Bæjarstjórn Fjallabyggðar

241. fundur 21. mars 2024 kl. 17:00 - 18:20 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir forseti bæjarstjórnar, D-lista
  • Tómas Atli Einarsson 2. varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
  • Helgi Jóhannsson bæjarfulltrúi, H lista
  • Jakob Kárason varabæjarfulltrúi, A lista
  • Áslaug Inga Barðadóttir varabæjarfulltrúi, A lista
  • Þorgeir Bjarnason bæjarfulltrúi, H lista
  • Arnar Þór Stefánsson bæjarfulltrúi, A lista
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 822. fundur - 1. mars 2024.

Málsnúmer 2402008FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 13 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 1, 2, og 3.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
  • 1.1 2401086 Aðalgata, Siglufirði
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 822. fundur - 1. mars 2024. Deildarstjóra tæknideildar er falið að halda áfram með útboðsferli fyrir framkvæmdina, með þeim breytingum sem þegar hafa verið lagðar til og voru bókaðar á 821. fundi bæjarráðs. Samhliða því er skipulagsfulltrúa falið að hefja þegar vinnu við breytingu á gildandi deiliskipulagi. Sú vinna skal miðast við að breyting deiliskipulags sé óveruleg. Er þessi skipulagsvinna ekki talin seinka verklegum framkvæmdum þar sem hún á eingöngu við um yfirborðsfrágang á verulega takmörkuðum hluta verksins. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 1.2 2402010 Beiðni um lækkun gjaldskrár
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 822. fundur - 1. mars 2024. Bæjarráð samþykkir að núverandi 4. mgr. 5. fl. 10. gr. gjaldskrár Hafnasjóðs Fjallabyggðar um aflagjöld verði felldur brott og ný mgr. komi í staðinn: „Seljanda aflans ber að afhenda hafnarstjóra skýrslu um seldan afla um leið og sala hefur átt sér stað, t.d. afrit af aflaskýrslu til Fiskistofu. Við sölu afla til skyldra aðila skv. 3. mgr. 9. gr. laga nr. 13/1998 um Verðlagsstofu skiptaverðs og úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna skal að lágmarki miðað við skiptaverð Verðlagsstofu við útreikning aflagjalds. Heimilt er að veita stórnotendum sérstakan afslátt af aflagjöldum. Til stórnotenda teljast aðilar, hverra skipa sem hafa landað samtals/umfram 7500 tonnum af óslægðum sjávarafla síðustu 12 mánuði. Afsláttur til stórnotenda skal vera 12,5%. Aflagjaldið fellur í gjalddaga um leið og afla er landað. Seljandi ber skil á greiðslu aflagjalds.“
    Bæjarráð samþykkir einnig að við gerð næstu fjárhagsáætlunar verði gjaldskráin endurskoðuð og vísar þeirri endurskoðun til Hafnarstjórnar.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 1.3 2402012 Vatnsþarfir vegna styrjueldis í Ólafsfirði
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 822. fundur - 1. mars 2024. Bæjarstjóra er falið að semja við landeigendur um þóknun vegna skertrar raforkuframleiðslu sem nemur áhrifum af vatnstöku sveitarfélagsins.
    Deildarstjóra tæknideildar er falið að hefja strax ástandsskoðun á núverandi lögn frá Burstabrekku, svo koma megi vatni að núverandi mannvirkjum vatnsveitu við nyrðri enda lagnarinnar. Bæjarráð óskar eftir upplýsingum um ástand lagnarinnar á næsta fund bæjarráðs. Samhliða því skal hefja vinnu við að koma upp nauðsynlegum rafrænum vöktunarbúnaði fyrir vatnsveituna sem gefur heildræna sýn á stöðu veitunnar hverju sinni með fjarlestri.
    Samhliða viðræðum bæjarstjóra við landeigendur er deildarstjóra tæknideildar einnig falið að hefja undirbúning á beintengingu við Styrjueldið með nýrri lögn frá núverandi veitumannvirkjum. Verði því við komið er æskilegt að nýta tímabundið ónotaðar eldri lagnir, ef þær eru taldar flýta fyrir afhendingu vatns, s.s. til að þvera götur eða erfið svæði.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 823. fundur - 8. mars 2024.

Málsnúmer 2403001FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 19 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 6, 14, og 15.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Arnar Þór Stefánsson og S. Guðrún Hauksdóttir tóku til máls undir 15. lið fundargerðarinnar.
  • 2.6 2403011 Samstarfssamningur Fjallabyggðar og hestamannafélagsins Gnýfara 2024
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 823. fundur - 8. mars 2024. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við drögin og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 2.14 2403019 Samstarfssamningur Fjallabyggðar og hestamannafélagsins Glæsis 2024
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 823. fundur - 8. mars 2024. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við drögin og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 2.15 2403009 Árskort í ræktina fyrir lögreglumenn á Tröllaskaga
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 823. fundur - 8. mars 2024. Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti sameiginlega tillögu Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar um kjör til handa lögreglumönnum í líkamsrækt. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 824. fundur - 15. mars 2024.

Málsnúmer 2403007FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 11 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 2, 3, 4, 5, og 6.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
  • 3.2 2402018 Slátturóbot fyrir opin svæði á vegum sveitarfélagsins.
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 824. fundur - 15. mars 2024. Bæjarráð samþykkir að keyptur verði einn sláttuþjarkur sem tilraunverkefni fyrir sumarið 2024. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 3.3 2401060 Samstarfssamningur um rekstur golfvallarins Skeggjabrekku árið 2024
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 824. fundur - 15. mars 2024. Bæjarráð gerir ekki athugasemd við drögin og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 3.4 2402045 Umsókn Norlandia um þaraöflun undan ströndum Fjallabyggðar.
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 824. fundur - 15. mars 2024. Bæjarráð gerir ekki athugasemd við drögin að samningi við Norlandia um þaraöflun innan netalaga lands í eigu Fjallabyggðar og felur bæjarstjóra að undirrita samning þar um fyrir hönd sveitarfélagsins. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 3.5 2403032 Viðbótarhúsnæði vegna lengdrar viðveru og Frístundar við Grunnskóla Fjallabyggðar
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 824. fundur - 15. mars 2024. Bæjarráð felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að ganga til samninga við eigendur Eyrargötu 3 og leggja drög að leigusamningi fyrir bæjarráð. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 3.6 2403045 Viðauki við fjárhagsáætlun 2024
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 824. fundur - 15. mars 2024. Bæjarráð samþykkir viðaukann fyrir sitt leyti og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.

4.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 153. fundur - 29. febrúar 2024.

Málsnúmer 2402009FVakta málsnúmer

Fundargerð félagsmálanefndar er í 4 liðum.
Engir liðir þarfnast afgreiðslu bæjarstjórnar. Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Enginn tók til máls.

5.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 137. fundur - 11. mars 2024.

Málsnúmer 2403003FVakta málsnúmer

Fundargerð fræðslu- og frístundanefndar er í 3 liðum.
Til afgreiðslu er liður 1.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
  • 5.1 2403021 Opnunartími Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar um páska 2024
    Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 137. fundur - 11. mars 2024. Forstöðumaður íþróttamiðstöðvar, Skarphéðinn Þórsson, sat undir þessum dagskrárlið. Hann fór yfir opnunartíma um páska. Íþróttamiðstöðin verður opin kl. 10 - 18 alla páskadagana. Opnunartíminn er eins í báðum íþróttamiðstöðvum.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu nefndarinnar með 7 atkvæðum.

6.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 309. fundur - 13. mars 2024.

Málsnúmer 2403004FVakta málsnúmer

Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar er í 11 liðum.
Til afgreiðslu er liður 5.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
S. Guðrún Hauksdóttir, Sigríður Ingvarsdóttir, Helgi Jóhannsson og Tómas Atli Einarsson tóku til máls undir 5. lið fundargerðarinnar.
Helgi Jóhansson tók til máls undir 3. lið fundargerðarinnar.
  • 6.5 2309022 Umsókn til skipulagsfulltrúa - Stækkun á lóð við Vesturtanga 1-5
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 309. fundur - 13. mars 2024. Nefndin leggst gegn tillögu bæjarstjórnar um að deiliskipulag Leirutanga verði endurskoðað með vísun í minnisblað skipulagsfulltrúa Fjallabyggðar dags. 26.2.2024. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.

7.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 105. fundur - 14. mars 2024.

Málsnúmer 2403005FVakta málsnúmer

Fundargerð markaðs- og menningarnefndar er í 5 liðum.
Engir liðir þarfnast afgreiðslu bæjarstjórnar. Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Helgi Jóhannsson og Sigríður Ingvarsdóttir tóku til máls undir 4. lið fundargerðarinnar.

8.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 106. fundur - 18. mars 2024.

Málsnúmer 2403009FVakta málsnúmer

Fundargerð markaðs- og menningarnefndar er í 1 lið sem ekki þarfnast afgreiðslu bæjarstjórnar. Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Enginn tók til máls.

9.Ungmennaráð Fjallabyggðar - 40. fundur - 15. mars 2024.

Málsnúmer 2403008FVakta málsnúmer

Fundargerð ungmennaráðs er í 2 liðum.
Engir liðir þarfnast afgreiðslu bæjarstjórnar. Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Enginn tók til máls.

10.Molta fundargerðir og gögn 2024.

Málsnúmer 2402040Vakta málsnúmer

Fundargerð 111. fundar stjórnar Moltu ehf. lögð fram.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

11.Flokkun Eyjafjörður fundargerðir 2024

Málsnúmer 2403044Vakta málsnúmer

Fundargerð stjórnarfundar Flokkunar Eyjafjarðar ehf. ásamt ársreikningi 2023 og fundargerðar aðalfundar Flokkunar 2024 lagðar fram.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

12.Málstefna Fjallabyggðar

Málsnúmer 2403013Vakta málsnúmer

Á 823. fundi bæjarráðs voru lögð fram drög að málstefnu Fjallabyggðar.
Í málstefnunni kemur fram að öll gögn liggi fyrir á íslensku svo sem kostur er og gerð grein fyrir heimilum undantekningum á þeirri reglu. Þar skulu einnig settar reglur um notkun íslensks táknmáls og íslensks punktaleturs í gögnum og starfsemi sveitarfélagsins.
Bæjarráð gerði ekki athugasemdir við drögin og vísaði þeim til bæjarstjórnar.
Enginn tók til máls.
Samþykkt
Samþykkt með 7 atkvæðum.

13.Viðverustefna

Málsnúmer 2403015Vakta málsnúmer

Á 823. fundi bæjarráðs voru lögð fram drög að viðverustefnu Fjallabyggðar.
Markmiðið með viðverustefnu er að styðja við og hlúa að starfsmönnum vegna fjarveru frá vinnu vegna veikinda, slysa eða áfalla um lengri eða skemmri tíma. Auka ánægju og skapa traust og heilsusamlegt vinnuumhverfi. Halda fjarvistum í lágmarki, þ.e. fækka skiptum, stytta fjarverutímann og efla hag sveitarfélagsins.
Viðverustefnan hefur því þann tilgang að samræma verklag og viðbrögð vegna fjarveru þannig að allir starfsmenn og stjórnendur hafi skýra verkferla í tengslum við tilkynningar, skráningar og viðbrögð við fjarvistum sem/og endurkomu til vinnu eftir veikindi.
Bæjarráð gerði ekki athugasemdir við drögin og vísaði þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Samþykkt
Samþykkt með 7 atkvæðum.

14.Reglur um viðveruskráningu

Málsnúmer 2403016Vakta málsnúmer

Á 823. fundi bæjarráðs voru lögð fram drög að reglum um viðveruskráningu.
Tilgangur reglnanna er að skýra hlutverk og ábyrgð starfsmanna vegna notkunar á viðverukerfinu VinnuStund.
Enginn tók til máls.
Samþykkt
Samþykkt með 7 atkvæðum.

15.Reglur um stuðning við frumkvöðla og fyrirtæki

Málsnúmer 1401027Vakta málsnúmer

Á 823. fundi bæjarráðs var samþykkt að reglur um stuðning við frumkvöðla og fyrirtæki frá 2014 yrðu felldar brott og vísaði þeirri ákvörðun til lokaafgreiðslu bæjarstjórnar.
Reglurnar eiga ekki við í dag í ljósi þess að þau verkefni sem þær taka á falla í dag undir starfssvið Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) og því óþarft að sveitarfélagið hafi reglur sem skarast á við það.
Helgi Jóhannsson, Tómas Atli Einarsson, S. Guðrún Hauksdóttir, Arnar Þór Stefánsson og Sigríður Ingvarsdóttir tóku til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir með 7 greiddum atkvæðum að fella reglurnar úr gildi þar sem þær eiga ekki lengur við.

16.Deiliskipulag suðurbæjar Siglufjarðar

Málsnúmer 2306030Vakta málsnúmer

Á 309. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var lögð fram yfirferð Skipulagsstofnunar á deiliskipulagi suðurbæjar Siglufjarðar dags. 28.2.2024. Einnig lögð fram umsögn Veðurstofu Íslands eftir seinni yfirferð stofnunarinnar á skipulagstillögunni dags. 5.3.2024, þar sem brugðist hafði verið við ábendingum þeirra.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Eftir auglýsingu deiliskipulagstillögunnar og umsögn VÍ voru m.a. gerðar þær breytingar að felldar voru út lóðir og byggingarreitir við Háveg 64 og 67 ásamt Suðurgötu 93 og 95. Íbúðum við Suðurgötu 79-89 var einnig fækkað töluvert til að koma á móts við umsögn VÍ. Tillagan hefur því þegar verið endurskoðuð m.t.t. þess sem fram kemur í umsögn VÍ. Ekkert af því sem fram kemur í nýrri umsögn VÍ breytir afstöðu nefndarinnar hvað varðar nýjar lóðir við Suðurgötu 79-89. Nefndin leggur hinsvegar til að í kafla 2.6. í greinargerð deiliskipulagsins verði það sérstaklega áréttað að mælt sé með að ný hús sem byggð verða á Suðurgötu 79-89 áður en nýtt hættumat við Strengsgil liggur fyrir, séu byggð með viðeigandi styrkingum. Þar með telur nefndin skipulagið uppfylla skilyrði í reglugerð 505/2000, með síðari breytingum.
Arnar Þór Stefánsson tók til máls.

Nefndin lítur svo á að færist hættumatslína B niður fyrir byggð, sé um tímabundið ástand að ræða þar til varnarmannvirki hafa verið endurbætt.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.

17.Breyting á deiliskipulagi miðbæjar Siglufjarðar

Málsnúmer 2403025Vakta málsnúmer

Á 309. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags miðbæjar Siglufjarðar í samræmi við hönnunartillögu miðbæjarins sem kynnt var íbúum og hagaðilum haustið 2021.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Nefndin samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Enginn tók til máls.
Samþykkt
Samþykkt með 6 atkvæðum.
Jakob Kárason sat hjá.

18.Deiliskipulag Hrannarbyggð 2

Málsnúmer 2401031Vakta málsnúmer

Á 309. fundi skipulags- og umhverfisnefndar voru lagðar fram þrjár hugmyndir að útfærslu íbúða á reit Hrannarbyggðar 2.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin leggur til að unnin verði áfram deiliskipulagstillaga í samræmi við hugmynd nr. 2 og að skipulagsmörk verði útfærð að Bylgjubyggð 2, 2a og 2b.
Enginn tók til máls.
Samþykkt
Samþykkt með 7 atkvæðum.

19.Fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa - Námuvegur 8

Málsnúmer 2402032Vakta málsnúmer

Á 309. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var lögð fram tillaga Semey ehf. um breytta notkun húsnæðis við Námuveg 8 og óskað eftir breytingu á aðalskipulagi svo starfsemi hússins samræmist Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin samþykkir að breyta Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032 þannig að Námuvegur 8 sé innan landnotkunar verslunar og þjónustu (VÞ).
Samþykkt
Samþykkt með 7 atkvæðum.

20.Breytingar á afgreiðslu Íslandspósts í Fjallabyggð

Málsnúmer 2403049Vakta málsnúmer

Tekin fyrir ákvörðun Íslandspósts um breytingu á póstafgreiðslu á Siglufirði og Ólafsfirði ásamt beiðni Byggðarstofnunar um umsögn sveitarfélagsins vegna breytinganna.
Bæjarstjórn Fjallabyggðar mótmælir harðlega ákvörðun Póstsins um breytt þjónustuframboð fyrirtækisins í Fjallabyggð og annars staðar á landsbyggðinni. Fyrir liggur að með lokun póstafgreiðslna í Fjallabyggð skerðist þjónusta við íbúa Fjallabyggðar verulega og gengur sú skerðing þvert gegn yfirlýstu samfélagslegu hlutverki og ábyrgð Póstsins. Með þessari ákvörðun er samfélaginu í Fjallabyggð send þau skilaboð að fyrirtækið hafi ekki áhuga á að bjóða íbúum Fjallabyggðar persónulega þjónustu ásamt því að hagsmunir starfsfólks eru algjörlega fyrir borð bornir. Bæjarstjórn telur einnig að með þessari ákvörðun sé fólki með takmarkaða eða skerta tæknigetu sendar kaldar kveðjur af hálfu fyrirtækisins.
Bæjarstjóra er falið að svara umsagnarbeiðni Byggðastofnunar fyrir hönd sveitarfélagsins.

Fundi slitið - kl. 18:20.