Bæjarráð Fjallabyggðar - 242. fundur - 10. janúar 2012

Málsnúmer 1201002F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 72. fundur - 11.01.2012

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 242. fundur - 10. janúar 2012

  Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur úthlutað Fjallabyggð byggðakvóta fiskveiðiárið 2011/2012. Í bréfi þeirra dags. 21.12.2011 kemur fram að Siglufirði er úthlutað 197 þorskígildistonnum en Ólafsfirði 58 tonnum.

  Athygli er vakin á breytingum á nokkrum greinum reglugerðarinnar til byggðarlaga.

  Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að reglur ráðuneytisins verði samþykktar með áorðnum breytingum en þær eru í samræmi og takti við áherslur Fjallabyggðar frá árinu 2010/2011.

  Bókun fundar <DIV>Ólafur H. Marteinsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.<BR>Til máls tók Sigurður Valur Ásbjarnarson.</DIV><DIV>Afgreiðsla 242. fundar bæjarráðs staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 242. fundur - 10. janúar 2012

  Sýslumaðurinn á Siglufirði óskar umsagnar um rekstrarleyfi frá Sigurjóni Bjarnasyni f.h. Olíuverslunar Íslands h.f. Um er að ræða rekstrarleyfi á grundvelli 11.gr. laga nr.85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, skv. 1.flokki 4.gr. laganna. Um er að ræða veitingastofu og greiðasölu án áfengisveitinga.

  Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að umrætt leyfi verði veitt og samþykkir opnunartíma til kl. 23.30 alla daga vikunnar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 242. fundar bæjarráðs staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 242. fundur - 10. janúar 2012

  Samningur Fjölís og sveitarfélagsins um notkun á höfundaréttarvörðu efni rann út á árinu. Þar sem Fjölís gætir hagsmuna þeirra félaga sem fara með höfundarrétt vill félagið bjóða sveitarfélaginu framlengingu á óbreyttum samningi til 1. júlí 2012.

  Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að slíkur samningur verði samþykktur og undirritaður af  bæjarstjóra fyrir hönd Fjallabyggðar.

  Bókun fundar Afgreiðsla 242. fundar bæjarráðs staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 242. fundur - 10. janúar 2012
  Lagður fram undirritaður samstarfssamningur um rekstur Almannavarnarnefndar, en samningurinn var undirritaður 21.desember s.l. og tók gildi frá og með undirritun.
  Bókun fundar Afgreiðsla 242. fundar bæjarráðs staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 242. fundur - 10. janúar 2012

  Bæjarráð óskaði eftir skoðun Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar á rekstri félagsins fyrir áramót til að tryggja áframhaldandi rekstur og þar með atvinnu fyrir starfsmenn þess.

  Verkefninu er nú lokið af þeirra hálfu og er nú málið í frekari vinnslu hjá eigendum í samræmi við sameiginlega niðurstöðu á stöðu fyrirtækisins.

  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 242. fundar bæjarráðs staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 242. fundur - 10. janúar 2012

  Skrifstofu- og fjármálastjóri lagði fram launayfirlit fyrir árið 2011. Gerði hann grein fyrir helstu frávikum frá áætlun ársins.
  Niðurstaða launayfirlits er 101.5% eða um 12.7 m.kr. umfram áætlun.

  Bókun fundar Afgreiðsla 242. fundar bæjarráðs staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 242. fundur - 10. janúar 2012

  Bláfánaverkefnið hófst á árinu 2003 og hafa nú sex staðir flaggað fánanum hingað til og er frestur til að sækja um Bláfánann fyrir árið 2012 til 25. febrúar n.k.  
  Fáninn er til marks um aukna umhverfisvitund og þar með kröfu um vistvæna starfshætti.

   

  Bæjarráð vísar umræddri könnun sem er á vegum Landverndar til afgreiðslu hafnarstjórnar.

  Bókun fundar <DIV>Til máls tók Sigurður Hlöðvesson.<BR>Afgreiðsla 242. fundar bæjarráðs staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 242. fundur - 10. janúar 2012

  Arnar Ómarsson, listamaður boðaði til fundar 28. desember sl. og á fundinn mætti f.h. bæjarfélagsins umhverfisfulltrúi Fjallabyggðar. Ætlunin er að standa fyrir alþjóðlegu samsarfsverkefni skapandi fólks á Siglufirði næsta sumar.

  Ætlunin er að þetta verkefni verði árlegt og muni þróast í samráði við bæjarbúa og bæjaryfirvöld.

   

  Bæjarráð fagnar hugmyndinni og er umhverfisfulltrúa falið að halda utan um verkefnið fyrir bæjarfélagið. Fjárstuðningur sveitarfélagsins við verkefnið verður óverulegur.
  Bókun fundar <DIV>Til máls tók Sigurður Hlöðvesson.<BR>Afgreiðsla 242. fundar bæjarráðs staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 242. fundur - 10. janúar 2012

  Lagðar fram til kynningar niðurstöður á efnagreiningu á neysluvatnssýnum skv. heildarúttekt reglugerðar nr. 536/2001 og voru sýnin send til ALS Scandinavia AB í Svíðjóð til mælinga.

   

  Niðurstaðan liggur nú fyrir og staðfest að vatnið í Ólafsfirði og á Siglufirði stenst gæðakröfur skv. reglugerð nr. 536/2001.

  Bókun fundar Afgreiðsla 242. fundar bæjarráðs staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 242. fundur - 10. janúar 2012

  Fundargerð lögð fram til kynningar.

  Í fundargerðinni kemur fram að Norlandia í Ólafsfirði hefur fengið starfsleyfi til bráðabirgða til 1.06.2012.
  Lögð er áhersla á að fyrirtækið skili inn greinargerð fyrir 2.05.2012 um virkni nýs hreinsibúnaðar og aðrar aðgerðir til að stemma við lyktarmengun eins og það er orðað í bókun nefndarinnar.

  Bókun fundar <DIV><DIV>Til máls tók Sigurður Hlöðvesson.<BR>Afgreiðsla 242. fundar bæjarráðs staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 242. fundur - 10. janúar 2012

  Fundargerð lögð fram til kynningar.

  Bókun fundar Afgreiðsla 242. fundar bæjarráðs staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 242. fundur - 10. janúar 2012

  Lagt fram til kynningar.

  Bókun fundar Afgreiðsla 242. fundar bæjarráðs staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 242. fundur - 10. janúar 2012

  Egill Rögnvaldsson vék af fundi við umfjöllun þessa dagskrárliðar.
  Bæjarráð telur brýnt að viðræðum og samningum milli aðila verði lokið sem fyrst með heildstæðum samningi sbr. erindi Rauðku ehf. og tengdra aðila frá 21. júní 2011.

  Að öðru leyti vísar bæjarráð til fyrri bókana í skipulags- og umhverfisnefnd sem og í bæjarráði og er lögð áhersla á bókun frá 28. júní 2011.

  Rétt er einnig að minna á áherslur og afgreiðslu bæjarstjórnar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012-2015.

  Bókun fundar <DIV>Egill Rögnvaldsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.<BR>Til máls tók Sigurður Hlöðvesson.<BR>Afgreiðsla 242. fundar bæjarráðs staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>