Breyting á reglum um birtingu gagna með fundargerðum

Málsnúmer 2005051

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 653. fundur - 26.05.2020

Lögð fram til kynningar drög að almennum reglum um birtingu gagna með fundargerðum í ráðum og nefndum Fjallabyggðar.

Bæjarráð samþykkir að almennar reglur um birtingu gagna verði teknar fyrir á næsta fundi bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 654. fundur - 04.06.2020

Lögð fram drög að breytingum á Almennum reglum um birtingu gagna með fundargerðum í ráðum og nefndum Fjallabyggðar.

Bæjarráð samþykkir drögin með áorðnum breytingum og vísar þeim til samþykktar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 187. fundur - 11.06.2020

Á 654. fundi bæjarráðs vísaði ráðið breytingum á almennum reglum um birtingu gagna með fundargerðum í ráðum og nefndum Fjallabyggðar til samþykktar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn samþykkir reglur um birtingu gagna með fundargerðum með 7 atkvæðum.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 138. fundur - 08.04.2024

Farið yfir reglur um birtingu gagna með fundargerðum, fundartíma nefnda og fleira sem tengist nefndarstörfum.
Lagt fram til kynningar
Reglur um birtingu gagna með fundargerðum lagðar fram til kynningar. Nefndir og ráð Fjallabyggðar eru hvött til að birta gögn með fundargerðum í þeim tilfellum sem það er viðeigandi.
Fræðslu- og frístundanefnd ákveður að gera tilraun með að fundartími nefndarinnar verði kl. 12:00 - 13:00, að jafnaði annan mánudag í mánuði.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 107. fundur - 10.04.2024

Farið yfir reglur um birtingu gagna með fundargerðum, fundartíma nefnda og fleira sem tengist nefndarstörfum.
Lagt fram til kynningar
Farið yfir reglur um birtingu gagna með fundargerðum nefnda og ráða Fjallabyggðar. Einnig rætt um fundartíma nefndarinnar og mun nefndin stefna að því að funda kl. 15:00 framvegis.