Bæjarstjórn Fjallabyggðar

187. fundur 11. júní 2020 kl. 17:00 - 18:20 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir Forseti bæjarstjórnar I-lista
  • Helga Helgadóttir 1.varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
  • Ingvar Ágúst Guðmundsson varabæjarfulltrúi, D lista
  • Jón Valgeir Baldursson bæjarfulltrúi, H lista
  • Tómas Atli Einarsson bæjarfulltrúi, D lista
  • Nanna Árnadóttir bæjarfulltrúi, I lista
  • Helgi Jóhannsson varabæjarfulltrúi, H lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 653. fundur - 26. maí 2020

Málsnúmer 2005009FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 653. fundur - 26. maí 2020 Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 18.05.2020 þar sem óskað er eftir heimild til þess að halda lokaða verðkönnun vegna utanhússklæðningar á Ráðhúsi Fjallabyggðar.

    Eftirtöldum aðilum yrði gefin kostur á að bjóða í verkið; GJ smiðir ehf., Trésmíði ehf., L7 ehf. og Berg ehf..

    Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að fara í lokaða verðkönnun vegna utanhússklæðningar á Ráðhús Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 653. fundar bæjarráðs staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 653. fundur - 26. maí 2020 Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 18.05.2020 þar sem óskað er eftir heimild til þess að halda lokaða verðkönnun vegna gerðar göngustígs við Leirutanga á Siglufirði.

    Eftirtöldum aðilum yrði gefinn kostur á að bjóða í verkið; Bás ehf., Sölva Sölvasyni, Fjallatak ehf., Árna Helgasyni ehf., Smára ehf. og Magnúsi Þorgeirssyni.

    Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að fara í lokaða verðkönnun vegna gerðar göngustígs á Leirutanga á Siglufirði.

    H-Listinn fagnar því að halda eigi áfram með framkvæmdir á Leirutanga. Svæðið er skipulagt fyrir nýtt tjaldsvæði á Siglufirði og óskar H-Listinn eftir framkvæmdaráætlun á svæðinu.

    Bókun fundar Til máls tóku Helgi Jóhannsson og Elías Pétursson.

    Afgreiðsla 653. fundar bæjarráðs staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 653. fundur - 26. maí 2020 Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 18.05.2020 þar sem óskað er eftir viðauka kr. 10.000.000 vegna 1. áfanga á útskiptingu á ljóskerjum þar sem ekki náðist að ljúka verkefninu á árinu 2019 eins og til stóð.

    Bæjarráð samþykkir að vísa kr. 10.000.000 vegna 1. áfanga í útskiptingu ljóskerja í viðauka nr. 13/2020 við framkvæmdaráætlun 2020 og verður honum mætt með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Til máls tóku Helgi Jóhannsson og Elías Pétursson.

    Afgreiðsla 653. fundar bæjarráðs staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 653. fundur - 26. maí 2020 Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 18.05.2020 þar sem óskað er heimildar til að halda lokað útboð vegna verksins „Siglufjörður. Fráveita 2020, Hvanneyrarkrókur“.

    Eftirtöldum aðilum yrði gefinn kostur á að bjóða í verkið; Bás ehf., Sölvi Sölvason, Fjallatak ehf., Árni Helgason ehf., Smári ehf. og Magnús Þorgeirsson.

    Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að halda lokað útboð vegna verksins Siglufjörður. Fráveita 2020, Hvanneyrarkrókur.
    Bókun fundar Afgreiðsla 653. fundar bæjarráðs staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 653. fundur - 26. maí 2020 Bókun bæjarráðs færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 653. fundar bæjarráðs staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 653. fundur - 26. maí 2020 Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála, dags. 20.05.2020 þar sem lagt er til að þjónustusamningur um skólamáltíðir í Grunnskóla Fjallabyggðar við Höllina verði framlengdur um eitt skólaár skv. framlengingarákvæði 3. gr. samnings frá 2018.

    Bæjarráð samþykkir að framlengja þjónustusamningi um skólamáltíðir Grunnskóla Fjallabyggðar við Höllina um eitt skólaár samkvæmt ákvæði 3. gr. þjónustusamnings og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 653. fundar bæjarráðs staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • 1.7 1704014 Sjókvíaeldi
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 653. fundur - 26. maí 2020 Lögð er fram fundargerð 9. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) dags. 6. maí 2020, fundargerð 3475. fundar bæjarstjórnar Akureyrarbæjar dags. 19. maí 2020 og svar Hafrannsóknarstofnunar við spurningum SSNE varðandi burðar- og áhættumat í Eyjafirði dags. 12. maí 2020.

    Bæjarráð Fjallabyggðar tekur undir margt sem fram kemur í seinni samþykktri bókun bæjarstjórnar Akureyrar sem og bókun stjórnar SSNE varðandi stöðu mögulegs fiskeldis í Eyjafirði. Bæjarráð leggst hinsvegar eindregið gegn samþykktri fyrri bókun bæjarstjórnar Akureyrar á sama fundi um sama mál, þar sem lagt er að sjávarútvegsráðherra að banna allt laxeldi í sjó í Eyjafirði, án frekari umræðu og samráðs sveitarfélaga á svæðinu.
    Með uppbyggingu undanfarinna ára hefur laxeldi í sjó haslað sér völl sem mikilvæg atvinnugrein á Íslandi um leið og í ljós hafa komið miklir möguleikar til frekari þróunar greinarinnar. En á sama tíma og ljóst er að miklir möguleikar eru til þróunar og vaxtar greinarinnar þá er einnig ljóst að varlega þarf að stíga til jarðar. Gæta þarf að áhrifum, jákvæðum sem neikvæðum, á náttúru og hugsanlegum áhrifum á aðrar atvinnugreinar sem og samfélög í heild. Því telur bæjarráð nauðsynlegt að gaumgæfa allar hliðar máls og að það sé best gert með öflugu samtali og samráði allra sveitarfélaga við Eyjafjörð með þátttöku íbúa og þekkingarsamfélags.

    Bæjarráð Fjallabyggðar leggur til við Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að hann óski nú þegar eftir mati á burðarþoli Eyjafjarðar m.t.t. fiskeldis og að í beinu framhaldi verði unnið áhættumat fyrir erfðablöndun vegna mögulegs fiskeldis í Eyjafirði.

    Að síðustu ítrekar bæjarráð mikilvægi þess að áfram verði unnið í anda þess samráðs sem verið hefur með sveitarfélögum í firðinum og að virðing sé ætíð borin fyrir sjónarmiðum þeirra sem sjá tækifæri framtíðar í fiskeldi.

    Bæjarstjóra falið að koma ofangreindum sjónarmiðum á framfæri við ráðherra, sveitarfélögin við Eyjafjörð og Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra.
    Bókun fundar Afgreiðsla 653. fundar bæjarráðs staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 653. fundur - 26. maí 2020 Lagt fram erindi Önnu Maríu Guðlaugsdóttur fh. Garðyrkjufélags Tröllaskaga Norðurs, dags. 15.05.2020 þar sem óskað er eftir samstarfi við Fjallabyggð í formi vinnuframlags vinnuskóla við að slá og hirða svæðið sem garðyrkjufélagið fékk úthlutað undir Aldingarð æskunnar. Einnig er óskað eftir styrk fyrir möl í inngang svæðisins og í opinn hring sem er á svæðinu, þar sem á að koma fyrir borði og kollum úr rekaviði sem gefið er til minningar um Fjólu frá Kálfsárkoti sem vann á Leikhólum til fjölda ára.

    Bæjarráð samþykkir að fela sláttuliði og vinnuskóla að slá og hirða gras á svæðinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 653. fundar bæjarráðs staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 653. fundur - 26. maí 2020 Lagt fram erindi Skógræktarfélags Ólafsfjarðar og Skíðafélags Ólafsfjarðar, dags. 06.05.2020, þar sem óskað er eftir samkomulagi við Fjallabyggð um land sem deiliskipulagt er í landi Hornbrekku og einnig fyrir neðan veg meðfram göngustíg við Ólafsfjarðarvatn að hlíðarlæk. Landið verði nýtt til hverskonar útivistar, s.s. skíða-, hjóla- og göngubrautar og gróðursett verði meðfram brautum til að mynda skjól og halda snjónum lengur í brautum að vetri til.

    Einnig er óskað eftir upplýsingum um hvenær Vegagerðin muni færa grindarhlið fyrir neðan Hornbrekku að hlíðarlæk eins og lofað var.

    Bæjarráð samþykkir að vísa erindi Skógræktarfélags Ólafsfjarðar og Skíðafélags Ólafsfjarðar til skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar og felur deildarstjóra tæknideildar að hafa samband við Vegagerðina varðandi tímasetningu á tilfærslu á grindarhliði neðan Hornbrekku að hlíðarlæk.
    Bókun fundar Afgreiðsla 653. fundar bæjarráðs staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • 1.10 2005032 Umferðaröryggi
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 653. fundur - 26. maí 2020 Lagt fram erindi Björns Valdimarssonar varðandi hámarkshraða í húsagötum/íbúagötum í Fjallabyggð, dags. 17.05.2020

    Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar þar sem bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 20.05.2020 að fela nefndinni að endurskoða ákvörðun um hámarkshraða í íbúagötum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 653. fundar bæjarráðs staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 653. fundur - 26. maí 2020 Lagt fram til kynningar erindi Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, dags. 14.05.2020 er varðar fjármál sveitarfélaga í kjölfar COVID-19. Bókun fundar Afgreiðsla 653. fundar bæjarráðs staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 653. fundur - 26. maí 2020 Lagt fram erindi Kristrúnar Þórðardóttur, dags. 21.05.2020 þar sem óskað er eftir að leikvöllur við Laugarveg á Siglufirði verði lagfærður.

    Bæjarráð samþykkir að fela tæknideild að lagfæra leikvöllinn hið fyrsta.
    Bókun fundar Afgreiðsla 653. fundar bæjarráðs staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • 1.13 2005069 Laxeldi í Eyjafirði
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 653. fundur - 26. maí 2020 Lagt fram erindi Róberts Guðfinnssonar, dags. 20.05.2020 er varðar laxeldi með aðstöðu í Ólafsfirði og áskorun bæjarstjórnar Akureyrarbæjar til sjávarútvegsráðherra um að veita ekki leyfi fyrir laxeldi í Eyjafirði. Spurt er um afstöðu núverandi bæjarstjórnar til laxeldis í Eyjafirði, hvort breyting hafi orðið á viljayfirlýsingu við Arnarlax og hvort bæjarstjórn muni skora á sjávarútvegsráðherra að leyfa laxeldi í Eyjafirði?

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að svara erindinu með vísan í bókun bæjarráðs við 7. lið þessarar fundargerðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 653. fundar bæjarráðs staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 653. fundur - 26. maí 2020 Lögð fram til kynningar drög að almennum reglum um birtingu gagna með fundargerðum í ráðum og nefndum Fjallabyggðar.

    Bæjarráð samþykkir að almennar reglur um birtingu gagna verði teknar fyrir á næsta fundi bæjarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 653. fundar bæjarráðs staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 653. fundur - 26. maí 2020 Lagt fram erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 15.05.2020 er varðar umsögn um frumvarp til laga um fjarskipti, 775. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 653. fundar bæjarráðs staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 654. fundur - 4. júní 2020

Málsnúmer 2005012FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 654. fundur - 4. júní 2020 Lögð fram drög að samningi vegna sálfræðiþjónustu fyrir leik- og grunnskóla við Sálfræðiþjónustu Norðurlands fyrir tímabilið 2020 til 2022.

    Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 654. fundar bæjarráðs staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 654. fundur - 4. júní 2020 Á 651. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála vegna erindis Fjallasala ses. dags. 05.05.2020, þar sem óskað er eftir að upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn verði flutt úr bókasafninu í Pálshús.

    Lögð fram umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og markaðs- og menningarfulltrúa, dags. 26.05.2020.

    Bæjarráð samþykkir að halda óbreyttu fyrirkomulagi og vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2021.
    Bókun fundar Afgreiðsla 654. fundar bæjarráðs staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 654. fundur - 4. júní 2020 Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála dags. 27.05.2020, vegna bættrar aðstöðu á tjaldsvæðum Fjallabyggðar. Deildarstjóri tæknideildar hefur leitað upplýsinga um hvaða möguleikar eru í stöðunni þegar kemur að bætingu á aðstöðu, kaup á nýju tjaldstæðahúsi (salerni, sturta, þvottaaðstaða). Nokkrir möguleikar voru skoðaðir en ljóst er að ekki er mögulegt að setja upp nýtt tjaldstæðahús á tjaldstæðinu á Ólafsfirði fyrir komandi sumar. Ekki er heldur mögulegt að leigja aðstöðuhús. Því telur deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála farsælustu lausn að með gistinótt á tjaldstæðinu á Ólafsfirði fylgi einn sundmiði pr. gest. Með því móti er komið til móts við gesti vegna aðstöðuleysis (sturtuleysis) og það ætti að laða fjölskyldufólk að tjaldstæðinu þar.
    Samkvæmt gjaldskrá er verð á gistinótt kr. 1.300- en börn yngri en 16 ára gista frítt.
    Samkvæmt gjaldskrá er verð á sundmiða fyrir fullorðna kr. 820 og kr. 400 fyrir börn.

    Bæjarráð samþykkir að með gistinótt á tjaldsvæðinu á Ólafsfirði fylgi einn sundmiði pr. gest. Með því móti er komið til móts við gesti vegna aðstöðuleysis (sturtuleysis) og það ætti að laða að fjölskyldufólk og felur deildarstjóra að útfæra nánar tillögu að tjaldsvæðahúsi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 654. fundar bæjarráðs staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 654. fundur - 4. júní 2020 Á 640. fundi bæjarráðs samþykkti ráðið að fela deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og markaðs- og menningarfulltrúa að vinna markaðsátak Fjallabyggðar áfram og leggja tillögu að fyrsta áfanga markaðssetningar Fjallabyggðar fyrir bæjarráð.

    Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og markaðs- og menningarfulltrúa dags. 27.05.2020. Þar sem fram kemur að unnin verður herferð í samstarfi við auglýsingastofuna Pipar/TBWA, sem miðar að því að Íslendingar ferðist innanlands til Fjallabyggðar sumarið 2020 og opna tækifæri á að nýta þá markaðsvinnu sem fram fer í að kynna fyrir landanum þá möguleika að flytjast til Fjallabyggðar. Áætlað er að lengd herferðarinnar verði í fyrsta fasa um þrír mánuðir. Farið verður í framleiðslu myndbanda sem bæði draga fram kosti þess að ferðast á svæðið og kosti þess að starfa og búa í Fjallabyggð. Einnig verður unnin auglýsingaherferð fyrir samfélagsmiðla, uppsetning og rekstur ásamt hönnun vefborða og leitarvélaherferð fyrir google, þar sem keypt eru leitarorð sem beinast að þeim leitum sem Íslendingar leita eftir við val á áfangastað innanlands. Kostnaður er áætlaður kr. 2.084.500.

    Bæjarráð samþykkir að ganga til saminga við Pipar/TBWA vegna markaðsátaks í samræmi við tillögu. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar 2020.
    Bókun fundar Afgreiðsla 654. fundar bæjarráðs staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 654. fundur - 4. júní 2020 Lagt fram erindi Kristjáns L. Möller dags. 26.02.2020, er varðar áskorun á bæjaryfirvöld í Fjallabyggð að fara með tæki á snjóskafla sem eftir eru á snjósöfnunarsvæðum í bæjarfélaginu til þess að flýta fyrir bráðnun og hreinsa sand og möl sem eru ofan á þeim til að fegra svæðin og auðvelda umhirðu þeirra.

    Einnig óskað upplýsinga um framgang lagfæringar og snyrtingar á Kirkjutröppum á Siglufirði.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.
    Bókun fundar Til máls tóku Helgi Jóhannsson og Elías Pétursson.

    Afgreiðsla 654. fundar bæjarráðs staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 654. fundur - 4. júní 2020 Lagt fram erindi Krabbameinsfélags Akureyrar dags. 26.05.2020, þar sem óskað er eftir styrk vegna erfiðrar fjárhagsstöðu félagsins sem rekja má til efnahagslegra áhrifa covid-19.

    Bæjarráð þakkar erindi en sér sér ekki fært að verða við beiðninni og bendir á að opnað verður fyrir styrkumsóknir fyrir fjárhagsárið 2021 í haust.
    Bókun fundar Afgreiðsla 654. fundar bæjarráðs staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 654. fundur - 4. júní 2020 Lagt fram erindi Ragnars Más Hanssonar dags. 27.05.2020, þar sem óskað er eftir niðurfellingu á fasteignagjöldum vegna endurbóta á húseigninni að Aðalgötu 19, Siglufirði á meðan á endurbótum stendur.

    Bæjarráð samþykkir að hafna erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 654. fundar bæjarráðs staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 654. fundur - 4. júní 2020 Lagt fram erindi Sýslumannsins á Norðurlandi eystra dags. 25.05.2020, þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins vegna umsóknar Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar kt. 670169-1899 vegna rekstrarleyfi samkvæmt lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 85/2007, með síðari breytingum. Flokkur II - Gististaður án veitinga.

    Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti.
    Bókun fundar Afgreiðsla 654. fundar bæjarráðs staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 654. fundur - 4. júní 2020 Lagt fram erindi Lánasjóðs sveitarfélaga dags. 25.05.2020, þar sem fram kemur að boðað er til aðalfundar Lánasjóðsins þann 12. júní nk. kl. 15 á Grand Hótel Reykjavík.

    Bæjarstjóri mun sækja fundinn ef aðstæður leyfa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 654. fundar bæjarráðs staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 654. fundur - 4. júní 2020 Lögð fram drög að breytingum á Almennum reglum um birtingu gagna með fundargerðum í ráðum og nefndum Fjallabyggðar.

    Bæjarráð samþykkir drögin með áorðnum breytingum og vísar þeim til samþykktar í bæjarstjórn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 654. fundar bæjarráðs staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 654. fundur - 4. júní 2020 Lagt fram erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 25.05.2020, þar sem upplýst er um að í sveitarfélögum verði send beiðni um skil á upplýsingum um fjármál svo að skýr yfirsýn fáist yfir stöðu einstakra sveitarfélaga. Gott og náið samráð ríkis og sveitarfélaga er mikilvægt svo haldgóðar upplýsingar um fjárhagsstöðu sveitarfélaga á tímum Covid-19 liggi fyrir við stefnumótun og ákvörðunartöku í hugsanlegum mótvægisaðgerðum ríkisins.

    Bæjarráð samþykkir að deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála og bæjarstjóri sendi umbeðnar upplýsingar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 654. fundar bæjarráðs staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 654. fundur - 4. júní 2020 Lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 22.05.2020, er varðar uppfært yfirlit Vinnumálastofnunar yfir fjölda einstaklinga á skrá er nýta heimild er varðar minnkað starfshlutfall og þeirra sem nýta almenna bótakerfið.

    Í Fjallabyggð var atvinnuleysi í apríl 15%, 8,8% eða 175 einstaklingar voru á hlutabótaleið og 6,8% eða 71 einstaklingur á almennum atvinnuleysisbótum. Atvinnuleysi minnkar heldur í maí samkvæmt spá, fer úr 15% í 13%.
    Bókun fundar Afgreiðsla 654. fundar bæjarráðs staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 654. fundur - 4. júní 2020 Lagt fram til kynningar erindi Landskerfis bókasafna dags. 26.05.2020, þar sem fram kemur að aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. verður haldinn 11. júní nk. kl. 14:30 í Þjóðarbókhlöðu, Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns í Reykjavík. Bókun fundar Afgreiðsla 654. fundar bæjarráðs staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 654. fundur - 4. júní 2020 Lagt fram erindi Velferðarnefndar Alþingis dags. 28.05.2020, er varðar umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, nr. 38/2018 (notendaráð), 838. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 654. fundar bæjarráðs staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 654. fundur - 4. júní 2020 Lögð fram til kynningar fundargerð 9. fundar stjórnar Samtaka atvinnuþróunar og sveitarfélaga á Norðurlandi eystra frá 6. maí sl. Bókun fundar Afgreiðsla 654. fundar bæjarráðs staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 654. fundur - 4. júní 2020 Lögð fram til kynningar fundargerð 884. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 20. maí sl. Bókun fundar Afgreiðsla 654. fundar bæjarráðs staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 654. fundur - 4. júní 2020 Lagðar fram til kynningar fundargerðir Markaðsstofu Norðurlands frá 5. maí sl., 8. maí sl. og 13. maí sl. Bókun fundar Afgreiðsla 654. fundar bæjarráðs staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 654. fundur - 4. júní 2020 Lagðar fram til kynningar fundargerðir
    12. fundar Heilsueflandi samfélags frá 20. maí sl.
    4. fundur Öldungaráðs Fjallabyggðar frá 27. maí sl.
    86. fundur Fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar frá 25. maí sl.
    Bókun fundar Afgreiðsla 654. fundar bæjarráðs staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 655

Málsnúmer 2006002FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 655. fundur - 10. júní 2020 Lagt fram yfirlit launa fyrir tímabilið janúar til júní 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 655. fundar bæjarráðs staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 655. fundur - 10. júní 2020 Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 09.06.2020, þar sem fram kemur að tilboð voru opnuð í gerð göngustígs á Leirutanga þann 02.06.2020.

    Eftirfarandi tilboð bárust:
    Sölvi Sölvason kr. 6.489.500
    Bás ehf kr. 4.062.400.
    Deildarstjóri leggur til að tilboði lægstbjóðanda verði tekið.

    Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Bás ehf í göngustíg á Leirutanga.
    Bókun fundar Afgreiðsla 655. fundar bæjarráðs staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 655. fundur - 10. júní 2020 Á 651. fundi bæjarráðs samþykkti ráðið að óska eftir umsögn deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála og markaðs- og menningarfulltrúa varðandi erindi Anitu Elefsen fh. Síldarminjasafnsins, dags. 05.05.2020 þar sem óskað var eftir stuðningi við starfsemi safnsins í ljósi þeirra rekstrarerfiðleika sem safnið stendur fyrir m.a. vegna afbókana skemmtiferðaskipa og áætlunar um fækkun gesta. Óskað var eftir stuðningi í formi sumarstarfsfólks, verkefnastyrks eða samstarfs um sumardagskrá.

    Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu,- frístunda og menningarmála og markaðs- og menningarfulltrúa dags. 30.05.2020 og deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar dags. 08.06.2020 þar sem lagt er til að Síldarminjasafninu verði boðinn einn til tveir sumarstarfsmenn í tvo mánuði í gegnum átaksstörf námsmanna í samvinnu við Vinnumálastofnun.

    Bæjarráð samþykkir að bjóða safninu stuðning í formi tveggja sumarstarfsmanna í tvo mánuði . Áætlaður styrkur kr. 828.000 er bókaður á málaflokk 05850 og lykil 9291.

    Bæjarráð felur deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála að vinna málið áfram.

    Bókun fundar Afgreiðsla 655. fundar bæjarráðs staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 655. fundur - 10. júní 2020 Á 652. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir því við deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála að funda með forsvarsmönnum Golfklúbbs Siglufjarðar og veita umsögn vegna erindis Jóhanns Más Sigurbjörnssonar fh. Golfklúbbs Siglufjarðar (GKS) þar sem óskað var eftir fjárstyrk frá sveitarfélaginu til þess að standa straum af viðburðum tengdum 50 ára afmæli klúbbsins á árinu.

    Lögð fram umsögn deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála dags. 03.06.2020.

    Bæjarráð samþykkir að veita Golfklúbbi Siglufjarðar styrk vegna 50 ára afmælis klúbbsins kr. 220.000 sem ætlað er að mæta kostnaði vegna fyrirhugaðs námskeiðs klúbbsins fyrir börn og unglinga og minjagripa. Kostnaður verður bókaður á lið 06810-9291 og rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar 2020.
    Bókun fundar Afgreiðsla 655. fundar bæjarráðs staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 655. fundur - 10. júní 2020 Lögð fram til kynningar umbótaáætlun Leikskóla Fjallabyggðar dags. 09.06.2020 þar sem fram kemur yfirlit yfir umbætur á skólaárinu 2019-2020 í samræmi við niðurstöður og tillögur ytra mats sem gert var af Menntamálastofnun í september 2017


    Bókun fundar Afgreiðsla 655. fundar bæjarráðs staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 655. fundur - 10. júní 2020 Lagt fram erindi Árna Rúnars Örvarssonar, dags. 02.06.2020 þar sem óskað er eftir samkomulagi við sveitarfélagið um týnslu og nýtingu æðardúns í landi þess við Steypustöðina á Siglufirði.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 655. fundar bæjarráðs staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 655. fundur - 10. júní 2020 Lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samorku dags. 02.06.2020 þar sem sveitastjórnir eru hvattar til að svara væntanlegri fyrirspurn Umhverfisstofnunar varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir í fráveitumálum á næstu árum í tengsum við frumvarp til laga um breytingu á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna sem felur í sér að á árunum 2020-2030 verður veitt framlag úr ríkissjóði sem nemur hlutdeild í kostnaði við fráveituframkvæmdir á vegum fráveitna sveitarfélaga eftir því sem nánar verður ákveðið í fjárlögum. Frumvarpið er liður í sérstöku tímabundnu fjárfestingarátaki ríkisins til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar Covid-19. Í því felst m.a. að 200 mkr verður varið á árinu til uppbyggingu í fráveitumálum hjá Sveitarfélögum og veitufyrirtækjum. Bókun fundar Afgreiðsla 655. fundar bæjarráðs staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 655. fundur - 10. júní 2020 Lagt fram erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 3. júní 2020 þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins vegna umsóknar Daníels Péturs Baldurssonar, fh. NT1 ehf, kt. 410316-1960, Aðalgötu 32, Siglufirði um rekstrarleyfi til veitingu veitinga skv. lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og reglugerð nr. 1277/2016. Flokkur III.

    Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti.
    Bókun fundar Afgreiðsla 655. fundar bæjarráðs staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 655. fundur - 10. júní 2020 Lagður fram til kynningar ársreikningur og ársskýrsla Síldarminjasafnsins ses. fyrir árið 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 655. fundar bæjarráðs staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 655. fundur - 10. júní 2020 Lagt fram erindi Kristjáns L. Möllers, dags. 26.05.2020 er varðar ósk um upplýsingar frá sveitarfélaginu fyrir árin 2018 og 2019 svo og úr fjárhagsáætlun 2020 sundurliðað eftir árum varðandi:

    1. Heildarframlag sveitarfélagsins til Golfklúbbs Siglufjarðar annars vegar og hins vegar til Golfklúbbs Ólafsfjarðar.
    2.
    Óskað er eftir svofelldri sundurliðun.
    2.1. Heildarframlag til reksturs klúbbanna þessi ár.
    2.2. Heildarframlag til uppbyggingar golfvalla /klúbbanna þessi ár.
    2.3 Upplýsingar um veitta vinnu t.d. unglingavinnu til klúbbanna svo og tækjaframlag ef eitthvað er.
    3. Sömu upplýsingar óskast veittar fyrir skíðafélögin í báðum bæjarhlutunum, svo og reksturs skíðasvæðanna, skála, troðara o. s.frv.

    Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar dags. 28.05.2020.

    Bæjarráð samþykkir framlagt vinnuskjal og felur deildarstjóra stjórnsýslu og fjármáladeildar að svara erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 655. fundar bæjarráðs staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 655. fundur - 10. júní 2020 Lögð fram til kynningar verkfundargerð 1. verkfundar Eflu verkfræðistofu og Fjallabyggðar, dags 14.05.2020 vegna endurgerðar leikskólalóðar Leikhóla, Ólafsfirði. Bókun fundar Afgreiðsla 655. fundar bæjarráðs staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • 3.12 2005025 Fréttabréf SSNE
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 655. fundur - 10. júní 2020 Lagt fram til kynningar 3. tbl. SSNE Fréttabréfs frá maí 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 655. fundar bæjarráðs staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • 3.13 2004054 Aðalfundur AFE
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 655. fundur - 10. júní 2020 Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Atvinnuþróunar Eyjafjarðar og starfsskýrsla stjórnar frá 20. maí sl. Bókun fundar Afgreiðsla 655. fundar bæjarráðs staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 655. fundur - 10. júní 2020 Lögð fram til kynningar fundargerð 10. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra frá 2. júní sl. Bókun fundar Afgreiðsla 655. fundar bæjarráðs staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 655. fundur - 10. júní 2020 Lagðar fram til kynningar fundargerðir
    65. fundar Markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar frá 4. júní 2020.
    254. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar frá 4. júní 2020.
    Bókun fundar Afgreiðsla 655. fundar bæjarráðs staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

4.Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 12. fundur - 20. maí 2020

Málsnúmer 2005007FVakta málsnúmer

  • Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 12. fundur - 20. maí 2020 Hreyfivika UMFÍ 2020 verður haldin 25. - 31. maí. Stýrihópur um heilsueflandi samfélag tekur undir hvatningarorð UMFÍ og hvetur fyrirtæki, íbúa, skóla og íþróttafélög til að taka þátt í hreyfingunni. Upplýsingar verða aðgengilegar á heimasíðu Fjallabyggðar auk þess sem hengdar verða upp auglýsingar á fjölförnum stöðum. Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar stýrihóps Heilsueflandi samfélags staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 12. fundur - 20. maí 2020 Fjallabyggð fékk úthlutað kr. 300.000 úr Lýðheilsusjóði. Stýrihópur fagnar úthlutuninni. Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar stýrihóps Heilsueflandi samfélags staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 12. fundur - 20. maí 2020 Vegna aðstæðna í mars sl. náðist ekki að klára dansnámskeið sem Stýrihópur um heilsueflandi samfélag stóð fyrir í Tjarnarborg. Stefnt er að því að klára námskeiðið næsta haust ef aðstæður leyfa. Þá er einnig stefnt að því að bjóða upp á leiðsögn í líkamsræktum sveitarfélagsins.
    Hreyfivika UMFÍ fer fram dagana 25.-31. maí, sjá dagskrárlið 1.
    Stýrihópurinn vill hvetja íbúa Fjallabyggðar til heilbrigðis og hreyfingar í sumar og um leið hvetja sveitarfélagið til að huga að göngustígum og fjölförnum gönguleiðum og setja bekki við gönguleiðir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar stýrihóps Heilsueflandi samfélags staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

5.Öldungaráð Fjallabyggðar - 4. fundur - 27. maí 2020

Málsnúmer 2005010FVakta málsnúmer

  • Öldungaráð Fjallabyggðar - 4. fundur - 27. maí 2020 Umræður um starfsemi og þjónustu eldri borgara í Fjallabyggð. Rætt um göngustíga og bekki, þörf á skjólvegg við bekkinn við Kleifarhorn og skjólvegg norðan við veröndina í Skálarhlíð. Einnig umræður um göngustíga í sveitarfélaginu og uppástunga um að byggja upp göngustíg að rústum Evanger verksmiðjunnar. Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar Öldungarráðs Fjallabyggðar staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Öldungaráð Fjallabyggðar - 4. fundur - 27. maí 2020 Deildarstjóri kynnti fyrir ráðinu áform um eflingu félagsstarfs eldri borgara í Fjallabyggð á komandi sumri. Áhersla verður lögð á útivist og hreyfingu. Sótt verður um styrk til félagsmálaráðuneytisins sem hefur lofað fjármagni til sveitarfélaga sem, vegna Covid-19, hyggjast auka við starfsemi og þjónustu í félagsstarfi fullorðinna sumarið 2020 umfram hefðbundið sumarstarf. Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar Öldungarráðs Fjallabyggðar staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

6.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 65

Málsnúmer 2006001FVakta málsnúmer

  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 65. fundur - 4. júní 2020 Fyrirhuguð markaðsherferð Fjallabyggðar fyrir sumarið 2020 var kynnt fundarmönnum. Markaðs- og menningarnefnd lýsir yfir ánægju sinni með áformin. Bókun fundar Afgreiðsla 65. fundar Markaðs- og menningarnefndar staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 65. fundur - 4. júní 2020 Greinargerð umsjónarmanns Tjarnarborgar um áhrif Covid-19 á starfsemi menningarhússins lögð fram til kynningar. Ljóst er að ástandið hefur haft mikil áhrif á reksturinn þar sem nánast öllum fyrirhuguðum viðburðum hefur verið aflýst fram að hausti. Bókun fundar Afgreiðsla 65. fundar Markaðs- og menningarnefndar staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

7.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 254

Málsnúmer 2005014FVakta málsnúmer

  • 7.1 2005032 Umferðaröryggi
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 254. fundur - 4. júní 2020 Nefndin þakkar Birni Valdimarssyni fyrir ábendingarnar og mun taka þær til skoðunar. Nefndin fór yfir málin og frestar ákvörðun til næsta fundar. Bókun fundar Afgreiðsla 254. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 254. fundur - 4. júní 2020 Erindi frestað til næsta fundar. Bókun fundar Afgreiðsla 254. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 254. fundur - 4. júní 2020 Lagt fram til kynningar og tæknideild falið fá umsögn frá lögfræðing Fjallabyggðar. Bókun fundar Afgreiðsla 254. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 254. fundur - 4. júní 2020 Nefndin tekur tillit til athugasemdar Síldarleitarinnar sf. og samþykkir að fella út stækkun byggingarreits að undanskildu milli Tjarnargötu 18b og 20 þar sem fyrirhugað er að reisa fjarskiptamastur auk tilheyrandi tækja og rafstöðvarhúss. Nefndin samþykkir skipulagstillöguna með áorðnum breytingum og felur tæknideild að sjá um afgreiðslu og gildistöku hennar í samræmi við 42.gr skipulagslaga nr. 123/2010.

    Bókun fundar Til máls tóku Elías Pétursson, Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir og Helgi Jóhannsson.

    Afgreiðsla 254. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

    Tillaga að bókun :
    Bæjarstjóra falið að ræða við forsvarsmenn Björgunarsveitarinnar um framtíðaráform þeirra og möguleg byggingaráform.

    Tillagan samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 254. fundur - 4. júní 2020 Nefndin bendir á að sveitarfélagið tekur ekki þátt í framkvæmdum innan lóðarmarka hjá íbúum og hafnar því beiðninni. Bókun fundar Afgreiðsla 254. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 254. fundur - 4. júní 2020 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 254. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 254. fundur - 4. júní 2020 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 254. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 254. fundur - 4. júní 2020 Nefndin felur deildarstjóra tæknideildar að hitta Gest Hansson og fara yfir málið. Bókun fundar Afgreiðsla 254. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 254. fundur - 4. júní 2020 Nefndin bendir á að halda skuli efri gluggalínu að sunnanverðu og samþykkir erindið. Bókun fundar Afgreiðsla 254. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 254. fundur - 4. júní 2020 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 254. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 254. fundur - 4. júní 2020 Nefndin leggur til að gert verði samkomulag við félögin um land sem deiliskipulagt er í landi Hornbrekku og vísar erindinu til afgreiðslu í bæjarráði. Deildarstjóri tæknideildar upplýsti að grindarhliðið verði fært í sumar. Bókun fundar Afgreiðsla 254. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 254. fundur - 4. júní 2020 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 254. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 254. fundur - 4. júní 2020 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 254. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 254. fundur - 4. júní 2020 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 254. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

8.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 255

Málsnúmer 2006005FVakta málsnúmer

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 255. fundur - 10. júní 2020 Nefndin samþykkir framlagða aðaluppdrætti og felur tæknideild að grendarkynna tillöguna fyrir íbúum að Hvanneyrarbraut 49, 51, 52 og 53. Bókun fundar Afgreiðsla 255. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 255. fundur - 10. júní 2020 Þar sem gatnagerð við Bakkabyggð hefur verið frestað vísar nefndin afgreiðslu málsins til bæjarráðs.
    Samþykkt með fjórum atkvæðum.
    Helgi Jóhannsson greiðir atkvæði á móti og leggur fram svohljóðandi bókun: Sótt er um auglýsta lausa lóð og hefði ég viljað samþykkja umsóknina hér og nú.
    Bókun fundar Til máls tóku Helgi Jóhannsson, Nanna Árnadóttir, Elías Pétursson og Jón Valgeir Baldursson.

    Afgreiðsla 255. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 255. fundur - 10. júní 2020 Samþykkt samhljóða. Bókun fundar Afgreiðsla 255. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 255. fundur - 10. júní 2020 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Afgreiðsla 255. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

9.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 86. fundur - 25. maí 2020

Málsnúmer 2005008FVakta málsnúmer

  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 86. fundur - 25. maí 2020 Á 85. fundi fræðslu- og frístundanefndar var tekið fyrir erindi Sunnu Eirar Haraldsdóttur hjúkrunardeildarstjóra Hornbrekku og móður leikskólabarns er varðar sumarleyfi leikskólans. Erindinu var vísað til umsagnar leikskólastjóra og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála. Tekin fyrir umsögn áðurgreindra aðila. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir að fyrir sumarið 2020 verði til reynslu gefin undanþága frá þeirri meginreglu að taka fjórðu sumarleyfisviku leikskólabarna síðustu viku fyrir sumarlokun eða fyrstu viku á eftir, en þó þannig að hún verði tekin innan tímarammans 1. júní 2020 - 31. ágúst 2020.
    Varðandi að sumarlokun leikskólans sé ætíð á sama tíma árlega leggur nefndin til að gerð verði könnun á æskilegum lokunartíma leikskólans meðal foreldra leikskólabarna, starfsfólks leikskólans og forsvarsmanna stærstu fyrirtækja og stofnana í Fjallabyggð. Niðurstöður skulu liggja fyrir 1. október nk.
    Bókun fundar Til máls tók Nanna Árnadóttir.

    Afgreiðsla 86. fundar Fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

10.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 87

Málsnúmer 2006003FVakta málsnúmer

  • 10.1 2004071 Vinnuskóli 2020
    Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 87. fundur - 10. júní 2020 Undir þessum lið sat Haukur Sigurðsson forstöðumaður vinnuskólans. Hann fór yfir starfið í sumar. Haldin voru námskeið fyrir flokkstjóra vinnuskólans og sláttulið dagana 3-5. júní sl. Dagskráin var fjölbreytt. Erindi voru um vinnuvernd, réttindi og skyldur á vinnumarkaði og einelti og samskipti. Þá fór fram leiðtogafræðsla og skyndihjálp. Námskeið í vinnuvernd í boði Vinnueftirlitsins fór fram í gegnum fjarfundaforritið TEAMS. Fulltrúi Einingar Iðju kom með fyrirlestur um réttindi og skyldur á vinnumarkaði en önnur námskeið og fyrirlestrar voru haldnir af heimafólki þeim Margréti Guðmundsdóttur, Sigurlaugu Rögnu Guðnadóttur, Margréti Jónsdóttir Njarðvík og Hörpu Jónsdóttur. Fræðslu- og frístundanefnd lýsir ánægju sinni með það fyrirkomulag að halda námskeiðin í heimabyggð og er öllum þeim sem að komu færðar þakkir fyrir.
    Þá hefur verið sett saman áætlun um viðbrögð við einelti fyrir Vinnuskóla Fjallabyggðar sem lögð var fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 87. fundar Fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 87. fundur - 10. júní 2020 Undir þessum lið sátu Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar, Kristín María Hlökk Karlsdóttir aðstoðarskólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskólans.
    Mennta- og menningarmálaráðuneytið óskaði eftir upplýsingum um framkvæmd þeirra umbóta sem áætlaðar voru í umbótaáætlun sveitarfélagsins og leikskólans á skólaárinu 2019-2020.
    Umbótaáætlun leikskólans, byggð á ytra mati lögð fram til kynningar. Tekist hefur að ljúka vinnu við alla þætti umbótaáætlunarinnar utan eins, en hann er í vinnslu. Umbótaáætlun var send Mennta- og menningarmálaráðuneytinu fyrir tilskilinn frest sem var 8. júní sl.
    Bókun fundar Afgreiðsla 87. fundar Fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 87. fundur - 10. júní 2020 Undir þessum lið sátu Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar, Kristín María Hlökk Karlsdóttir aðstoðarskólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskólans.
    Farið yfir stöðu leikskólans m.t.t. fagmenntunar starfsmanna. Skólastjórnendur Leikskóla Fjallabyggðar afhentu nefndinni bréf þar sem áhyggjur af stöðu leikskólans eru viðraðar. Ekki er unnt að manna allar deildir með fagmenntuðum deildarstjórum á komandi skólaári vegna þess að við leikskólann starfa of fáir leikskólakennarar. Eftir að ný lög um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla tóku gildi um síðustu áramót gildir leyfisbréf kennara til kennslu á öllum skólastigum. Áhyggjur af tilfærslu kennara milli skólastiga í kjölfarið eru á rökum reistar og finnur leikskólastigið fyrir því. Rætt um hugsanlegar leiðir til viðspyrnu. Fræðslu- og frístundanefnd felur skólastjórnendum Leikskóla Fjallabyggðar og deildarstjóra fræðslu-, frístunda - og menningarmála að skila umsögn með hugmyndum um hugsanlegar leiðir til úrbóta til nefndarinnar fyrir 1. september 2020.
    Bókun fundar Afgreiðsla 87. fundar Fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 87. fundur - 10. júní 2020 Undir þessum lið sátu Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri og Brynhildur Reykjalín Vilhjálmsdóttir fulltrúi kennara.
    Niðurstöður nemendakönnunar Skólapúls vorið 2020 fyrir 6. - 10. bekk og 1. -5. bekk lagðar fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 87. fundar Fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 87. fundur - 10. júní 2020 Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála fór yfir starfið í félagsmiðstöðinni Neon í vetur.
    Starfið í vetur gekk nokkuð vel þrátt fyrir að veður og Covid-19 hafi sett mark sitt á starfið og opnanir hafi fallið niður vegna þess. 20 - 35 unglingar stunduðu starfið að öllu jöfnu en samtals eru 56 unglingar í þessum aldurshópi í Fjallabyggð. Reynt var að hafa starfið fjölbreytt.
    Vegna lokunar Neons vegna Covid var ákveðið að hafa opið í maí í staðinn. Síðsta opnun Neons var 25. maí. Þá var í fyrsta sinn í mörg ár ákveðið að bjóða upp á seinniparts opnun fyrir nemendur á miðstigi, 5.-7. bekk. Opnunin var einu sinni í mánuði. Að jafnaði voru um 35 krakkar sem mættu í þessar opnanir en í þessum bekkjum eru 63 nemendur samtals.

    Bókun fundar Afgreiðsla 87. fundar Fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 87. fundur - 10. júní 2020 Til umræðu eru drög að samningi um afnot einstaklinga af sundlaug eða líkamsræktarsal til þjálfunar gegn gjaldi sem frestað var á 83. fundi nefndarinnar 9.3.2020. Meirihluti nefndarinnar samþykkir fyrirliggjandi drög sem fela í sér að einstaklingur sem sinnir þjálfun gegn gjaldi í sundlaug eða líkamsrækt greiðir 10% af þjálfunartekjum fyrir aðstöðu. Bókun fundar Afgreiðsla 87. fundar Fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

11.Vinnuhópur um framtíðarhúsnæði fyrir félagsmiðstöðina NEON - 2

Málsnúmer 2006004FVakta málsnúmer

  • 11.1 2005012 Starfsemi Neon
    Vinnuhópur um framtíðarhúsnæði fyrir félagsmiðstöðina NEON - 2. fundur - 10. júní 2020 Lagðar fram niðurstöður könnunar 7. til 10. bekkjar, umræður um niðurstöður.

    Næsti fundur verður þriðjudaginn 16.06.2020 kl. 16:15.

    Bókun fundar Til máls tóku Jón Valgeir Baldursson, Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir, Helgi Jóhannsson, Elías Pétursson og Nanna Árnadóttir.

    Afgreiðsla 2. fundar Vinnuhóps um framtíðarhúsnæði NEON staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

12.Breyting á reglum um birtingu gagna með fundargerðum

Málsnúmer 2005051Vakta málsnúmer

Á 654. fundi bæjarráðs vísaði ráðið breytingum á almennum reglum um birtingu gagna með fundargerðum í ráðum og nefndum Fjallabyggðar til samþykktar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn samþykkir reglur um birtingu gagna með fundargerðum með 7 atkvæðum.

13.Trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum Fjallabyggðar 2018 - 2022

Málsnúmer 1806014Vakta málsnúmer

Kosning í bæjarráð skv. 46. gr. a-lið samþykktar um stjórn og fundarsköp Fjallabyggðar.

Tillaga kom fram um að aðalmenn í bæjarráði yrðu Helga Helgadóttir sem formaður, Nanna Árnadóttir og Jón Valgeir Baldursson.

Til vara S. Guðrún Hauksdóttir, Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir og Helgi Jóhannsson.

Tillagan samþykkt með 7 atkvæðum.

14.Forsetakosningar 2020

Málsnúmer 2006004Vakta málsnúmer

Í bréfi frá Þjóðskrá Íslands dagsett 9. júní 2020, eru upplýsingar og leiðbeiningar um meðferð kjörskrárstofna vegna forsetakosninga 27. júní 2020. Með bréfinu fylgdu 3 eintök af kjörskrárstofni. Samkvæmt kjörskrárstofni eru 1569 á kjörskrá í Fjallabyggð. Á Siglufirði eru 951 á kjörskrá og í Ólafsfirði 618 á kjörskrá.

Bæjarstjórn samþykkir að gera eina breytingu á framlögðum kjörskrárstofni.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum svo breytta kjörskrá.
1568 eru á kjörskrá í Fjallabyggð. Á Siglufirði eru 951 á kjörskrá og í Ólafsfirði 617.

Kjörskrár vegna forsetakosninga þann 27. júní 2020 verða lagðar fram 16. júní n.k. almenningi til sýnis og verða aðgengilegar á auglýstum opnunartíma bæjarskrifstofunnar í Ráðhúsi Fjallabyggðar að Gránugötu 24, Siglufirði og bókasafninu að Ólafsvegi 2, Ólafsfirði.

Eftirfarandi tillaga var samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum:
"Bæjarstjórn samþykkir að veita bæjarráði fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna forsetakosninga 27. júní 2020 í samræmi við 27. gr. kosningalaga."

Fundi slitið - kl. 18:20.