Reglur um stuðning við frumkvöðla og fyrirtæki

Málsnúmer 1401027

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 4. fundur - 09.01.2014

Reglur teknar fyrir til endurskoðunar.
Markaðs- og menningarnefnd samþykkir að gera tillögur til bæjarráðs um eftirfarandi breytingar.

Þar sem komi fram í reglum "atvinnumálanefnd"  verði breytt í  "markaðs- og menningarnefnd".
Einnig er lagt til að markaðs- og menningarnefnd hafi umsjón með framkvæmd reglnanna.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 329. fundur - 21.01.2014

Lagðar fram endurskoðaðar reglur um stuðning við frumkvöðla og fyrirtæki, sem samþykkt var á 4. fundi markaðs- og menningarnefndar þann 9. janúar 2014.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við fram komnar tillögur að breytingum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 823. fundur - 08.03.2024

Samkvæmt 7. gr. reglna um stuðning við frumkvöðla og fyrirtæki sem staðfestar voru á 97. fundi bæjarstjórnar þann 12. febrúar 2014 skal Markaðs- og menningarmálanefnd Fjallabyggðar endurskoða reglurnar árlega, fyrir lok ágústmánaðar og gera tillögur til bæjarráðs.
Samkvæmt gildandi erindisbréfi markaðs- og menningarnefndar frá 3. júlí 2018 hefur nefndin ekki lengur umsjón með málaflokknum. Af þeim sökum eru reglurnar lagðar fyrir bæjarráð.
Deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála leggur til að reglurnar verði afnumdar.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að reglurnar verði felldar brott og vísar þeirri ákvörðun til lokaafgreiðslu bæjarstjórnar. Reglurnar eiga ekki við í dag í ljósi þess að þau verkefni sem þær taka á falla í dag undir starfssvið Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) og því óþarft að sveitarfélagið hafi reglur sem skarast á við það.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 241. fundur - 21.03.2024

Á 823. fundi bæjarráðs var samþykkt að reglur um stuðning við frumkvöðla og fyrirtæki frá 2014 yrðu felldar brott og vísaði þeirri ákvörðun til lokaafgreiðslu bæjarstjórnar.
Reglurnar eiga ekki við í dag í ljósi þess að þau verkefni sem þær taka á falla í dag undir starfssvið Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) og því óþarft að sveitarfélagið hafi reglur sem skarast á við það.
Helgi Jóhannsson, Tómas Atli Einarsson, S. Guðrún Hauksdóttir, Arnar Þór Stefánsson og Sigríður Ingvarsdóttir tóku til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir með 7 greiddum atkvæðum að fella reglurnar úr gildi þar sem þær eiga ekki lengur við.