Bæjarráð Fjallabyggðar - 735. fundur - 24. mars 2022.

Málsnúmer 2203008F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 212. fundur - 13.04.2022

Fundargerð bæjarráðs er í 14 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 6, 8 og 12.

Til máls tóku Helgi Jóhannsson, Elías Pétursson og S. Guðrún Hauksdóttir undir lið 14.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
 • .6 2203044 Samkomulag um strenglagnir í Ólafsfirði RARIK
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 735. fundur - 24. mars 2022. Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum samkomulag um strenglagnir í Ólafsfirði og felur bæjarstjóra að undirrita framlagða samninga.
 • .8 2203024 Erindi til sveitarfélaga vegna móttöku flóttafólks
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 735. fundur - 24. mars 2022. Bæjarráð Fjallabyggðar fordæmir harðlega innrás Rússa í Úkraínu sem kallað hefur bæði mikla þjáningu og eyðileggingu yfir saklaust fólk.

  Bæjarráð samþykkir að Fjallabyggð taki þátt í móttöku flóttafólks frá Úkraínu og felur bæjarstjóra að láta ráðuneytið vita um vilja sveitarfélagsins hvað það varðar og að hafa að öðru leyti umsjón með viðræðum við ráðuneytið um hugsanlega móttöku flóttamanna. Það er mat bæjarráðs Fjallabyggðar að það sé skylda allra sem það geta að taka þátt í því að létta byrðar sem hafa verið lagðar á íbúa Úkraínu vegna tilhæfulausra innrásar í landið. Íbúar Fjallabyggðar skorast ekki undan þeirri ábyrgð að hlúa að þeim íbúum Úkraínu sem nú þurfa að flýja heimili sín og það líf sem það fólk áður þekkti.

  Bæjarráð hvetur alla sem það geta að leggja til húsnæði vegna verkefnisins að skrá það inn á www.island.is, en móttaka mögulegra flóttamanna til sveitarfélagsins verður skipulögð í nánu samstarfi ríkis og viðkomandi sveitarfélaga.
  Bókun fundar Bæjarstjórn tekur samhljóða undir bókun bæjarráðs frá 24. mars sl.
 • .12 2202027 Húsnæðisáætlun 2022
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 735. fundur - 24. mars 2022. Bæjarráð samþykkir framlögð drög að áætlun fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu og samþykktar bæjarstjórnar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum framlögð drög að húsnæðisáætlun Fjallabyggðar 2022 og felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að gera áætlunina aðgengilega á heimasíðu Fjallabyggðar.