Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

252. fundur 01. apríl 2020 kl. 16:30 - 18:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Konráð Karl Baldvinsson formaður I lista
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir varaformaður, D lista
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir aðalmaður, D lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Íris Stefánsdóttir Skipulags- og tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Íris Stefánsdóttir skipulags- og tæknifulltrúi
Eftir 6. dagskrárlið vék Íris Stefánsdóttir af fundi og Ármann V. Sigurðsson tók við fundarritun.

1.Tjarnargata 18 Siglufirði - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2003059Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dagsett 27.mars 2020 þar sem Magnús Hauksson f.h. Öryggisfjarskipta ehf. sækir um leyfi til að gera breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Tjarnargötu 18, Siglufirði. Deiliskipulagsbreytingin felur í sér stækkun á byggingarreit hjá bátaskýli á lóðinni og gert verður ráð fyrir litlu fjarskiptahúsi og um 30m fjarskiptamastri fyrir þráðlaus samskipti á Siglufirði; farsíma, útvarp, sjónvarp, og tetra neyðar- og öryggisfjarskipti. Einnig lagt fram umboð Björgunarsveitarinnar Stráka sem er lóðarhafi.
Samþykkt
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Hraðatakmarkanir samkvæmt nýjum umferðarlögum

Málsnúmer 2001025Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju samantekt tæknideildar vegna lækkunar á hámarkshraða við skóla, leikskóla og íþróttamiðstöðvar ásamt áætlun um kostnað vegna framkvæmdanna.
Vísað til nefndar
Nefndin samþykkir framkomnar tillögur og vísar málinu áfram til bæjarráðs. Tæknideild falið að sækja um styrk úr umferðaröryggissjóð Vegagerðarinnar.

3.Skil á lóðum - Bakkabyggð 2 og 6 Ólafsfirði

Málsnúmer 2003025Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Elísar Hólm Þórðarsonar dagsett 10. mars 2020 þar sem hann skilar inn lóðinni Bakkabyggð 2 og fyrir hönd Arctic Freeride, Bakkabyggð 6. Einnig lögð fram drög að samkomulagi um skil á lóðinni Bakkabyggð 2 þar sem aflýsa þarf lóðarleigusamning þeirrar lóðar.
Samþykkt
Nefndin samþykkir skil á lóðunum og felur tæknideild að ganga frá samkomulagi um skil á lóðinni Bakkabyggð 2 svo aflýsa megi gildandi lóðarleigusamning.

4.Túngata 40 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2003013Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi dagsett 4.mars 2020 þar sem Gestur Þór Guðmundsson óskar eftir leyfi til að breyta þakrými á Túngötu 40 í litla stúdíó íbúð. Í húsinu yrðu þá þrjár íbúðir í stað tveggja, ein á hverri hæð. Einnig lagðir fram aðaluppdrættir af breytingunum unnir af Rögnvaldi Harðarsyni byggingafræðingi.
Samþykkt
Erindi samþykkt með fyrirvara á að gera þarf nýja eignaskiptayfirlýsingu fyrir húsið vegna fjölgunar eignarhluta.

5.Áningastaður og skilti við Ólafsfjarðarvatn

Málsnúmer 2003058Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 20. mars 2020 þar sem Svanfríður Halldórsdóttir f.h. stjórnar U.M.F. Vísis lýsir áhuga félagsins á því að komið verði upp áningastað við austan megin Ólafsfjarðarvatns skammt sunnan við núverandi grindarhlið eða skv. staðsetningu á meðfylgjandi korti. Hugmyndin er að koma fyrir upplýsingaskiltum um bæina í sveitinni ásamt fróðleik um svæðið. Ungmennafélagið myndi sjá um kostnað við gerð skilta og uppsetningu og jafnvel kaupa borð/bekki ef samkomulag næst við sveitarfélagið um undirbúning svæðisins og staðsetningu.
Samþykkt
Nefndin tekur jákvætt í erindið og samþykkir tillögu að staðsetningu áningastaðar. Tæknideild falin frekari úrvinnsla á málinu í samráði við U.M.F.Vísi.

6.Endurskoðun aðalskipulags Dalvíkurbyggðar - Skipulagslýsing

Málsnúmer 2003009Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Barkar Þórs Ottóssonar f.h. Dalvíkurbyggðar þar sem óskað er eftir umsögn Fjallabyggðar vegna skipulagslýsingar fyrir endurskoðun aðalskipulags Dalvíkurbyggðar.
Erindi svarað
Nefndin gerir ekki athugasemd við lýsinguna.

7.Deiliskipulag fyrir Hvanneyrarbraut 30 Siglufirði

Málsnúmer 2003012Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 3. mars 2020 þar sem Íris Stefánsdóttir og Guðmann Sveinsson óska eftir heimild til að vinna deiliskipulag af lóð sinni Hvanneyrarbraut 30 vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

8.Lóð Leikskóla Fjallabyggðar Leikhólar

Málsnúmer 2001100Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar teikningar vegna endurnýjunar lóðar Leikhóla Í Ólafsfirði.
Fundargerð var samþykkt með rafrænum hætti í gegnum fjarfundarforritið Teams.

Fundi slitið - kl. 18:15.