Bæjarráð Fjallabyggðar - 737. fundur - 7. apríl 2022

Málsnúmer 2204001F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 212. fundur - 13.04.2022

Fundargerð bæjarráðs er í 19 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 3, 7, 8 og 9.

Til máls tóku Helgi Jóhannsson og Elías Pétursson undir lið 2.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
 • .3 2204025 Viðhorfskönnun - húsnæðismál
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 737. fundur - 7. apríl 2022. Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu formanns og felur bæjarstjóra að fá RHA til verksins, einnig samþykkt að fela deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að vinna viðauka að fjárhæð 1,7 millj.kr. sem fjármagnaður verði af handbæru fé og leggja fyrir bæjarstjórn. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs og viðauka nr. 7 við fjárhagsáætlun 2022 að upphæð kr. 1.700.000.-, sem mætt verður með lækkun á handbæru fé, vegna könnunar á viðhorfum eldri íbúa Fjallabyggðar, sem gjaldfærður verður á málaflokk 02400, lykill 4390.


 • .7 2204017 Endurskoðun á samstarfssamningi milli Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um samrekstur á tónlistarskóla.
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 737. fundur - 7. apríl 2022. Bæjarráð samþykkir framlögð drög að samstarfssamningi og felur bæjarstjóra að undirrita hann fyrir hönd Fjallabyggðar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs og samþykkir samstarfssamninginn með áorðnum breytingum og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
 • .8 2102044 Stofnanasamningur milli FÍH og Hornbrekku
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 737. fundur - 7. apríl 2022. Bæjarráð samþykkir framlagðan samning fyrir sitt leiti og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum framlagðan stofnanasamning og felur bæjarstjóra að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins.
 • .9 2204002 Umsagnarbeiðni - tímabundið áfengisleyfi Skíðasvæði Skarðsdal
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 737. fundur - 7. apríl 2022. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.