Breytingar á afgreiðslu Íslandspósts í Fjallabyggð

Málsnúmer 2403049

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 241. fundur - 21.03.2024

Tekin fyrir ákvörðun Íslandspósts um breytingu á póstafgreiðslu á Siglufirði og Ólafsfirði ásamt beiðni Byggðarstofnunar um umsögn sveitarfélagsins vegna breytinganna.
Bæjarstjórn Fjallabyggðar mótmælir harðlega ákvörðun Póstsins um breytt þjónustuframboð fyrirtækisins í Fjallabyggð og annars staðar á landsbyggðinni. Fyrir liggur að með lokun póstafgreiðslna í Fjallabyggð skerðist þjónusta við íbúa Fjallabyggðar verulega og gengur sú skerðing þvert gegn yfirlýstu samfélagslegu hlutverki og ábyrgð Póstsins. Með þessari ákvörðun er samfélaginu í Fjallabyggð send þau skilaboð að fyrirtækið hafi ekki áhuga á að bjóða íbúum Fjallabyggðar persónulega þjónustu ásamt því að hagsmunir starfsfólks eru algjörlega fyrir borð bornir. Bæjarstjórn telur einnig að með þessari ákvörðun sé fólki með takmarkaða eða skerta tæknigetu sendar kaldar kveðjur af hálfu fyrirtækisins.
Bæjarstjóra er falið að svara umsagnarbeiðni Byggðastofnunar fyrir hönd sveitarfélagsins.