Hafnarstjórn Fjallabyggðar

128. fundur 09. maí 2022 kl. 16:00 - 17:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Tómas Atli Einarsson formaður, D lista
  • Guðmundur Gauti Sveinsson aðalmaður, D lista
  • Ægir Bergsson aðalmaður, I lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Andri Viðar Víglundsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
  • Friðþjófur Jónsson yfirhafnarvörður
Fundargerð ritaði: Elías Pétursson hafnarstjóri

1.Aflatölur 01.01 til 09.05 2022

Málsnúmer 2202026Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Friðþjófur Jónsson yfirhafnarvörður.

Hafnarstjóri lagði fram og fór yfir tölur um landaðan afla til og með 9. maí með samanburði við fyrri ár. Á Siglufirði hafa 2.893 tonn borist á land í 148 löndunum, samtímatölur fyrra árs eru 6.113 tonn í 283 löndunum. Á Ólafsfirði hafa 218,8 tonn borist á land í 228 löndunum, á sama tíma í fyrra hafði 303,5 tonnum verið landað í 202 löndunum.

2.Rekstraryfirlit - 2022

Málsnúmer 2204016Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Friðþjófur Jónsson yfirhafnarvörður.

Hafnarstjóri lagði fram og fór yfir þriggja mánaða rekstraryfirlit hafnarsjóðs.

Friðþjófur Jónsson vék af fundi kl. 16:15

3.Framtíðar stefnumótun Fjallabyggðarhafna

Málsnúmer 2201015Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að stefnu Fjallabyggðarhafna til 2030, drögin eru unnin af hafnarstjórn með aðstoð og ráðgjöf frá KPMG. Ferli stefnumótunar var með þeim hætti að verkefnisstjórn (hafnarstjórn) fundaði alls fimm sinnum, haldnir voru tveir opnir fundir með hagaðilum á og við hafnarsvæðin ásamt og að ráðgjafi tók sérstaklega viðtöl við stærri hagaðila á og við hafnarsvæðin.
Vísað til Bæjarstjórnar
Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leiti framlögð drög að stefnu Fjallabyggðarhafna og vísar drögunum til umræðu í bæjarstjórn. Einnig þakkar hafnarstjórn öllum þeim sem að stefnumótunarvinnunni komu með einum eða öðrum hætti.

4.Takmarkanir á komum Rússneskra skipa til íslenskra hafna

Málsnúmer 2204055Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar gögn, tölvupóstar og fylgiskjöl, er varða bann við aðgangi skipa sem sigla undir Rússneskum fána að höfnum Íslands, sbr. reglugerð 532/2022 um þvingunaraðgerðir varðandi Úkraínu með síðari breytingum, dags. 6. maí 2022 sem innleiðir reglugerð ráðsins (ESB) nr. 2022/576. Vísað er til framangreindrar reglugerðar um bannið.

5.Hafnarstjórn - Önnur mál 2022

Málsnúmer 2201013Vakta málsnúmer

Engin önnur mál.

6.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2022.

Málsnúmer 2202020Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 443. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.

Fundi slitið - kl. 17:00.