Bæjarráð Fjallabyggðar - 644. fundur - 17. mars 2020

Málsnúmer 2003005F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 184. fundur - 15.04.2020

 • .1 2003027 Snjómokstur 2020
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 644. fundur - 17. mars 2020 Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 16.03.2020 þar sem fram kemur að kostnaður vegna snjómoksturs í janúar og febrúar 2020 er orðin samtals kr. 27.232.249 og er þá ekki talin með kostnaður vegna helmingamoksturs með Vegagerðinni. Áætlaður kostnaður fyrir árið 2020 samkvæmt fjárhagsáætlun er kr. 24.000.000. Deildarstjóri tæknideildar óskar eftir viðauka, kr. 20.000.000.

  Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 7/2020 að upphæð kr. 20.000.000 við málaflokk 10610, deild 4948, snjómokstur og hálkueyðing. Viðauka verður mætt með lækkun á handbæru fé.

  Þess má geta að árið 2019 var þessi sami liður kr. 28.071.915.- fyrir allt árið.
  Bókun fundar Afgreiðsla 644. fundar bæjarráðs staðfest á 184. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 644. fundur - 17. mars 2020 Lagt fram til kynningar yfirlit launa fyrir tímabilið janúar til febrúar 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 644. fundar bæjarráðs staðfest á 184. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • .3 1902053 Trúnaðarmál
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 644. fundur - 17. mars 2020 Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 644. fundar bæjarráðs staðfest á 184. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 644. fundur - 17. mars 2020 Á 642. fundi bæjarráðs samþykkti ráðið að vísa erindi Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dags. 18.02.2020 er varðaði mál nr. 32/2020 reglugerð um héraðsskjalasöfn sem var í umsagnarferli í samráðsgátt til og með 13.03.2020 til deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála og forstöðukonu Héraðsskjalasafns Fjallabyggðar.

  Lögð fram til kynningar umsögn forstöðukonu Héraðsskjalasafns Fjallabyggðar, dags. 11.03.2020. Umsögnin hefur þegar verið send í samráðsgátt stjórnvalda.
  Bókun fundar Afgreiðsla 644. fundar bæjarráðs staðfest á 184. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 644. fundur - 17. mars 2020 Á 643. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir umsögn bæjarstjóra og deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála vegna erindis Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 02.03.2020 þar sem óskað var eftir samstarfi við sveitarfélög um samstarfsverkefni sem miðar að því að endurskoða forsendur úthlutunar og ráðstöfunar fjármuna til kennslu og stuðnings í grunnskólum.
  Lagt fram vinnuskjal bæjarstjóra og deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála þar sem fram kemur að fram undan sé hugmyndavinna í samstarfi Mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vinnan felst í að skoða núverandi líkön og forsendur úthlutunar og ráðstöfunar fjármuna til grunnskóla og hvernig best er að innleiða mögulegar og þarfar breytingar í samræmi við ábendingar í úttektarskýrslu Evrópumiðstöðvar um nám án aðgreiningar og sérþarfa. Stefnt er að því að verkefnið hefjist í mars 2020 og í árslok liggi fyrir leiðbeinandi viðmið fyrir sveitarfélög um hvernig best verði staðið að skilgreiningum á forsendum úthlutunar og ráðstöfunarfjármuna til kennslu og stuðnings í grunnskóla fyrir alla.

  Bæjarstjóri og deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála hafa skoðað málið og sjá ekki ástæðu til að Fjallabyggð sæki um þátttöku í verkefninu. Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála mun fylgjast með umræðunni og sækja kynningu á niðurstöðum þegar þær liggja fyrir.

  Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála að fylgja málinu eftir og leggja fyrir bæjarráð.
  Bókun fundar Afgreiðsla 644. fundar bæjarráðs staðfest á 184. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 644. fundur - 17. mars 2020 Lögð fram til kynningar Viðbragðsáætlun Fjallabyggðar vegna heimsfaraldurs, útgáfa 1 dags. 11.03.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 644. fundar bæjarráðs staðfest á 184. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 644. fundur - 17. mars 2020 Lagt fram erindi Golfklúbbs Siglufjarðar, dags. 11.03.2020 þar sem óskað er eftir afnotum af neðra fótboltasvæði á Siglufirði undir starf fyrir börn- og unglinga, sama svæði og GKS hafði afnot af sumarið 2019, ásamt slætti á svæðinu tvisvar sinnum yfir sumarið eða styrk fyrir kostnaði við slátt á svæðinu.

  Einnig lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála, dags. 12.03.2020 þar sem mælt er með að GKS fái afnot af svæðinu ásamt styrk eða aðstoð við slátt tvisvar að sumri.

  Bæjarráð samþykkir að veita Golfklúbbi Siglufjarðar afnot af neðra fótboltasvæði við Hól á Siglufirði undir barna- og unglingastarf ásamt styrk kr. 150.000 til þess að slá svæðið. Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála að gera drög að samningi við GKS um svæðið og leggja fyrir bæjarráð.

  Kostnaður rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar 2020 á málaflokk 06610, lykil 4341.
  Bókun fundar Afgreiðsla 644. fundar bæjarráðs staðfest á 184. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum