Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 128. fundur - 5. janúar 2012

Málsnúmer 1201001F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 72. fundur - 11.01.2012

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 128
  Sýslumaðurinn á Siglufirði óskar eftir umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi til handa þjónustustöð Olís, Bylgjubyggð 2, 625 Ólafsfirði.  Sótt er um nýtt rekstrarleyfi veitingastaðar skv. I. flokki 4. gr. laganna.  Óskað er eftir að byggingarfulltrúi staðfesti að starfsemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála sem og að lokaúttekt hafi farið fram á húsnæðinu.  Einnig er óskað að ljósrit staðfestra teikninga af staðnum verði lögð fram.
   
  Tæknideild falið að svara erindinu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 128. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 128
  Á fundi nefndarinnar þann 6. október 2011 var samþykkt að breyta merkingu reiðleiða á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028, við Kleifarveg og Ósbrekku og merktar verði gamlar reiðleiðir um Fossabrekkur og Fossdal.
  Lagðir eru fram þéttbýlis- og dreifbýlisuppdráttur með breytingum á merkingum reiðleiða í samræmi við það sem samþykkt var.
   
  Erindi samþykkt og tæknideild falið að senda breytinguna til staðfestingar hjá Skipulagsstofnun.
  Bókun fundar <DIV>Til máls tók Sigurður Hlöðvesson.</DIV><DIV>Afgreiðsla 128. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 128
  Á síðasta fundi nefndarinnar þann 15. desember sl. voru athugsemdir vegna tillögu að deiliskipulagi fyrir útivistarsvæði í Hóls- og Skarðsdal tekið fyrir.  
  Vegna mistaka varð ein athugasemd utanveltu í þessu ferli og er beðist velvirðingar á því og er hún hér með lögð fram.
  Frá Skógræktarfélagi Siglufjarðar kom eftirfarandi athugsemd á áður auglýstum fresti til athugasemda.
  Varðar auglýsingu um deiliskipulag fyrir útivistarsvæði í Hólsdal
  Skógræktarfélag Siglufjarðar vill koma fram eftirfarandi athugsemdum við deiliskipulags uppdrátt:
  1.  Reitir merktir F1, F2, F3 og F4 frísitundahús verði felldir út.  Ekki kemur til greina að gert verði ráð fyrir frístundahúsum á aðal vinnusvæði og aðkomu að Skógræktinni í Skarðsdal.  Þar eru fyrir vinnuskúr og áhaldageymsla ásamt snyrtingu fyrir starfsfólk og gesti Skógræktarinnar einnig vinnusvæði og gróðursetningarreitir sem búið er og verið er að gróðursetja í.
  2.  Grænir blettir merktir sem hluti golfvallar þurfa nánari athugunar við bletti sunnan merkts bílastæðis golfvallar eru svæði sem síðastliðin 20-30 ár hafa verið reitir sem skólabörn og skólaárgangar hafa plantað í og ekki verður eyðilagt.  Svæði sem færi undir bílastæði og golfskála þarf einnig að skoða og hvað af plöntum og landssvæði færi úr skógrækt og hvað þá kæmi í staðinn.
  3.  Svæði sunnan Leyningsár sem golfklúbburinn hefur hug á að fá er þegar búið að planta í nokkur þúsund plöntur og er þinglýst með samningi milli Bæjarstjórnar Siglufjarðar og Skógræktarfélags Siglufjarðar, Skógræktarfélag Íslands ásamt samningi um plöntun Landgræðsluplantna.
  Þar þyrfti að taka tillit til hvað færi af trjám undir og hvernig yrði bætt.  Á þessu svæði eru einnig rústir og minjar fyrri búsetu á svæðinu sem þarf að varðveita.  Einnig þarf að taka  tillit til að þetta sker sundur samfellu í skógræktarsvæðinu.
  4.  Skipulag svæðisins þarf að gera ráð fyrir að starfsfólk skógræktarinnar ásamt gestum fólksvangsins komist um svæðið með tól og tæki bæði til umhirðu og grisjunar ásamt því að njóta þessarar "Perlu Fjallabyggðar".
  5.  Við gerð slóða og vinnuvega um svæðið þarf að passa upp á að hægt sé að komast um ásamt því að ræsi eða brýr séu rétt gerð svo ekki skaði gönguleiðir bleikju eins og nú er með ræsið yfir Leyningsá.
  6.  Skógræktarfélagið vonar að góð samvinna milli aðila geti gert allt svæðið að frábæru útivistarsvæði fyrir íbúa Fjallabyggðar og gesti.  Allt bætt aðgengi um útivistarsvæðið í Hóls og Skarðsdal ásamt lagfæringum og frágangi á efnisnámum neðan skógræktarinnar er gott mál og ætti að vera dálitíð metnaðarfullt verkefni fyrir sveitarfélagið.  Skógræktarfélagið bendir á að talsverð umferð er um Hólsdalinn sérstaklega  á veiðitíma í Hólsánni svo og berjatímanum í hlíðum fjallanna beggja vegna ásamt hestasporti, göngu og skíðagöngufólki.
  Nefndin hefur farið yfir athugasemdirnar og felur tæknideild að koma með tillögur að svörum.
  Bókun fundar <DIV>Til máls tók Sigurður Hlöðvesson.</DIV><DIV>Afgreiðsla 128. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
 • .4 1201002 Leyfi fyrir skilti
  Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 128
  Steingrímur Óli Hákonarsson fyrir hönd Fiskmarkaðar Siglufjarðar óskar eftir leyfi til að setja upp merkingu á húsnæði Fiskmarkaðarins að Mánargötu 2-4, Siglufirði.  Um er að ræða 2 skilti, annað á suðurgafl og hitt á vesturgafl húsnæðisins.
   
  Erindi samþykkt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 128. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 128
  Haraldur Marteinsson óskar eftir leyfi fyrir hestamenn að fá að nýta stíg við Langeyrarveg til útreiðar, tímabundið á meðan mesti snjórinn er.
   
  Nefndin leggur til að leyfa hestamönnum að ríða eftir umræddum stíg til mánaðarmóta febrúar/mars.
  Bókun fundar <DIV><DIV>Til máls tóku Egill Rögnvaldsson, Sigurður Hlöðvesson og Ingvar Erlingsson.<BR>Afgreiðsla 128. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV>
 • .6 1201009 Búfjárhald
  Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 128
  Á fundi nefndarinnar þann 9. desember 2010 var samþykkt eyðublað fyrir umsóknir um búfjárhald.   Síðastliðið haust var auglýst að sækja þyrfti um að halda búfé í Fjallabyggð samkvæmt samþykkt um búfjárhald í Fjallabyggð.
  15 umsóknir bárust.
  Egill Rögnvaldsson - 5 sauðfé
  Rögnvaldur Þórðarsson - 5 sauðfé
  Ólafur H. Marteinsson og fjölsk.  - 10 hestar
  Jón Árni Konráðsson - 40 sauðfé, 25 hænur og 10 endur
  Ingi V. Gunnlaugsson - 7 hestar
  Haraldur Björnsson - 80 sauðfé
  Helga Lúðvíksdóttir - 8 hestar
  Guðni Ólafsson - 2 hestar og 15 sauðfé
  Jón Valgeir Baldursson - 10 sauðfé
  Daníel Páll Vikingsson - 10 sauðfé
  Ásgrímur Pálmason - 7 hestar og 10 sauðfé
  Baldur Aadnegard - 10 sauðfé
  Óskar Finnsson og fjölsk. - 30 sauðfé
  Jónas Baldursson - 15 hestar og 10 sauðfé
  Gunnar Þór Magnússon - 10 hestar og 12 sauðfé
  Hefur dýraeftirlitsaðili Fjallabyggðar hitt alla umsækjendur og staðfestir að aðstaða til vörslu búfjárs sé viðunandi hjá umsækjendum.
   
  Nefndin samþykkir allar umsóknir að undskildum umsóknum frá Agli Rögnvaldssyni - 5 sauðfé, Rögnvaldi Þórðarsyni - 5 sauðfé og Haraldi Björnssyni - 80 sauðfé. Þar sem fjárhúsið sem hýsir sauðféð rýmir einungis 80 fjár og er búfjáreftirlitsmanni falið að leyta skýringa.
  Einnig óskar nefndin eftir greinargerð frá búfjáreftirlitsmanni um hversu margar skepnur rýmist í húsum sem sótt er um leyfi til búfjárhalds í.
  Nefndin áréttar að allir sem halda skepnur utan lögbýlis í Fjallabyggð þurfa að sækja um leyfi til búfjárhalds.
  Bókun fundar <DIV><DIV>Til máls tóku Egill Rögnvaldsson, Sigurður Hlöðvesson, Ingvar Erlingsson og Ólafur H. Marteinsson.</DIV><DIV>Afgreiðsla 128. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 72. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum, Egill Rögnvaldsson sat hjá.</DIV></DIV>