Ársreikningur 2021

Málsnúmer 2204105

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 740. fundur - 02.05.2022

Lagður fram ársreikningur Fjallabyggðar 2021.
Vísað til Bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir að vísa ársreikningi 2021 til fyrri umræðu í bæjarstjórn Fjallabyggðar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 213. fundur - 03.05.2022

Bæjarstjóri lagði fram drög að ársreikningi 2021 ásamt fylgiskjölum, drögin voru samþykkt af bæjarráði á 740. fundi ráðsins 2. maí 2022 og vísað til umfjöllunar í bæjarstjórn í samræmi við samþykktir sveitarfélagsins.

Á fundinn kom kl.17:00, í fjarfundi, Þorsteinn Þorsteinsson endurskoðandi sveitarfélagsins og fór yfir helstu niðurstöður ársreiknings Fjallabyggðar fyrir árið 2021. Þorsteinn vék af fundi kl.17.52.

Rekstrarniðurstaða samstæðu (A og B-hluta) er neikvæð um 155 millj.kr. en var jákvæð um 77 millj.kr. 2020. Meginástæða verri afkomu er hækkun á lífeyrisskuldbindingum vegna ytri ákvarðana um breytingar á forsendum útreikninga. Ef ekki hefði komið til umræddrar hækkunar lífeyrisskuldbindingar þá hefði rekstrarniðurstaða samstæðu orðið jákvæð um 30 millj.kr. Rekstrarniðurstaða A-hluta er neikvæð um 184 millj.kr. en hefði verið í jafnvægi ef ekki hefði komið til óvæntrar hækkunar lífeyrisskuldbindingar. Fjárfestingar ársins námu 222 millj.kr. og engin ný lán voru tekin. Veltufé frá rekstri nam 331 millj.kr. eða 10.1% af tekjum en var 377 millj.kr. árið 2020 (12.1%). Handbært fé hækkaði um 53 millj.kr. á árinu og nam 413 millj.kr. í árslok, veltufjárhlutfall er 1,50.
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum að vísa ársreikningi Fjallabyggðar 2021 til síðari umræðu í bæjarstjórn þann 11. maí nk.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 214. fundur - 11.05.2022

Samþykkt
Framlagður ársreikningur Fjallabyggðar 2021 borinn upp til afgreiðslu og samþykkur með 7 atkvæðum og undirrita kjörnir fulltrúar ársreikninginn því til staðfestingar, ásamt ábyrgðar- og skuldbindingaryfirliti.