Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 283

Málsnúmer 2204003F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 212. fundur - 13.04.2022

Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar er í 20 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 2, 3, 11, 12, 13, 14, 15 og 16.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Til máls tóku Helgi Jóhannsson, S. Guðrún Hauksdóttir og Elías Pétursson undir lið 4 og Helgi Jóhannsson undir lið 5.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 283 Nefndin samþykkir framlagða deiliskipulagsbreytingu og felur tæknideild að senda auglýsingu um staðfestingu deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda og í framhaldinu til Skipulagsstofnunar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 283 Nefndin samþykkir, með áorðnum breytingum, greinargerð og uppdrætti deiliskipulagstillögu og leggur til við bæjarstjórn að hún verði kynnt íbúum og umsagnaraðilum í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 283 Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 283 Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 283 Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 283 Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 283 Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 283 Nefndin áréttar að samþykkt bæjarstjórnar Ólafsfjarðar frá 1993 um lokun námu ofan Hlíðarvegar verði fylgt eftir.
    Nefndin felur tæknideild að sækja um starfsleyfi Umhverfisstofnunar fyrir losunarstaði á óvirkum úrgangi í Fjallabyggð.
    Bókun fundar Til máls tóku Tómas Atli Einarsson, Helgi Jóhannsson, S. Guðrún Hauksdóttir, Elías Pétursson, og Jón Valgeir Baldursson.

    Bæjarstjórn tekur undir bókun nefndarinnar þess efnis að fylgja eftir bókun bæjarráðs Ólafsfjarðar frá 1993 eins fljótt og verða má um lokun losunarstaðar ofan Hlíðarvegs og samþykkir að fela bæjarráði að vinna málið áfram með tilliti til framtíðarlausnar.