voru á möguleikum á að fullnægja öryggiskröfum á svæðinu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 283. fundar bæjarráðs staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 283. fundur 15. janúar 2013
  Lagt fram til kynningar upplýsingabréf til eigenda Flokkunar frá 21.12.2012.  
  Einnig minnisblað frá umhverfisfulltrúa Fjallabyggðar um sérmeðhöndlun sorps í sveitarfélaginu.

  Bæjarráð telur rétt að haldinn verði samráðsfundur á vegum Eyþings um stöðu fyrirtækisins og framtíð brennslu úrgangs.
  Bókun fundar Afgreiðsla 283. fundar bæjarráðs staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 283. fundur 15. janúar 2013
  Fundargerð frá 10. janúar 2013 lögð fram til kynningar.
  Bæjarráð samþykkir að vísa til umræðu í ungmennaráði minnispunktum sem fram koma í fundargerð um rýmisþörf félagsmiðstöðva.
  Bókun fundar Afgreiðsla 283. fundar bæjarráðs staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 283. fundur 15. janúar 2013
  Bæjarstjóri kynnti áform um yfirferð og varðveislu gamalla muna sem eru til geymslu í skólahúsnæðinu við Hlíðarveg á Siglufirði.
  Bókun fundar Afgreiðsla 283. fundar bæjarráðs staðfest á 85. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.