Bæjarstjórn Fjallabyggðar

214. fundur 11. maí 2022 kl. 17:00 - 18:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
 • Helga Helgadóttir forseti bæjarstjórnar, D-lista
 • S. Guðrún Hauksdóttir bæjarfulltrúi, D lista
 • Jón Valgeir Baldursson bæjarfulltrúi, H lista
 • Tómas Atli Einarsson bæjarfulltrúi, D lista
 • Nanna Árnadóttir bæjarfulltrúi, I lista
 • Helgi Jóhannsson bæjarfulltrúi, H lista
 • Guðrún Linda Rafnsdóttir bæjarfulltrúi, I lista
Starfsmenn
 • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
 • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Í upphafi fundar óskaði forseti bæjarstjórnar eftir að bera upp dagskrártillögu að bæta máli nr. 13 við dagskrá fundarins. Samþykkt með 7 atkvæðum að bæta máli nr. 2205040 - Endurskoðun starfsreglna Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar sem 13 lið dagskrár.


H-listi óskaði eftir fundarhléi kl.17:17 sem lauk kl. 17:32.
D-listi óskaði eftir fundarhléi kl.17:41 sem lauk kl. 17:45.

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 738. fundur - 22. apríl 2022.

Málsnúmer 2204008FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 19 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 5 og 13.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

 • 1.5 2104020 Viðbygging við Grunnskólann í Ólafsfirði - frumkostnaðarmat.
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 738. fundur - 22. apríl 2022. Bæjarráð þakkar framlögð frumdrög að hönnun og kostnaðarmati vegna viðbyggingar og samþykkir að beina því til bæjarstjórnar að nú þegar verði hafist handa við að hanna viðbygginguna að fullu og bjóða verkið út m.v. að skólahald geti hafist í húsnæðinu haustið 2023. Bókun fundar Til máls tók Nanna Árnadóttir.


  Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
 • 1.13 2204050 Umsagnarbeiðni gisting fl. II Soffias House
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 738. fundur - 22. apríl 2022. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 739. fundur - 28. apríl 2022

Málsnúmer 2204009FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 12 liðum.

Til afgreiðslu er liður 3.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Enginn tók til máls.
 • 2.3 2202047 Viðauki við fjárhagsáætlun 2022 - Hagvaxtarauki
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 739. fundur - 28. apríl 2022 Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka nr.9/2022 við fjárhagsáætlun 2022 að fjárhæð kr. 30.706.624.- og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum framlagðan viðauka nr.9 við fjárhagsáætlun 2022 sem mætt verður með lækkun á handbæru fé.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 740. fundur - 2. maí 2022.

Málsnúmer 2204011FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 1 lið sem ekki þarfnast afgreiðslu bæjarstjórnar.

Enginn tók til máls.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

4.Bæjarráð Fjallabyggðar - 741. fundur - 5. maí 2022.

Málsnúmer 2204013FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 16 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 2 og 5.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Enginn tók til máls.

 • 4.2 2205018 Þjónustuhús á tjaldsvæði við Stóra Bola Siglufirði.
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 741. fundur - 5. maí 2022. Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu deildarstjóra tæknideildar og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og felur deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að vinna viðauka að fjárhæð 1 millj.kr. sem fjármagnaður verði af handbæru fé og leggja fyrir bæjarstjórn. Bókun fundar Lagður fram útfærður viðauki nr.11 við fjárhagsáætlun 2022.

  Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum viðauka 11 við fjárhagsáætlun 2022 að fjárhæð kr. 1.000.000.- sem mætt verður með lækkun á handbæru fé vegna tjaldsvæðis við Stóra Bola sem færður verður á deild 13620, lykil 4960.
 • 4.5 2204096 Félag um Foreldrajafnrétti - ósk um styrk
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 741. fundur - 5. maí 2022. Bæjarráð þakkar erindið en sér sér ekki fært að verða við ósk félagsins um styrk. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.

5.Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 22. fundur - 26. apríl 2022.

Málsnúmer 2204004FVakta málsnúmer

Fundargerð Stýrihóps Heilsueflandi samfélags er í 4 liðum.

Til afgreiðslu er liður 3.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Enginn tók til máls.
 • 5.3 2112024 Stýrihópur Heilsueflandi Fjallabyggð
  Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 22. fundur - 26. apríl 2022. Stýrihópur um heilsueflandi samfélag samþykkir að vísa eftirfarandi tillögu til afgreiðslu bæjarstjórnar:
  Stýrihópurinn leggur til við bæjarstjórn Fjallabyggðar að fulltrúar áðurnefndra hagsmunaaðila í stýrihópnum, verði útnefndir til ákveðins árafjölda í einu, á þann hátt að við upphaf nýs kjörtímabils verði óskað eftir endurnýjuðu umboði sitjandi fulltrúa eða útnefningu nýrra.
  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum tillögu stýrihópsins og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála úrvinnslu málsins.

6.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 111. fundur - 2. maí 2022.

Málsnúmer 2204012FVakta málsnúmer

Fundargerð fræðslu- og frístundanefndar er í 5 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 1 og 5.

Enginn tók til máls.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
 • 6.1 2203015 Skóladagatöl 2022-2023
  Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 111. fundur - 2. maí 2022. Undir þessum lið sátu Kristín M. Karlsdóttir aðstoðarskólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar, Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskólans, Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Halldóra M. Elíasdóttir fulltrúi kennara.
  Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir drög að skóladagatölum Leikskóla Fjallabyggðar og Grunnskóla Fjallabyggðar fyrir komandi skólaár 2022-2023.
  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu fræðslu- og frístundanefndar.
 • 6.5 2202013 Reglur um skólaakstur í Fjallabyggð
  Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 111. fundur - 2. maí 2022. Undir þessum lið sat Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir fyrir sitt leyti drög að endurskoðun reglna um skólaakstur í Fjallabyggð og vísar til afgeiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu fræðslu- og frístundanefndar.

7.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 284. fundur - 4. maí 2022.

Málsnúmer 2204010FVakta málsnúmer

Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar er í 17 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 1, 8, 9, 10, 11, 12, 13, 14 og 16.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Enginn tók til máls.
 • 7.1 2204020 Fyrirspurn um áform og framkvæmdir á athafnasvæði, Ólafsfirði
  Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 284. fundur - 4. maí 2022. Nefndin þakkar Steinarri Lár Steinarssyni, formanni Brimbrettafélags Íslands og Aðalheiði Ýr Thomas fyrir komuna og upplýsandi kynningu og fróðleik um sérstöðu öldunnar neðan við Brimnestöng í Ólafsfirði.
  Nefndin leggur til að samráð verði haft við brimbrettasamfélagið ef til landfyllingar og annarra framkvæmda kemur á svæðinu.
  Nefndin þakkar þeim sérstaklega fyrir brimbretti sem þau færðu bæjarfélaginu að gjöf, en þróun og hönnun brettisins miðast við aðstæður öldunnar í Ólafsfirði.
  Bókun fundar S. Guðrún Hauksdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu fyrir hönd D- og I- lista:

  Á undanförnum árum hefur komið í ljós að hluti strandlengjunnar við austanverðan Ólafsfjörð er vegna öldufars og annarra aðstæðna tilvalin til brimbrettaiðkunar. Um þetta vitna bæði gestir sem til Fjallabyggðar hafa komið, heimamenn sem íþróttina stunda sem og heimildarmyndir um íþróttina.
  Einnig er ljóst að sá staður sem brimbrettafólk hefur nýtt til iðkunar íþróttarinnar hentar ákaflega vel til sjóbaða og til að njóta einstakrar náttúrufegurðar Ólafsfjarðar og útsýnis á haf út. Í ljósi ofangreinds þá leggja fulltrúar D og I lista í Fjallabyggð til að skipulags- og umhverfisnefnd í samvinnu við tæknideild verði falið að gera tillögu til bæjarstjórnar um afmörkun lóðar og tillögu að skipulagi á aðstöðu fyrir brimbrettafólk, fólk sem stundar sjóböð og aðra ferðamenn norðan við núverandi mörk deiliskipulags við Námuveg.

  Tillaga D- og I- lista borin upp til atkvæðagreiðslu, tillagan samþykkt með 7 atkvæðum.

  Bókun frá H-lista :
  H- listinn fagnar því að núverandi meirihluti átti sig loks á þeim möguleikum sem svæðið sem um ræðir hefur uppá að bjóða. Frá árinu 2017 hefur Helgi Jóhannsson og síðar H- listinn lagt fram tillögur sem snúa að bættri aðstöðu fyrir brimbrettafólk m.a. byggingu á aðstöðuhúsi og tilfærslu á geymslusvæði sveitarfélagsins. Má þar benda á erindi í markaðs- og menningarnefnd frá 10.05.2017 frá Helga Jóhannssyni. Hingað til hefur málið ekki fengið brautargengi.

 • 7.8 2104046 Ósk um frest - Bakkabyggð 4
  Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 284. fundur - 4. maí 2022. Nefndin samþykkir að veita frest til 6 mánaða. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • 7.9 2204039 Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Suðurgata 16
  Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 284. fundur - 4. maí 2022. Samþykkt Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • 7.10 2204040 Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Suðurgata 18
  Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 284. fundur - 4. maí 2022. Samþykkt Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • 7.11 2204041 Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Suðurgata 20
  Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 284. fundur - 4. maí 2022. Samþykkt Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • 7.12 2204092 Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Ægisgata 32
  Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 284. fundur - 4. maí 2022. Samþykkt Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • 7.13 2204099 Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Hávegur 65
  Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 284. fundur - 4. maí 2022. Samþykkt Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • 7.14 2204102 Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Norðurgata 5b
  Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 284. fundur - 4. maí 2022. Samþykkt Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • 7.16 2205024 Efnistaka í Þjófavaðshyl, Ólafsfjarðará
  Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 284. fundur - 4. maí 2022. Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

8.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 128. fundur - 9. maí 2022.

Málsnúmer 2205002FVakta málsnúmer

Fundargerð Hafnarstjórnar er í 6 liðum.

Til afgreiðslu er liður 3.

Enginn tók til máls.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 128 Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leiti framlögð drög að stefnu Fjallabyggðarhafna og vísar drögunum til umræðu í bæjarstjórn. Einnig þakkar hafnarstjórn öllum þeim sem að stefnumótunarvinnunni komu með einum eða öðrum hætti. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum stefnu Fjallabyggðahafna.

9.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 86. fundur - 9. maí 2022.

Málsnúmer 2205001FVakta málsnúmer

Fundargerð markaðs- og menningarnefndar er í 3 liðum sem ekki þarfnast afgreiðslu bæjarstjórnar.

Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir undir lið nr. 2.

Til máls tóku Jón Valgeir Baldursson, S. Guðrún Hauksdóttir, Elías Pétursson og Helga Helgadóttir undir lið nr. 3.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

10.Ársreikningur Fjallabyggðar 2021

Málsnúmer 2204105Vakta málsnúmer

Samþykkt
Framlagður ársreikningur Fjallabyggðar 2021 borinn upp til afgreiðslu og samþykkur með 7 atkvæðum og undirrita kjörnir fulltrúar ársreikninginn því til staðfestingar, ásamt ábyrgðar- og skuldbindingaryfirliti.

11.Undirbúningur fyrir sveitarstjórnarkosningar 2022

Málsnúmer 2203048Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar kjörskrárstofn vegna sveitarstjórnakosninga 14. maí 2022 fyrir Fjallabyggð.

Á kjörskrá í Fjallabyggð eru 1549,
Ólafsfirði 623 og Siglufirði 926.

Þjóðskrá Íslands sendir breytingu þann 4. maí 2022 og tilkynnti að leiðrétta ætti kjörskrárstofninn skv. b.lið 32. gr. kosningalaga nr. 112/2021.

Á kjörskrá í Fjallabyggð eftir breytingar eru 1546.
Á Siglufirði 924, karlar 462 og konur 462.
Á Ólafsfirði 622, karlar 316 og konur 306
Lagt fram til kynningar

12.Trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum Fjallabyggðar 2018 - 2022

Málsnúmer 1806014Vakta málsnúmer

Breyting hjá I-lista.

Varamaður í yfirkjörstjórn verður Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir í staðinn fyrir Gunnlaugu Björk Guðbjörnsdóttur.

Varamaður í undirkjörstjórn Siglufirði verður Jón Hrólfur Baldursson í staðinn fyrir Kristinn Kristjánsson.

Samþykkt
Samþykkt með 7 atkvæðum.

13.Endurskoðun starfsreglna Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar

Málsnúmer 2205040Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að breyttum starfsreglum svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar sem hafa verið samþykktar af svæðisskipulagsnefnd.

Megin breyting frá fyrri drögum er að nefndarmönnum er fækkað og laun formanns eru lækkuð. Markmið nefndarinnar með þessum breytingum er að lækka kostnað vegna funda en um leið að viðhalda þessum þarfa samráðsvettvangi sveitarfélaga við Eyjafjörð.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir framlögð drög af breytingum á starfsreglum svæðisskipulagsnefndar með 7 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 18:30.