Menningarnefnd Fjallabyggðar - 49. fundur - 4. janúar 2012

Málsnúmer 1112001F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 72. fundur - 11.01.2012

Forseti bæjarstjórnar, Ingvar Erlingsson gerði grein fyrir fundargerð.

 • .1 1110070 Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2012
  Menningarnefnd Fjallabyggðar - 49. fundur - 4. janúar 2012
  Menningarnefnd fór yfir tilnefningar bæjarlistamanns Fjallabyggðar 2012. Þrjár tilnefningar bárust nefndinni, Guðrún Þórisdóttir myndlistarmaður, hljómsveitin Roðlaust og beinlaust og Kirkjukór Ólafsfjarðar. Menningarnefnd tilnefnir Guðrúnu Þórisdóttur myndlistarkonu (Garúnu) bæjarlistamann Fjallabyggðar 2012. Útnefning bæjarlistamanns fer fram föstudaginn 20. janúar kl. 17.00.
  Bókun fundar <DIV>Til máls tók Sigurður Hlöðvesson.<BR>Afgreiðsla 49. fundar menningarnefndar staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
 • .2 1112015 Fyrirspurn frá Þjóðlist hvort Fjallabyggð vilji vera samstarfsaðili í ráðstefnu um UNESCO samþykktina varðandi óáþreyfanlegar menningarminjar
  Menningarnefnd Fjallabyggðar - 49. fundur - 4. janúar 2012
  Þórdís Pétursdóttir fyrir hönd Þjóðlistar ehf. vill kanna hvort Fjallabyggð vill vera samstarfsaðili í ráðstefnu um UNESCO samþykktina varðandi óáþreifanlegar menningarminjar. Áætlað er að ráðstefnan verði í nóvember 2012 í Fjallabyggð og á Akureyri. Menningarnefnd hefur ekki nægar forsendur til að gerast samstarfsaðili að verkefninu og óskar eftir nánari gögnum frá Þjóðlist.
  Bókun fundar Afgreiðsla 49. fundar menningarnefndar staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • .3 1110105 Styrkumsóknir 2012 - Menningarmál
  Menningarnefnd Fjallabyggðar - 49. fundur - 4. janúar 2012
  Fræðslu- og menningarfulltrúi mun senda umsækjendum menningarstyrkja svarbréf á næstu dögum. Styrkirnir verða greiddir út í byrjun febrúar.
  Bókun fundar <DIV>Til máls tóku Sigurður Hlöðvesson og Ólafur H. Marteinsson.</DIV><DIV>Afgreiðsla 49. fundar menningarnefndar staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
 • .4 1201005 Ný gjaldskrá Bókasafns Fjallabyggðar
  Menningarnefnd Fjallabyggðar - 49. fundur - 4. janúar 2012
  Forstöðumaður Bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar hefur lagt drög að nýrri gjaldskrá fyrir menningarnefnd. Menningarnefnd samþykkir gjaldskrána fyrir sitt leyti.
  Bókun fundar <DIV>Til máls tók Ólafur H. Marteinsson.<BR>Afgreiðsla 49. fundar menningarnefndar staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>