Bæjarstjórn Fjallabyggðar

72. fundur 11. janúar 2012 kl. 17:00 - 19:00 í ráðhúsinu á Siglufirði
Nefndarmenn
 • Þorbjörn Sigurðsson 1. varaforseti
 • Egill Rögnvaldsson 2. varaforseti
 • Ingvar Erlingsson Forseti
 • Helga Helgadóttir bæjarfulltrúi
 • Sólrún Júlíusdóttir bæjarfulltrúi
 • S. Guðrún Hauksdóttir bæjarfulltrúi
 • Ólafur Helgi Marteinsson bæjarfulltrúi
 • Sigurður Hlöðversson varabæjarfulltrúi
 • Guðmundur Gauti Sveinsson varabæjarfulltrúi
 • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
 • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 241. fundur - 20. desember 2011

Málsnúmer 1112012FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 241
  Bæjarstjóri, sem jafnframt er formaður nefndar á vegum Eyþings, lagði fram upplýsingar um stöðu mála og niðurstöður stjórnar Eyþings er varðar verkefnið.
  Lögð voru fram eftirtalin gögn.
  1. Frá VSÓ um framtíðartækifæri almenningssamgangna á svæði Eyþings.
  2. Samningur um kostnaðarskiptingu vegna rekstrar almenningssamgangna milli Reykjavíkur og Akureyrar.
  3. Minnisblað frá VSÓ frá 09.12.2011.
  4. Samningur aðildarsveitarfélaga Eyþings um kostnaðarskiptingu vegna samgangna.
  Á fundi Eyþings föstudaginn 16.12.2011 var samþykkt tillaga bæjarstjóra Fjallabyggðar um að Eyþing tæki við verkefninu frá og með næstu áramótum af Vegagerð ríkisins.
  Sú tillaga var samþykkt einróma.
  Gert er ráð fyrir að samræma allt áætlunarkerfið á Norðurlandi þannig, að t.d. verða ferðir frá Siglufirði þrisvar á dag alla daga vikunnar og ein á sunnudögum.
  Það er markmið undirbúningsnefndar að vinna hratt í málinu eftir áramótin, þannig að ný áætlun geti tekið sem fyrst gildi á nýju ári.
  Lagt fram til kynningar og er bæjarstjóra veitt umboð til að ljúka málinu f.h. Fjallabyggðar.
  Bókun fundar <DIV>Til máls tók Sigurður Hlöðvesson.<BR>Afgreiðsla 241. fundar bæjarráðs staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 241
  Sýslumaðurinn á Siglufirði óskar eftir umsögn bæjarráðs er varðar lengdan opnunartíma á skemmtistaðnum Allanum á Siglufirði, aðfararnótt 27. desember, vegna dansleiks til kl. 03.00 í staðinn fyrir 01.00 á virkum dögum. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að staðurinn verði opinn til kl. 03.00 þennan umrædda dag, enda hafi lögreglan ekkert við það að athuga.
  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Afgreiðsla 241. fundar bæjarráðs staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 241
  Tæknideild bæjarfélagsins hefur nú yfirfarið og lagt fyrir bæjarráð samþykktir fyrir kattahald í Fjallabyggð. Reglurnar voru samþykktar í umhverfis - og skipulagsnefnd 15.12.2011.
  Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykktin verði staðfest og taki gildi frá og með 1. febrúar 2012.
  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Afgreiðsla 241. fundar bæjarráðs staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 1.9 1112062 Trúnaðarmál
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 241
  Bókun fundar Afgreiðsla 241. fundar bæjarráðs staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 241
  Lagðar fram upplýsingar um aukaframlag úr Jöfnunarsjóði og vakin er athygli á ákvæði í 3.mgr. 1. gr. reglnanna sem kveður á nauðsyn þess að fyrir 23. desember beri að skila ráðuneytinu greinargerð um ráðstöfun framlagsins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 241. fundar bæjarráðs staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 241
  Farið yfir akstur um jól og áramót og áherslu í akstri fram til vorsins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 241. fundar bæjarráðs staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 241
  Upplýsingar lagðar fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 241. fundar bæjarráðs staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 241
  Fundagerðir lagðar fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 241. fundar bæjarráðs staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 241
  Staða mála yfirfarin og áherslur skýrðar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 241. fundar bæjarráðs staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 242. fundur - 10. janúar 2012

Málsnúmer 1201002FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 242. fundur - 10. janúar 2012

  Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur úthlutað Fjallabyggð byggðakvóta fiskveiðiárið 2011/2012. Í bréfi þeirra dags. 21.12.2011 kemur fram að Siglufirði er úthlutað 197 þorskígildistonnum en Ólafsfirði 58 tonnum.

  Athygli er vakin á breytingum á nokkrum greinum reglugerðarinnar til byggðarlaga.

  Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að reglur ráðuneytisins verði samþykktar með áorðnum breytingum en þær eru í samræmi og takti við áherslur Fjallabyggðar frá árinu 2010/2011.

  Bókun fundar <DIV>Ólafur H. Marteinsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.<BR>Til máls tók Sigurður Valur Ásbjarnarson.</DIV><DIV>Afgreiðsla 242. fundar bæjarráðs staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 242. fundur - 10. janúar 2012

  Sýslumaðurinn á Siglufirði óskar umsagnar um rekstrarleyfi frá Sigurjóni Bjarnasyni f.h. Olíuverslunar Íslands h.f. Um er að ræða rekstrarleyfi á grundvelli 11.gr. laga nr.85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, skv. 1.flokki 4.gr. laganna. Um er að ræða veitingastofu og greiðasölu án áfengisveitinga.

  Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að umrætt leyfi verði veitt og samþykkir opnunartíma til kl. 23.30 alla daga vikunnar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 242. fundar bæjarráðs staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 242. fundur - 10. janúar 2012

  Samningur Fjölís og sveitarfélagsins um notkun á höfundaréttarvörðu efni rann út á árinu. Þar sem Fjölís gætir hagsmuna þeirra félaga sem fara með höfundarrétt vill félagið bjóða sveitarfélaginu framlengingu á óbreyttum samningi til 1. júlí 2012.

  Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að slíkur samningur verði samþykktur og undirritaður af  bæjarstjóra fyrir hönd Fjallabyggðar.

  Bókun fundar Afgreiðsla 242. fundar bæjarráðs staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 242. fundur - 10. janúar 2012
  Lagður fram undirritaður samstarfssamningur um rekstur Almannavarnarnefndar, en samningurinn var undirritaður 21.desember s.l. og tók gildi frá og með undirritun.
  Bókun fundar Afgreiðsla 242. fundar bæjarráðs staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 242. fundur - 10. janúar 2012

  Bæjarráð óskaði eftir skoðun Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar á rekstri félagsins fyrir áramót til að tryggja áframhaldandi rekstur og þar með atvinnu fyrir starfsmenn þess.

  Verkefninu er nú lokið af þeirra hálfu og er nú málið í frekari vinnslu hjá eigendum í samræmi við sameiginlega niðurstöðu á stöðu fyrirtækisins.

  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 242. fundar bæjarráðs staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 242. fundur - 10. janúar 2012

  Skrifstofu- og fjármálastjóri lagði fram launayfirlit fyrir árið 2011. Gerði hann grein fyrir helstu frávikum frá áætlun ársins.
  Niðurstaða launayfirlits er 101.5% eða um 12.7 m.kr. umfram áætlun.

  Bókun fundar Afgreiðsla 242. fundar bæjarráðs staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 242. fundur - 10. janúar 2012

  Bláfánaverkefnið hófst á árinu 2003 og hafa nú sex staðir flaggað fánanum hingað til og er frestur til að sækja um Bláfánann fyrir árið 2012 til 25. febrúar n.k.  
  Fáninn er til marks um aukna umhverfisvitund og þar með kröfu um vistvæna starfshætti.

   

  Bæjarráð vísar umræddri könnun sem er á vegum Landverndar til afgreiðslu hafnarstjórnar.

  Bókun fundar <DIV>Til máls tók Sigurður Hlöðvesson.<BR>Afgreiðsla 242. fundar bæjarráðs staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 242. fundur - 10. janúar 2012

  Arnar Ómarsson, listamaður boðaði til fundar 28. desember sl. og á fundinn mætti f.h. bæjarfélagsins umhverfisfulltrúi Fjallabyggðar. Ætlunin er að standa fyrir alþjóðlegu samsarfsverkefni skapandi fólks á Siglufirði næsta sumar.

  Ætlunin er að þetta verkefni verði árlegt og muni þróast í samráði við bæjarbúa og bæjaryfirvöld.

   

  Bæjarráð fagnar hugmyndinni og er umhverfisfulltrúa falið að halda utan um verkefnið fyrir bæjarfélagið. Fjárstuðningur sveitarfélagsins við verkefnið verður óverulegur.
  Bókun fundar <DIV>Til máls tók Sigurður Hlöðvesson.<BR>Afgreiðsla 242. fundar bæjarráðs staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 242. fundur - 10. janúar 2012

  Lagðar fram til kynningar niðurstöður á efnagreiningu á neysluvatnssýnum skv. heildarúttekt reglugerðar nr. 536/2001 og voru sýnin send til ALS Scandinavia AB í Svíðjóð til mælinga.

   

  Niðurstaðan liggur nú fyrir og staðfest að vatnið í Ólafsfirði og á Siglufirði stenst gæðakröfur skv. reglugerð nr. 536/2001.

  Bókun fundar Afgreiðsla 242. fundar bæjarráðs staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 242. fundur - 10. janúar 2012

  Fundargerð lögð fram til kynningar.

  Í fundargerðinni kemur fram að Norlandia í Ólafsfirði hefur fengið starfsleyfi til bráðabirgða til 1.06.2012.
  Lögð er áhersla á að fyrirtækið skili inn greinargerð fyrir 2.05.2012 um virkni nýs hreinsibúnaðar og aðrar aðgerðir til að stemma við lyktarmengun eins og það er orðað í bókun nefndarinnar.

  Bókun fundar <DIV><DIV>Til máls tók Sigurður Hlöðvesson.<BR>Afgreiðsla 242. fundar bæjarráðs staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 242. fundur - 10. janúar 2012

  Fundargerð lögð fram til kynningar.

  Bókun fundar Afgreiðsla 242. fundar bæjarráðs staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 242. fundur - 10. janúar 2012

  Lagt fram til kynningar.

  Bókun fundar Afgreiðsla 242. fundar bæjarráðs staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 242. fundur - 10. janúar 2012

  Egill Rögnvaldsson vék af fundi við umfjöllun þessa dagskrárliðar.
  Bæjarráð telur brýnt að viðræðum og samningum milli aðila verði lokið sem fyrst með heildstæðum samningi sbr. erindi Rauðku ehf. og tengdra aðila frá 21. júní 2011.

  Að öðru leyti vísar bæjarráð til fyrri bókana í skipulags- og umhverfisnefnd sem og í bæjarráði og er lögð áhersla á bókun frá 28. júní 2011.

  Rétt er einnig að minna á áherslur og afgreiðslu bæjarstjórnar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012-2015.

  Bókun fundar <DIV>Egill Rögnvaldsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.<BR>Til máls tók Sigurður Hlöðvesson.<BR>Afgreiðsla 242. fundar bæjarráðs staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>

3.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 60. fundur - 15. desember 2011

Málsnúmer 1112005FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
 • 3.1 1105063 Fasteignasjóður
  Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 60. fundur - 15. desember 2011
  Félagsmálastjóri lagði fram minnisblað varðandi kaup eða leigu á fasteigninni að Lindargötu 2, heimili fatlaðra. Fasteignasjóður Jöfnunarsjóðs sveitarfélag sem fer með umráð yfir fasteigninni hefur lagt fram verðmat á fasteigninni og er bæjarfélaginu boðin eignin til kaups á matsverði. Bæjarráð fjallaði um málið á fundi sínum þann 13.12. síðast liðinn og bókaði m.a. að fela félagsmálastjóra að kanna hvort hægt sé að kaupa fasteignina á hagstæðari kjörum, að öðrum kosti verði húsnæðið leigt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 60. fundar félagsmálanefndar staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 60. fundur - 15. desember 2011
  Samþykkt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 60. fundar félagsmálanefndar staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 60. fundur - 15. desember 2011
  Samþykkt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 60. fundar félagsmálanefndar staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 60. fundur - 15. desember 2011
  Samþykkt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 60. fundar félagsmálanefndar staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 60. fundur - 15. desember 2011
  Samþykkt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 60. fundar félagsmálanefndar staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 60. fundur - 15. desember 2011
  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 60. fundar félagsmálanefndar staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

4.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 127. fundur - 15. desember 2011

Málsnúmer 1112007FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 127
  Vegna umsóknar um breytt rekstrarleyfi fyrir Billann ehf. óskar sýslumaðurinn á Siglufirði eftir staðfestingu frá byggingafulltrúa, með vísan í 10. gr. laga nr. 85/2007, um að starfssemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála sem og að lokaúttekt hafi farið fram á húsnæðinu.
  Nefndin óskar eftir að byggingarfulltrúi geri úttekt á húsnæðinu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 127. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 127
  Skipulagsstofnun hefur yfirfarið gögn um deiliskipulag fyrir hesthús, hestaíþróttir og frístundabúskap, Siglufirði og getur ekki tekið afstöðu til þess fyrr en skýrt hefur verið hvernig tekið hefur verið mið af hættmati sem fyrir liggur hjá Veðurstofunni dags. 8. apríl 2008, og umsögn heilbrigðiseftirlits um fráveitur og fyrirkomulag taðþróa. Jafnframt þarf að gera betur grein fyrir og setja skilmála um eftir atvikum: Vatnsveitu og rafveitu. Frágang stíga og gatna, og breidd stíga. Landmótun og frágangi á æfinga- og keppnissvæði, þ.e. ef um nýframkvæmd er að ræða. Lóðarstærðir. Hvort nýta megi ris, eins og algengt er á hesthúsasvæðum, þótt ákvæði sé um að húsin séum á einni hæð. Yfirfara að tákn í skýringum passi við línugerð á uppdrætti. Þar sem gert er ráð fyrir fjölmörgum framkvæmdum utan lóða, s.s. bílastæðum, kerrustæðum, vallarhúsi ofl. er mikilvægt að skýra hvort um sameiginleg eða sameiginlegt svæði sé að ræða og þá hver mörk þeirra eða þess eru.
  Nefndin leggur til að hesthús nr. 5 og 6 á teikningu verði tekin út þar sem þau eru inn á hættusvæði B. jafnframt verði fjárhús nr. 2, 4 og 6 tekin út og reiturinn skilgreindur sem beitarhólf. Tæknideild er falið að fylgja öðrum athugasemdum eftir. 
  Bókun fundar <DIV>Til máls tók Sigurður Hlöðvesson.</DIV><DIV>Afgreiðsla 127. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 127
  Deiliskipulag fyrir Hóls- og Skarðsdal var auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, frá 21. október til og með 1. desember sl.  Deiliskipulagsvæðið er u.þ.b. 773 ha að stærð og tekur yfir dalbotn Hólsdals og hliðardalinn Skarðsdal.  Þar er skipulagt útivistarsvæði með skíðasvæði, golfvelli, skógrækt, knattspyrnusvæði, tjaldsvæði, frístunahúsum, þjónustureit o.fl.  Forsendur skipulagsins er m.a. tillaga að snjóflóðahættumati fyrir svæðið sem er í kynningu.
  Á auglýsingartíma bárust 1 athugasemd og ein athugsemd barst eftir auglýstan athugsemdarfrest.
  Frá hestamannafélaginu Glæsi.
  Athugasemdir vegna tillögu að útivistarsvæði í Hóls- og Skarðsdal Siglufirði.
  * Hestamannafélagið Glæsir á reiðveginn í Hólsdal og samþykkir ekki breytta nýtingu á honum.
  * Það gengur ekki upp að golfkúlur séu slegnar yfir reiðveg.
  * Golfklúbburinn hefur gert athugasemdir ef riðið hefur verið á gömlum slóðum í nálægð golfvallar austan Hólsár sbr. myndskreitt skammarbréf - undarlegt er að þessi sambúð eigi að ganga betur vestan ár.
  * Við höfnum því að tekin séu af beitarhólf.
  Tæknideild falið að koma með svör við athugasemdum og leiðrétta skipulag. 
  Bókun fundar <DIV>Til máls tók Sigurður Hlöðvesson.</DIV><DIV>Afgreiðsla 127. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 127
  Borist hafa athugasemdir íbúa við Bylgjubyggð 1 - 11 vegna deiliskipulags "Hornbrekkubót, verslunar- og þjónustusvæði, Ólafsfjarðarvatni". Gerð er athugasemd við mörk deiliskipulagstillögu og heimkeyrslu við raðhúsið Bylgjubyggð 1 - 11. Óskað er eftir að skipulagsmörk við raðhús færist að vesturstafni spennistöðvarhúss RR. 
  Nefndin samþykkir erindið og felur tæknideild að senda tillöguna til staðfestingar hjá Skipulagsstofnun.
  Bókun fundar <DIV>Til máls tók Sigurður Hlöðvesson.</DIV><DIV>Afgreiðsla 127. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 127
  Skipulags- og umhverfisnefnd gerir að tillögu sinni að samþykktur verði meðfylgjandi lóðaleigusamningur við hestamannafélagið Gnýfara vegna 9021 m2 byggingarlóðar við Kleifarveg í Ólafsfirði, lóðin telst nr. 19 við þá götu.
  Nefndin samþykkir erindið.
   
  Bókun fundar Afgreiðsla 127. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 127
  Óskað er eftir að skipulags- og umhverfisnefnd taki afstöðu um gjaldskrá fyrir kattahald í Fjallabyggð.
  Nefndin leggur til að gjaldskrá fyrir kattahald í Fjallabyggð verði samþykkt.
   
  Bókun fundar Afgreiðsla 127. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 127
  Lögð er fram tillaga að lítilsháttar breytingum á samþykkt um hundahald í Fjallabyggð, óskað er eftir að skipulags- og umhverfisnefnd taki aftöðu til breytinganna.
  Nefndin samþykktir breytingar á samþykkt um hundahald.
   
  Bókun fundar Afgreiðsla 127. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 127
  Lögð er fram tillaga að gjaldskrá fyrir hundahald í Fjallabyggð, óskað er eftir að skipulags- og umhverfisnefnd taki aftöðu til tillagnanna. 
  Nefndin samþykkir breytingar á gjaldskrá fyrir hundahald í Fjallabyggð
  Bókun fundar Afgreiðsla 127. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 127
  Lögð er fram skýrsla frá Umhverfisstofnun um störf náttúruverndarnefnda sveitafélaga, jafnframt er minnisblað um hlutverk náttúruverndanefnda. Óskað er eftir því að skipulags- og umhverfisnefnd taki afstöðu varðandi stöðu náttúruverndarmála innan nefndarinnar með tilliti til laga nr. 44/1999.
  Tæknideild falið að ganga frá skýrslu til Umhverfisstofnunar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 127. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

5.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 128. fundur - 5. janúar 2012

Málsnúmer 1201001FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 128
  Sýslumaðurinn á Siglufirði óskar eftir umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi til handa þjónustustöð Olís, Bylgjubyggð 2, 625 Ólafsfirði.  Sótt er um nýtt rekstrarleyfi veitingastaðar skv. I. flokki 4. gr. laganna.  Óskað er eftir að byggingarfulltrúi staðfesti að starfsemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála sem og að lokaúttekt hafi farið fram á húsnæðinu.  Einnig er óskað að ljósrit staðfestra teikninga af staðnum verði lögð fram.
   
  Tæknideild falið að svara erindinu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 128. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 128
  Á fundi nefndarinnar þann 6. október 2011 var samþykkt að breyta merkingu reiðleiða á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028, við Kleifarveg og Ósbrekku og merktar verði gamlar reiðleiðir um Fossabrekkur og Fossdal.
  Lagðir eru fram þéttbýlis- og dreifbýlisuppdráttur með breytingum á merkingum reiðleiða í samræmi við það sem samþykkt var.
   
  Erindi samþykkt og tæknideild falið að senda breytinguna til staðfestingar hjá Skipulagsstofnun.
  Bókun fundar <DIV>Til máls tók Sigurður Hlöðvesson.</DIV><DIV>Afgreiðsla 128. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 128
  Á síðasta fundi nefndarinnar þann 15. desember sl. voru athugsemdir vegna tillögu að deiliskipulagi fyrir útivistarsvæði í Hóls- og Skarðsdal tekið fyrir.  
  Vegna mistaka varð ein athugasemd utanveltu í þessu ferli og er beðist velvirðingar á því og er hún hér með lögð fram.
  Frá Skógræktarfélagi Siglufjarðar kom eftirfarandi athugsemd á áður auglýstum fresti til athugasemda.
  Varðar auglýsingu um deiliskipulag fyrir útivistarsvæði í Hólsdal
  Skógræktarfélag Siglufjarðar vill koma fram eftirfarandi athugsemdum við deiliskipulags uppdrátt:
  1.  Reitir merktir F1, F2, F3 og F4 frísitundahús verði felldir út.  Ekki kemur til greina að gert verði ráð fyrir frístundahúsum á aðal vinnusvæði og aðkomu að Skógræktinni í Skarðsdal.  Þar eru fyrir vinnuskúr og áhaldageymsla ásamt snyrtingu fyrir starfsfólk og gesti Skógræktarinnar einnig vinnusvæði og gróðursetningarreitir sem búið er og verið er að gróðursetja í.
  2.  Grænir blettir merktir sem hluti golfvallar þurfa nánari athugunar við bletti sunnan merkts bílastæðis golfvallar eru svæði sem síðastliðin 20-30 ár hafa verið reitir sem skólabörn og skólaárgangar hafa plantað í og ekki verður eyðilagt.  Svæði sem færi undir bílastæði og golfskála þarf einnig að skoða og hvað af plöntum og landssvæði færi úr skógrækt og hvað þá kæmi í staðinn.
  3.  Svæði sunnan Leyningsár sem golfklúbburinn hefur hug á að fá er þegar búið að planta í nokkur þúsund plöntur og er þinglýst með samningi milli Bæjarstjórnar Siglufjarðar og Skógræktarfélags Siglufjarðar, Skógræktarfélag Íslands ásamt samningi um plöntun Landgræðsluplantna.
  Þar þyrfti að taka tillit til hvað færi af trjám undir og hvernig yrði bætt.  Á þessu svæði eru einnig rústir og minjar fyrri búsetu á svæðinu sem þarf að varðveita.  Einnig þarf að taka  tillit til að þetta sker sundur samfellu í skógræktarsvæðinu.
  4.  Skipulag svæðisins þarf að gera ráð fyrir að starfsfólk skógræktarinnar ásamt gestum fólksvangsins komist um svæðið með tól og tæki bæði til umhirðu og grisjunar ásamt því að njóta þessarar "Perlu Fjallabyggðar".
  5.  Við gerð slóða og vinnuvega um svæðið þarf að passa upp á að hægt sé að komast um ásamt því að ræsi eða brýr séu rétt gerð svo ekki skaði gönguleiðir bleikju eins og nú er með ræsið yfir Leyningsá.
  6.  Skógræktarfélagið vonar að góð samvinna milli aðila geti gert allt svæðið að frábæru útivistarsvæði fyrir íbúa Fjallabyggðar og gesti.  Allt bætt aðgengi um útivistarsvæðið í Hóls og Skarðsdal ásamt lagfæringum og frágangi á efnisnámum neðan skógræktarinnar er gott mál og ætti að vera dálitíð metnaðarfullt verkefni fyrir sveitarfélagið.  Skógræktarfélagið bendir á að talsverð umferð er um Hólsdalinn sérstaklega  á veiðitíma í Hólsánni svo og berjatímanum í hlíðum fjallanna beggja vegna ásamt hestasporti, göngu og skíðagöngufólki.
  Nefndin hefur farið yfir athugasemdirnar og felur tæknideild að koma með tillögur að svörum.
  Bókun fundar <DIV>Til máls tók Sigurður Hlöðvesson.</DIV><DIV>Afgreiðsla 128. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
 • 5.4 1201002 Leyfi fyrir skilti
  Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 128
  Steingrímur Óli Hákonarsson fyrir hönd Fiskmarkaðar Siglufjarðar óskar eftir leyfi til að setja upp merkingu á húsnæði Fiskmarkaðarins að Mánargötu 2-4, Siglufirði.  Um er að ræða 2 skilti, annað á suðurgafl og hitt á vesturgafl húsnæðisins.
   
  Erindi samþykkt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 128. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 128
  Haraldur Marteinsson óskar eftir leyfi fyrir hestamenn að fá að nýta stíg við Langeyrarveg til útreiðar, tímabundið á meðan mesti snjórinn er.
   
  Nefndin leggur til að leyfa hestamönnum að ríða eftir umræddum stíg til mánaðarmóta febrúar/mars.
  Bókun fundar <DIV><DIV>Til máls tóku Egill Rögnvaldsson, Sigurður Hlöðvesson og Ingvar Erlingsson.<BR>Afgreiðsla 128. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV>
 • 5.6 1201009 Búfjárhald
  Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 128
  Á fundi nefndarinnar þann 9. desember 2010 var samþykkt eyðublað fyrir umsóknir um búfjárhald.   Síðastliðið haust var auglýst að sækja þyrfti um að halda búfé í Fjallabyggð samkvæmt samþykkt um búfjárhald í Fjallabyggð.
  15 umsóknir bárust.
  Egill Rögnvaldsson - 5 sauðfé
  Rögnvaldur Þórðarsson - 5 sauðfé
  Ólafur H. Marteinsson og fjölsk.  - 10 hestar
  Jón Árni Konráðsson - 40 sauðfé, 25 hænur og 10 endur
  Ingi V. Gunnlaugsson - 7 hestar
  Haraldur Björnsson - 80 sauðfé
  Helga Lúðvíksdóttir - 8 hestar
  Guðni Ólafsson - 2 hestar og 15 sauðfé
  Jón Valgeir Baldursson - 10 sauðfé
  Daníel Páll Vikingsson - 10 sauðfé
  Ásgrímur Pálmason - 7 hestar og 10 sauðfé
  Baldur Aadnegard - 10 sauðfé
  Óskar Finnsson og fjölsk. - 30 sauðfé
  Jónas Baldursson - 15 hestar og 10 sauðfé
  Gunnar Þór Magnússon - 10 hestar og 12 sauðfé
  Hefur dýraeftirlitsaðili Fjallabyggðar hitt alla umsækjendur og staðfestir að aðstaða til vörslu búfjárs sé viðunandi hjá umsækjendum.
   
  Nefndin samþykkir allar umsóknir að undskildum umsóknum frá Agli Rögnvaldssyni - 5 sauðfé, Rögnvaldi Þórðarsyni - 5 sauðfé og Haraldi Björnssyni - 80 sauðfé. Þar sem fjárhúsið sem hýsir sauðféð rýmir einungis 80 fjár og er búfjáreftirlitsmanni falið að leyta skýringa.
  Einnig óskar nefndin eftir greinargerð frá búfjáreftirlitsmanni um hversu margar skepnur rýmist í húsum sem sótt er um leyfi til búfjárhalds í.
  Nefndin áréttar að allir sem halda skepnur utan lögbýlis í Fjallabyggð þurfa að sækja um leyfi til búfjárhalds.
  Bókun fundar <DIV><DIV>Til máls tóku Egill Rögnvaldsson, Sigurður Hlöðvesson, Ingvar Erlingsson og Ólafur H. Marteinsson.</DIV><DIV>Afgreiðsla 128. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum, Egill Rögnvaldsson sat hjá.</DIV></DIV>

6.Menningarnefnd Fjallabyggðar - 49. fundur - 4. janúar 2012

Málsnúmer 1112001FVakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar, Ingvar Erlingsson gerði grein fyrir fundargerð.

 • 6.1 1110070 Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2012
  Menningarnefnd Fjallabyggðar - 49. fundur - 4. janúar 2012
  Menningarnefnd fór yfir tilnefningar bæjarlistamanns Fjallabyggðar 2012. Þrjár tilnefningar bárust nefndinni, Guðrún Þórisdóttir myndlistarmaður, hljómsveitin Roðlaust og beinlaust og Kirkjukór Ólafsfjarðar. Menningarnefnd tilnefnir Guðrúnu Þórisdóttur myndlistarkonu (Garúnu) bæjarlistamann Fjallabyggðar 2012. Útnefning bæjarlistamanns fer fram föstudaginn 20. janúar kl. 17.00.
  Bókun fundar <DIV>Til máls tók Sigurður Hlöðvesson.<BR>Afgreiðsla 49. fundar menningarnefndar staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
 • 6.2 1112015 Fyrirspurn frá Þjóðlist hvort Fjallabyggð vilji vera samstarfsaðili í ráðstefnu um UNESCO samþykktina varðandi óáþreyfanlegar menningarminjar
  Menningarnefnd Fjallabyggðar - 49. fundur - 4. janúar 2012
  Þórdís Pétursdóttir fyrir hönd Þjóðlistar ehf. vill kanna hvort Fjallabyggð vill vera samstarfsaðili í ráðstefnu um UNESCO samþykktina varðandi óáþreifanlegar menningarminjar. Áætlað er að ráðstefnan verði í nóvember 2012 í Fjallabyggð og á Akureyri. Menningarnefnd hefur ekki nægar forsendur til að gerast samstarfsaðili að verkefninu og óskar eftir nánari gögnum frá Þjóðlist.
  Bókun fundar Afgreiðsla 49. fundar menningarnefndar staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 6.3 1110105 Styrkumsóknir 2012 - Menningarmál
  Menningarnefnd Fjallabyggðar - 49. fundur - 4. janúar 2012
  Fræðslu- og menningarfulltrúi mun senda umsækjendum menningarstyrkja svarbréf á næstu dögum. Styrkirnir verða greiddir út í byrjun febrúar.
  Bókun fundar <DIV>Til máls tóku Sigurður Hlöðvesson og Ólafur H. Marteinsson.</DIV><DIV>Afgreiðsla 49. fundar menningarnefndar staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
 • 6.4 1201005 Ný gjaldskrá Bókasafns Fjallabyggðar
  Menningarnefnd Fjallabyggðar - 49. fundur - 4. janúar 2012
  Forstöðumaður Bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar hefur lagt drög að nýrri gjaldskrá fyrir menningarnefnd. Menningarnefnd samþykkir gjaldskrána fyrir sitt leyti.
  Bókun fundar <DIV>Til máls tók Ólafur H. Marteinsson.<BR>Afgreiðsla 49. fundar menningarnefndar staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>

7.Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 4. fundur - 6. janúar 2012

Málsnúmer 1201003FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
 • 7.1 1201023 Arkitektateikningar
  Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 4. fundur - 6. janúar 2012
  Arkitekt Grunnskóla Fjallabyggðar mætti á fund nefndarinnar.
  Fram kom að arkitektar hafa farið yfir og samþykkt nær allar ábendingar sem komu fram hjá nefndinni á síðasta fundi og lagfært teikningar í samræmi við fram komnar óskir.
  Teikningar arkitekta voru bornar upp til samþykktar til útboðs með áorðnum breytingum, sjá hér sérstaka bókun.
   
  1. Fundarmenn lögðu áherslu á að gluggar verði samræmdir frekar á suðurhlið nýbyggingar í samræmi við íþróttasal, sjá og fundargerð síðasta fundar.
  2. Spjöld í hurðum miðist við gluggahæð á neðri hæð.
  3. Nefndarmenn samþykktu tillögu arkitekta um gólfefni í smíðastofu.
  4. Arkitekt mun kanna með hita í þak á útbyggingu neðri hæðar.
   
  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar byggingarnefndar Grunnskóla Fjallabyggðar staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 7.2 1201025 Tjarnarstígur 3 - Verklýsing og tilboðsskrá
  Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 4. fundur - 6. janúar 2012
  Verklýsing samþykkt til útboðs, enda gerir nefndin ekki athugasemdir við verklýsingu og tilboðsskrá enda hefur deildarstjóri tæknideildar farið yfir umrædd gögn fyrir fundinn.
  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar <DIV>Til máls tóku Sigurður Hlöðvesson og Egill Rögnvaldsson.<BR>Afgreiðsla 4. fundar byggingarnefndar Grunnskóla Fjallabyggðar staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
 • 7.3 1201022 Stækkun Grunnskóla Fjallabyggðar í Ólafsfirði - auglýsing í Mbl.
  Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 4. fundur - 6. janúar 2012
  Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar samþykkir auglýsingu um útboð á stækkun á skólahúsnæðinu að Tjarnarstíg 3 í Ólafsfirði og er vísað í meðfylgjandi auglýsingu.
  Samþykkt samhljóða.
  Nefndin leggur áherslu á að kostnaðaráætlun liggi fyrir við opnun tilboða.
  Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar byggingarnefndar Grunnskóla Fjallabyggðar staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 7.4 1111031 Verkhönnunarfundir vegna Grunnskóla Fjallabyggðar - Ólafsfirði
  Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 4. fundur - 6. janúar 2012
  Lagt fram á síðasta fundi.
  Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar byggingarnefndar Grunnskóla Fjallabyggðar staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

8.Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 71. fundur - 9. jnaúar 2012

Málsnúmer 1112011FVakta málsnúmer

Formaður fræðslunefndar, S. Guðrún Hauksdóttir gerði grein fyrir fundargerð.

 • 8.1 1201018 Starfsmannamál og stöðuhlutföll á Leikskóla Fjallabyggðar
  Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 71
  Undir þessum lið sátu: Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar, Kristín M.H. Karlsdóttir aðstoðarskólastjóri og María Guðmundsdóttir f.h. starfsmanna.
   
  Skólastjórar fóru yfir starfsmannamál og stöðuhlutföll á Leikskóla Fjallabyggðar.
   
  Bókun fundar Afgreiðsla 71. fundar fræðslunefndar staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 8.2 1112043 Samræmd könnunarpróf 2011 4., 7. og 10. bekkur
  Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 71
  Undir þessum lið sat: Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar.
   
  Skólastjóri fór yfir meðaltöl Grunnskóla Fjallabyggðar á samræmdum könnunarprófum 2011.
  Bókun fundar Afgreiðsla 71. fundar fræðslunefndar staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 8.3 1201026 Foreldrakönnun - Grunnskóli Fjallabyggðar
  Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 71
  Undir þessum lið sat: Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar.
  Skólastjóri lagði fram foreldrakönnun Grunnskóla Fjallabyggðar sem lögð var fyrir í nóvember.
  Bókun fundar Afgreiðsla 71. fundar fræðslunefndar staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 8.4 1201019 Beiðni um námsvist í grunnskóla utan lögheimilissveitarfélags
  Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 71
  Undir þessum lið sat: Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar.
   
  Reykjanesbær hefur óskað eftir námsvist nemanda í Fjallabyggð.
  Bókun fundar Afgreiðsla 71. fundar fræðslunefndar staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 8.5 1103057 Reglur um starfs- og endurmenntun fyrir starfsmenn Fjallabyggðar
  Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 71
  Fræðslunefnd fór yfir reglur um starfs- og endurmenntun fyrir starfsmenn Fjallabyggðar en reglurnar skulu endurskoðaðar í janúar ár hvert.
  Bókun fundar Afgreiðsla 71. fundar fræðslunefndar staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 8.6 1109112 Rannsókna- og þróunarstöð Háskólans á Akureyri. Kynningarbréf til skólaskrifstofu "Evrópurannsókn á netnotkun meðal ungmenna"
  Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 71
  Lagt fram til kynningar.
  Rannsókna- og þróunarmiðstöð HA (RHA) hefur lagt fyrir Evrópurannsókn á netnotkun unglinga í 9. og 10. bekk í grunnskólum. Fræðslu- og menningarfulltrúi gaf skriflegt leyfi til samstarfs við Grunnskóla Fjallabyggðar og til að leggja könnunina fyrir nemendur.
  Bókun fundar Afgreiðsla 71. fundar fræðslunefndar staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 8.7 1112044 Forfallakennsla í grunnskólum
  Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 71
  Lagt fram til kynningar.
   
  Mennta- og menningarmálaráðuneytið hvetur grunnskóla til að taka skipulag forfallakennslu til umfjöllunar í skólaráði þar sem forfallakennslu í grunnskólum hafi víða ekki verið sinnt með fullnægjandi hætti.
  Bókun fundar Afgreiðsla 71. fundar fræðslunefndar staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 19:00.