Bæjarráð Fjallabyggðar - 734. fundur - 17. mars 2022.

Málsnúmer 2203006F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 212. fundur - 13.04.2022

Fundargerð bæjarráðs er í 14 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 2, 3, 4 og 7.

Enginn tók til máls.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
  • .2 2111004 Erindi frá Hestamannafélaginu Gnýfara
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 734. fundur - 17. mars 2022. Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka nr. 6/2022 við fjárhagsáætlun 2022 að fjárhæð kr. 4.400.000.- vegna framkvæmda úrbóta vestan við ós Ólafsfjarðarvatns, sem mætt verður með lækkun á handbæru fé og vísar honum til afgreiðslu og umfjöllunar í bæjarstjórn. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum framlagðan viðauka nr.6 við fjárhagsáætlun 2022 sem mætt verður með lækkun á handbæru fé.
  • .3 2202083 Beiðni um viðauka vegna viðhalds körfubifreiðar Slökkviliðs
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 734. fundur - 17. mars 2022. Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka nr. 4/2022 við fjárhagsáætlun 2022 að fjárhæð kr. 600.000.- vegna viðgerðar á körfubíl slökkviliðs, sem mætt verður með lækkun á handbæru fé og vísar honum til afgreiðslu og umfjöllunar í bæjarstjórn. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum framlagðan viðauka nr.4 við fjárhagsáætlun 2022 sem mætt verður með lækkun á handbæru fé.
  • .4 2202058 Viðhald Laugarvegur 39
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 734. fundur - 17. mars 2022. Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka nr. 5/2022 við fjárhagsáætlun 2022 að fjárhæð kr. 550.000.- vegna viðhalds á íbúð að Laugarvegi 39, sem mætt verður með lækkun á handbæru fé og vísar honum til afgreiðslu og umfjöllunar í bæjarstjórn. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum framlagðan viðauka nr. 5 við fjárhagsáætlun 2022 sem mætt verður með lækkun á handbæru fé.
  • .7 2203021 Umsókn um rekstrarleyfi gistingar fl II - Norðurgata 9
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 734. fundur - 17. mars 2022. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.