Almennt eftirlit með því að fjármál og fjármálastjórn séu í samræmi við lög og reglur.

Málsnúmer 2002045

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 641. fundur - 25.02.2020

Lagt fram erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 10.02.2020 þar sem óskað er eftir yfirliti um stöðu einstakra verkefna í árslok 2019 (hlutfallsleg staða gagnvart verkáætlun), samanlagðan útlagðan kostnað, gildandi fjárheimild og breytingum á henni á árinu 2019. Jafnframt er óskað eftir stöðu verkefnis, bæði lokið og áætlað ólokið, gagnvart gildandi fjárheimild. Óskað er eftir upplýsingum um verkefni sem unnin voru á árinu 2019, hvort sem þau áttu upphaf á árinu 2019 eða fyrr. Óskað er eftir að yfirlitið sýni framangreinda þætti fyrir hvern ársfjórðung ársins.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til úrvinnslu bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 184. fundur - 15.04.2020

Á 641. fundi bæjarráðs 27. febrúar 2020 var eftirfarandi bókað :
Lagt fram erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 10.02.2020 þar sem óskað er eftir yfirliti um stöðu einstakra verkefna í árslok 2019 (hlutfallsleg staða gagnvart verkáætlun), samanlagðan útlagðan kostnað, gildandi fjárheimild og breytingum á henni á árinu 2019. Jafnframt er óskað eftir stöðu verkefnis, bæði lokið og áætlað ólokið, gagnvart gildandi fjárheimild. Óskað er eftir upplýsingum um verkefni sem unnin voru á árinu 2019, hvort sem þau áttu upphaf á árinu 2019 eða fyrr. Óskað er eftir að yfirlitið sýni framangreinda þætti fyrir hvern ársfjórðung ársins.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til úrvinnslu bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar.

Óskað var eftir að umbeðnar upplýsingar bærust eftirlitsnefndinni að lokinni umræðu í sveitarstjórn eigi síðar en 60 dögum eftir dagsetningu bréfsins.

Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum framlagt skjal og felur bæjarstjóra að skila því inn til eftirlitsnefndarinnar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 653. fundur - 26.05.2020

Lagt fram til kynningar erindi Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, dags. 14.05.2020 er varðar fjármál sveitarfélaga í kjölfar COVID-19.