Bæjarráð Fjallabyggðar - 241. fundur - 20. desember 2011

Málsnúmer 1112012F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 72. fundur - 11.01.2012

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 241
    Bæjarstjóri, sem jafnframt er formaður nefndar á vegum Eyþings, lagði fram upplýsingar um stöðu mála og niðurstöður stjórnar Eyþings er varðar verkefnið.
    Lögð voru fram eftirtalin gögn.
    1. Frá VSÓ um framtíðartækifæri almenningssamgangna á svæði Eyþings.
    2. Samningur um kostnaðarskiptingu vegna rekstrar almenningssamgangna milli Reykjavíkur og Akureyrar.
    3. Minnisblað frá VSÓ frá 09.12.2011.
    4. Samningur aðildarsveitarfélaga Eyþings um kostnaðarskiptingu vegna samgangna.
    Á fundi Eyþings föstudaginn 16.12.2011 var samþykkt tillaga bæjarstjóra Fjallabyggðar um að Eyþing tæki við verkefninu frá og með næstu áramótum af Vegagerð ríkisins.
    Sú tillaga var samþykkt einróma.
    Gert er ráð fyrir að samræma allt áætlunarkerfið á Norðurlandi þannig, að t.d. verða ferðir frá Siglufirði þrisvar á dag alla daga vikunnar og ein á sunnudögum.
    Það er markmið undirbúningsnefndar að vinna hratt í málinu eftir áramótin, þannig að ný áætlun geti tekið sem fyrst gildi á nýju ári.
    Lagt fram til kynningar og er bæjarstjóra veitt umboð til að ljúka málinu f.h. Fjallabyggðar.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tók Sigurður Hlöðvesson.<BR>Afgreiðsla 241. fundar bæjarráðs staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 241
    Sýslumaðurinn á Siglufirði óskar eftir umsögn bæjarráðs er varðar lengdan opnunartíma á skemmtistaðnum Allanum á Siglufirði, aðfararnótt 27. desember, vegna dansleiks til kl. 03.00 í staðinn fyrir 01.00 á virkum dögum. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að staðurinn verði opinn til kl. 03.00 þennan umrædda dag, enda hafi lögreglan ekkert við það að athuga.
    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 241. fundar bæjarráðs staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 241
    Tæknideild bæjarfélagsins hefur nú yfirfarið og lagt fyrir bæjarráð samþykktir fyrir kattahald í Fjallabyggð. Reglurnar voru samþykktar í umhverfis - og skipulagsnefnd 15.12.2011.
    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykktin verði staðfest og taki gildi frá og með 1. febrúar 2012.
    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 241. fundar bæjarráðs staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .9 1112062 Trúnaðarmál
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 241
    Bókun fundar Afgreiðsla 241. fundar bæjarráðs staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 241
    Lagðar fram upplýsingar um aukaframlag úr Jöfnunarsjóði og vakin er athygli á ákvæði í 3.mgr. 1. gr. reglnanna sem kveður á nauðsyn þess að fyrir 23. desember beri að skila ráðuneytinu greinargerð um ráðstöfun framlagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 241. fundar bæjarráðs staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 241
    Farið yfir akstur um jól og áramót og áherslu í akstri fram til vorsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 241. fundar bæjarráðs staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 241
    Upplýsingar lagðar fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 241. fundar bæjarráðs staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 241
    Fundagerðir lagðar fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 241. fundar bæjarráðs staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 241
    Staða mála yfirfarin og áherslur skýrðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 241. fundar bæjarráðs staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.