Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 284. fundur - 4. maí 2022.

Málsnúmer 2204010F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 214. fundur - 11.05.2022

Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar er í 17 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 1, 8, 9, 10, 11, 12, 13, 14 og 16.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Enginn tók til máls.
 • .1 2204020 Fyrirspurn um áform og framkvæmdir á athafnasvæði, Ólafsfirði
  Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 284. fundur - 4. maí 2022. Nefndin þakkar Steinarri Lár Steinarssyni, formanni Brimbrettafélags Íslands og Aðalheiði Ýr Thomas fyrir komuna og upplýsandi kynningu og fróðleik um sérstöðu öldunnar neðan við Brimnestöng í Ólafsfirði.
  Nefndin leggur til að samráð verði haft við brimbrettasamfélagið ef til landfyllingar og annarra framkvæmda kemur á svæðinu.
  Nefndin þakkar þeim sérstaklega fyrir brimbretti sem þau færðu bæjarfélaginu að gjöf, en þróun og hönnun brettisins miðast við aðstæður öldunnar í Ólafsfirði.
  Bókun fundar S. Guðrún Hauksdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu fyrir hönd D- og I- lista:

  Á undanförnum árum hefur komið í ljós að hluti strandlengjunnar við austanverðan Ólafsfjörð er vegna öldufars og annarra aðstæðna tilvalin til brimbrettaiðkunar. Um þetta vitna bæði gestir sem til Fjallabyggðar hafa komið, heimamenn sem íþróttina stunda sem og heimildarmyndir um íþróttina.
  Einnig er ljóst að sá staður sem brimbrettafólk hefur nýtt til iðkunar íþróttarinnar hentar ákaflega vel til sjóbaða og til að njóta einstakrar náttúrufegurðar Ólafsfjarðar og útsýnis á haf út. Í ljósi ofangreinds þá leggja fulltrúar D og I lista í Fjallabyggð til að skipulags- og umhverfisnefnd í samvinnu við tæknideild verði falið að gera tillögu til bæjarstjórnar um afmörkun lóðar og tillögu að skipulagi á aðstöðu fyrir brimbrettafólk, fólk sem stundar sjóböð og aðra ferðamenn norðan við núverandi mörk deiliskipulags við Námuveg.

  Tillaga D- og I- lista borin upp til atkvæðagreiðslu, tillagan samþykkt með 7 atkvæðum.

  Bókun frá H-lista :
  H- listinn fagnar því að núverandi meirihluti átti sig loks á þeim möguleikum sem svæðið sem um ræðir hefur uppá að bjóða. Frá árinu 2017 hefur Helgi Jóhannsson og síðar H- listinn lagt fram tillögur sem snúa að bættri aðstöðu fyrir brimbrettafólk m.a. byggingu á aðstöðuhúsi og tilfærslu á geymslusvæði sveitarfélagsins. Má þar benda á erindi í markaðs- og menningarnefnd frá 10.05.2017 frá Helga Jóhannssyni. Hingað til hefur málið ekki fengið brautargengi.

 • .8 2104046 Ósk um frest - Bakkabyggð 4
  Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 284. fundur - 4. maí 2022. Nefndin samþykkir að veita frest til 6 mánaða. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • .9 2204039 Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Suðurgata 16
  Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 284. fundur - 4. maí 2022. Samþykkt Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • .10 2204040 Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Suðurgata 18
  Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 284. fundur - 4. maí 2022. Samþykkt Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • .11 2204041 Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Suðurgata 20
  Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 284. fundur - 4. maí 2022. Samþykkt Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • .12 2204092 Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Ægisgata 32
  Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 284. fundur - 4. maí 2022. Samþykkt Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • .13 2204099 Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Hávegur 65
  Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 284. fundur - 4. maí 2022. Samþykkt Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • .14 2204102 Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Norðurgata 5b
  Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 284. fundur - 4. maí 2022. Samþykkt Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • .16 2205024 Efnistaka í Þjófavaðshyl, Ólafsfjarðará
  Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 284. fundur - 4. maí 2022. Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.