Öldungaráð Fjallabyggðar

4. fundur 27. maí 2020 kl. 12:00 - 13:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista
  • Ingvar Ágúst Guðmundsson aðalmaður
  • Konráð Karl Baldvinsson aðalmaður
  • Björn Þór Ólafsson aðalmaður
  • Ásdís Pálmadóttir aðalmaður
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Elín Arnardóttir fulltrúi heilsugæslu
Starfsmenn
  • Hjörtur Hjartarson embættismaður
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson

1.Starfsemi öldungaráðs 2020

Málsnúmer 2005072Vakta málsnúmer

Umræður um starfsemi og þjónustu eldri borgara í Fjallabyggð. Rætt um göngustíga og bekki, þörf á skjólvegg við bekkinn við Kleifarhorn og skjólvegg norðan við veröndina í Skálarhlíð. Einnig umræður um göngustíga í sveitarfélaginu og uppástunga um að byggja upp göngustíg að rústum Evanger verksmiðjunnar.

2.COVID-19 Félagsþjónusta

Málsnúmer 2003078Vakta málsnúmer

Deildarstjóri kynnti fyrir ráðinu áform um eflingu félagsstarfs eldri borgara í Fjallabyggð á komandi sumri. Áhersla verður lögð á útivist og hreyfingu. Sótt verður um styrk til félagsmálaráðuneytisins sem hefur lofað fjármagni til sveitarfélaga sem, vegna Covid-19, hyggjast auka við starfsemi og þjónustu í félagsstarfi fullorðinna sumarið 2020 umfram hefðbundið sumarstarf.

Fundi slitið - kl. 13:30.