Bæjarstjórn Fjallabyggðar

212. fundur 13. apríl 2022 kl. 17:00 - 19:00 í Tjarnarborg Aðalgötu 13 Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir forseti bæjarstjórnar, D-lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir bæjarfulltrúi, D lista
  • Jón Valgeir Baldursson bæjarfulltrúi, H lista
  • Tómas Atli Einarsson bæjarfulltrúi, D lista
  • Nanna Árnadóttir bæjarfulltrúi, I lista
  • Helgi Jóhannsson bæjarfulltrúi, H lista
  • Guðrún Linda Rafnsdóttir bæjarfulltrúi, I lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 733. fundur - 10. mars 2022

Málsnúmer 2203005FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 13 liðum sem ekki þarfnast afgreiðslu bæjarstjórnar.

Enginn tók til máls.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 734. fundur - 17. mars 2022.

Málsnúmer 2203006FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 14 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 2, 3, 4 og 7.

Enginn tók til máls.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
  • 2.2 2111004 Erindi frá Hestamannafélaginu Gnýfara
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 734. fundur - 17. mars 2022. Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka nr. 6/2022 við fjárhagsáætlun 2022 að fjárhæð kr. 4.400.000.- vegna framkvæmda úrbóta vestan við ós Ólafsfjarðarvatns, sem mætt verður með lækkun á handbæru fé og vísar honum til afgreiðslu og umfjöllunar í bæjarstjórn. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum framlagðan viðauka nr.6 við fjárhagsáætlun 2022 sem mætt verður með lækkun á handbæru fé.
  • 2.3 2202083 Beiðni um viðauka vegna viðhalds körfubifreiðar Slökkviliðs
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 734. fundur - 17. mars 2022. Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka nr. 4/2022 við fjárhagsáætlun 2022 að fjárhæð kr. 600.000.- vegna viðgerðar á körfubíl slökkviliðs, sem mætt verður með lækkun á handbæru fé og vísar honum til afgreiðslu og umfjöllunar í bæjarstjórn. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum framlagðan viðauka nr.4 við fjárhagsáætlun 2022 sem mætt verður með lækkun á handbæru fé.
  • 2.4 2202058 Viðhald Laugarvegur 39
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 734. fundur - 17. mars 2022. Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka nr. 5/2022 við fjárhagsáætlun 2022 að fjárhæð kr. 550.000.- vegna viðhalds á íbúð að Laugarvegi 39, sem mætt verður með lækkun á handbæru fé og vísar honum til afgreiðslu og umfjöllunar í bæjarstjórn. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum framlagðan viðauka nr. 5 við fjárhagsáætlun 2022 sem mætt verður með lækkun á handbæru fé.
  • 2.7 2203021 Umsókn um rekstrarleyfi gistingar fl II - Norðurgata 9
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 734. fundur - 17. mars 2022. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 735. fundur - 24. mars 2022.

Málsnúmer 2203008FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 14 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 6, 8 og 12.

Til máls tóku Helgi Jóhannsson, Elías Pétursson og S. Guðrún Hauksdóttir undir lið 14.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
  • 3.6 2203044 Samkomulag um strenglagnir í Ólafsfirði RARIK
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 735. fundur - 24. mars 2022. Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum samkomulag um strenglagnir í Ólafsfirði og felur bæjarstjóra að undirrita framlagða samninga.
  • 3.8 2203024 Erindi til sveitarfélaga vegna móttöku flóttafólks
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 735. fundur - 24. mars 2022. Bæjarráð Fjallabyggðar fordæmir harðlega innrás Rússa í Úkraínu sem kallað hefur bæði mikla þjáningu og eyðileggingu yfir saklaust fólk.

    Bæjarráð samþykkir að Fjallabyggð taki þátt í móttöku flóttafólks frá Úkraínu og felur bæjarstjóra að láta ráðuneytið vita um vilja sveitarfélagsins hvað það varðar og að hafa að öðru leyti umsjón með viðræðum við ráðuneytið um hugsanlega móttöku flóttamanna. Það er mat bæjarráðs Fjallabyggðar að það sé skylda allra sem það geta að taka þátt í því að létta byrðar sem hafa verið lagðar á íbúa Úkraínu vegna tilhæfulausra innrásar í landið. Íbúar Fjallabyggðar skorast ekki undan þeirri ábyrgð að hlúa að þeim íbúum Úkraínu sem nú þurfa að flýja heimili sín og það líf sem það fólk áður þekkti.

    Bæjarráð hvetur alla sem það geta að leggja til húsnæði vegna verkefnisins að skrá það inn á www.island.is, en móttaka mögulegra flóttamanna til sveitarfélagsins verður skipulögð í nánu samstarfi ríkis og viðkomandi sveitarfélaga.
    Bókun fundar Bæjarstjórn tekur samhljóða undir bókun bæjarráðs frá 24. mars sl.
  • 3.12 2202027 Húsnæðisáætlun 2022
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 735. fundur - 24. mars 2022. Bæjarráð samþykkir framlögð drög að áætlun fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu og samþykktar bæjarstjórnar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum framlögð drög að húsnæðisáætlun Fjallabyggðar 2022 og felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að gera áætlunina aðgengilega á heimasíðu Fjallabyggðar.

4.Bæjarráð Fjallabyggðar - 736. fundur - 31. mars 2022.

Málsnúmer 2203011FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 15 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 1, 4, og 6.

Enginn tók til máls.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
  • 4.1 2111018 Gjaldskrár Vatnsveitu 2022
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 736. fundur - 31. mars 2022. Bæjarráð samþykkir framlögð drög að breyttri gjaldskrá og vísar henni til bæjarstjórnar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum framlagða gjaldskrá Vatnsveitu 2022 með áorðnum breytingum og felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að auglýsa gjaldskránna í Stjórnartíðindum b-deild.
  • 4.4 2203018 Útilýsing við stofnanir Fjallabyggðar
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 736. fundur - 31. mars 2022. Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leiti að ráðist verði í þær úrbætur á lýsingu við stofnanir Fjallabyggðar sem reifaðar eru í framlögðu minnisblaði og vísar málinu til umfjöllunar í bæjarstjórn. Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.

    Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs og viðauka nr. 8 við fjárhagsáætlun 2022 að upphæð kr. 4.000.000.-, sem mætt verði með lækkun á handbæru fé, vegna úrbóta á lýsingu við stofnanir Fjallabyggðar, sem verður eignfærður á verkefnið Götulýsing 2022.

  • 4.6 2201057 Sundlaug Ólafsfirði, flísalögn á útisvæði
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 736. fundur - 31. mars 2022. Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leiti að ráðist verði í lagfæringar á flísalögn á sundlaugasvæði byggt á framlögðu minnisblaði og vísar málinu til umfjöllunar í bæjarstjórn. Bókun fundar Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir og Helgi Jóhannsson.


    Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum að ráðist verði í lagfæringar á flísalögn á útisvæði sundlaugar í Ólafsfirði, áætlaður framkvæmdakostnaður er 10.millj.kr.

    Einnig samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarráði fullnaðarafgreiðslu viðauka þegar tilboð í verkið liggur fyrir en þó ekki hærri fjárhæð en 11 milljónir króna.

5.Bæjarráð Fjallabyggðar - 737. fundur - 7. apríl 2022

Málsnúmer 2204001FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 19 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 3, 7, 8 og 9.

Til máls tóku Helgi Jóhannsson og Elías Pétursson undir lið 2.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
  • 5.3 2204025 Viðhorfskönnun - húsnæðismál
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 737. fundur - 7. apríl 2022. Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu formanns og felur bæjarstjóra að fá RHA til verksins, einnig samþykkt að fela deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að vinna viðauka að fjárhæð 1,7 millj.kr. sem fjármagnaður verði af handbæru fé og leggja fyrir bæjarstjórn. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs og viðauka nr. 7 við fjárhagsáætlun 2022 að upphæð kr. 1.700.000.-, sem mætt verður með lækkun á handbæru fé, vegna könnunar á viðhorfum eldri íbúa Fjallabyggðar, sem gjaldfærður verður á málaflokk 02400, lykill 4390.


  • 5.7 2204017 Endurskoðun á samstarfssamningi milli Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um samrekstur á tónlistarskóla.
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 737. fundur - 7. apríl 2022. Bæjarráð samþykkir framlögð drög að samstarfssamningi og felur bæjarstjóra að undirrita hann fyrir hönd Fjallabyggðar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs og samþykkir samstarfssamninginn með áorðnum breytingum og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
  • 5.8 2102044 Stofnanasamningur milli FÍH og Hornbrekku
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 737. fundur - 7. apríl 2022. Bæjarráð samþykkir framlagðan samning fyrir sitt leiti og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum framlagðan stofnanasamning og felur bæjarstjóra að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins.
  • 5.9 2204002 Umsagnarbeiðni - tímabundið áfengisleyfi Skíðasvæði Skarðsdal
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 737. fundur - 7. apríl 2022. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.

6.Ungmennaráð Fjallabyggðar - 31. fundur - 9. mars 2022.

Málsnúmer 2202011FVakta málsnúmer

Fundargerð Ungmennaráðs er í 2 liðum sem ekki þarfnast afgreiðslu bæjarstjórnar.

Enginn tók til máls.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

7.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 85. fundur - 10. mars 2022.

Málsnúmer 2203001FVakta málsnúmer

Fundargerð Markaðs- og menningarnefndar er í 3 liðum sem ekki þarfnast afgreiðslu bæjarstjórnar.

Enginn tók til máls.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

8.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 136. fundur - 18. mars 2022.

Málsnúmer 2203007FVakta málsnúmer

Fundargerð Félagsmálanefndar er í 7 liðum sem ekki þarfnast afgreiðslu bæjarstjórnar.

Enginn tók til máls.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

9.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 137. fundur - 1. apríl 2022.

Málsnúmer 2203012FVakta málsnúmer

Fundargerð Félagsmálanefndar er í 4 liðum sem ekki þarfnast afgreiðslu bæjarstjórnar.

Enginn tók til máls.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

10.Yfirkjörstjórn Fjallabyggðar - 51. fundur - 24. mars 2022.

Málsnúmer 2203010FVakta málsnúmer

Fundargerð Yfirkjörstjórnar er í einum lið sem ekki þarfnast afgreiðslu bæjarstjórnar.

Enginn tók til máls.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

11.Yfirkjörstjórn Fjallabyggðar - 52

Málsnúmer 2204006FVakta málsnúmer

Fundargerð Yfirkjörstjórnar er í einum lið sem ekki þarfnast afgreiðslu bæjarstjórnar.

Enginn tók til máls.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

12.Yfirkjörstjórn Fjallabyggðar - 53

Málsnúmer 2204007FVakta málsnúmer

Fundargerð Yfirkjörstjórnar er í einum lið sem ekki þarfnast afgreiðslu bæjarstjórnar.

Enginn tók til máls.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

13.Stjórn Hornbrekku - 32. fundur - 25. mars 2022.

Málsnúmer 2203009FVakta málsnúmer

Fundargerð stjórnar Hornbrekku er í 3 liðum sem ekki þarfnast afgreiðslu bæjarstjórnar.

Enginn tók til máls.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

14.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 110. fundur - 4. apríl 2022

Málsnúmer 2203013FVakta málsnúmer

Fundargerð Fræðslu- og frístundanefndar er í 4 liðum.

Til afgreiðslu er liður 3.

Enginn tók til máls.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
  • 14.3 1910006 Reglur Fjallabyggðar um úthlutun styrkja til fræðslumála
    Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 110. fundur - 4. apríl 2022 Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir breytingar á reglum um úthutun fræðslustyrkja fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

15.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 127. fundur - 5. apríl 2022.

Málsnúmer 2204002FVakta málsnúmer

Fundargerð Hafnarstjórnar er í 10 liðum sem ekki þarfnast afgreiðslu bæjarstjórnar.

Enginn tók til máls.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Bæjarstjórn þakkar Heimi Sverrissyni fyrir vel unnin störf sem yfirhafnarvörður og óskar honum velfarnaðar um leið og bæjarstjórn býður Friðþjóf Jónsson velkominn til starfa.

16.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 283

Málsnúmer 2204003FVakta málsnúmer

Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar er í 20 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 2, 3, 11, 12, 13, 14, 15 og 16.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Til máls tóku Helgi Jóhannsson, S. Guðrún Hauksdóttir og Elías Pétursson undir lið 4 og Helgi Jóhannsson undir lið 5.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 283 Nefndin samþykkir framlagða deiliskipulagsbreytingu og felur tæknideild að senda auglýsingu um staðfestingu deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda og í framhaldinu til Skipulagsstofnunar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 283 Nefndin samþykkir, með áorðnum breytingum, greinargerð og uppdrætti deiliskipulagstillögu og leggur til við bæjarstjórn að hún verði kynnt íbúum og umsagnaraðilum í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 283 Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 283 Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 283 Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 283 Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 283 Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 283 Nefndin áréttar að samþykkt bæjarstjórnar Ólafsfjarðar frá 1993 um lokun námu ofan Hlíðarvegar verði fylgt eftir.
    Nefndin felur tæknideild að sækja um starfsleyfi Umhverfisstofnunar fyrir losunarstaði á óvirkum úrgangi í Fjallabyggð.
    Bókun fundar Til máls tóku Tómas Atli Einarsson, Helgi Jóhannsson, S. Guðrún Hauksdóttir, Elías Pétursson, og Jón Valgeir Baldursson.

    Bæjarstjórn tekur undir bókun nefndarinnar þess efnis að fylgja eftir bókun bæjarráðs Ólafsfjarðar frá 1993 eins fljótt og verða má um lokun losunarstaðar ofan Hlíðarvegs og samþykkir að fela bæjarráði að vinna málið áfram með tilliti til framtíðarlausnar.

17.Samningur við Bríet leigufélag um yfirfærslu eigna

Málsnúmer 2204037Vakta málsnúmer

Til máls tóku Elías Pétursson, Nanna Árnadóttir, Jón Valgeir Baldursson, S. Guðrún Hauksdóttir, Helgi Jóhannsson og Helga Helgadóttir.

Inngangur
Lögð voru fram frumdrög að samningi um yfirfærslu (kaup) tiltekinna íbúða í eigu Fjallabyggðar inn í Leigufélagið Bríeti auk nánari lýsinga á umræddum eignum. Í máli bæjarstjóra kom fram að um væri að ræða 16 íbúðir sem til álita komi að selja inn í Leigufélagið, annarsvegar íbúðir við Ólafsvegi 32 og hinsvegar íbúðir við Hvanneyrarbraut 42. Allt eru þetta íbúðir sem hafa verið leigðar út á almennum markaði og því mun yfirfærslan, þ.e. komi til hennar, ekki hafa nein áhrif á félagsþjónustu sveitarfélagsins hvað varðar afhendingu íbúða. Leigufélagið Bríet er í sameiginlegri eigu ríkisins og sveitarfélaga, auk þess að vera óhagnaðardrifið félag. Af þeim sökum mun yfirfærslan, komi til hennar, ekki hafa áhrif á stöðu núverandi leigutaka með neinum hætti. Þá liggur fyrir að talsverð uppsöfnuð viðhaldsþörf er til staðar sem Leigufélagið myndi taka yfir komi til yfirfærslunnar.
Komi til þess að eignirnar verði selda til Leigufélagsins Bríetar mun sveitarfélagið eignast hluti í félaginu og á þann hátt hafa talsverð áhrif á stjórn þess.
Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra og bæjarráði að vinna málið áfram. Í því felst heimild til þess að ljúka samningaviðræðum um yfirfærslu eigna til Leigufélagsins og að láta vinna viðauka við fjárhagsáætlun sem leggja skal fyrir næsta fund bæjarstjórnar. Komi til þess að lokið verði við gerð samningsdraga um íbúðirnar verða þau ásamt viðauka við fjárhagsáætlun lögð fyrir bæjarráð og bæjarstjórn til umfjöllunar og eftir atvikum samþykktar eða synjunar.

18.Trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum Fjallabyggðar 2018 - 2022

Málsnúmer 1806014Vakta málsnúmer

Samþykkt
S. Guðrún Hauksdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu um breytingar á nefndarskipan fyrir D-lista:
Varamaður í undirkjörstjórn Siglufirði verður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir í staðinn fyrir Dagnýju Finnsdóttur.
Varamaður í yfirkjörstjórn verður Halldór Þormar Halldórsson í staðinn fyrir Söndru Finnsdóttur.
Tillaga S. Guðrúnar Hauksdóttur D-lista samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.












Nanna Árnadóttir lagði fram eftirfarandi tillögu um breytingar á nefndarskipan fyrir I-lista:
Aðalmaður í yfirkjörstjórn verður Sigurjón Magnússon í staðinn fyrir Svanborgu Önnu Sigurlaugsdóttur.
Varamaður í yfirkjörstjórn verður Gunnlaug Björk Guðbjörnsdóttir í staðinn fyrir Ólínu Þ. Guðjónsdóttur.
Varamaður í undirkjörstjórn Siglufirði verður Kristinn Kristjánsson í staðinn fyrir Guðrúnu Lindu Rafnsdóttur.

Tillaga Nönnu Árnadóttur I-lista samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Jón Valgeir Baldursson lagði fram eftirfarandi tillögu um breytingar á nefndarskipan fyrir H-lista:
Aðalmaður í yfirkjörstjórn verður Aðalbjörg Snorradóttir í staðinn fyrir Kristínu Bogadóttur,
Varamaður í yfirkjörstjórn verður Óskar Þórðarson í staðinn fyrir Karólínu Sigurjónsdóttur.
Aðalmaður í undirkjörstjórn Ólafsfirði verður Rut Gylfadóttir í staðinn fyrir Helgu Jónsdóttur.
Varamaður í undirkjörstjórn Ólafsfirði verður María Leifsdóttir í staðinn fyrir Þormóð Sigurðsson.
Aðalmaður í undirkjörstjórn Siglufirði verður Þórhildur Helga Sólbjörnsdóttir í staðinn fyrir Sigurð Hlöðversson.
Varamaður í undirkjörstjórn Siglufirði verður Þórhallur Ásmundsson í staðinn fyrir Jón Kort Ólafsson.

Tillaga Jóns Valgeirs H-lista samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 19:00.