Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

65. fundur 04. júní 2020 kl. 17:00 - 17:50 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Stefánsson formaður, D lista
  • Ida Marguerite Semey aðalmaður, I lista
  • Jón Kort Ólafsson aðalmaður, H lista
  • Sigríður Guðmundsdóttir aðalmaður, D lista
  • Ægir Bergsson varaformaður I lista
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

1.Markaðsherferð Fjallabyggðar

Málsnúmer 2005103Vakta málsnúmer

Fyrirhuguð markaðsherferð Fjallabyggðar fyrir sumarið 2020 var kynnt fundarmönnum. Markaðs- og menningarnefnd lýsir yfir ánægju sinni með áformin.

2.Tjarnarborg staðan í og eftir Covid

Málsnúmer 2005115Vakta málsnúmer

Greinargerð umsjónarmanns Tjarnarborgar um áhrif Covid-19 á starfsemi menningarhússins lögð fram til kynningar. Ljóst er að ástandið hefur haft mikil áhrif á reksturinn þar sem nánast öllum fyrirhuguðum viðburðum hefur verið aflýst fram að hausti.

Fundi slitið - kl. 17:50.