Bæjarstjórn Fjallabyggðar

181. fundur 12. febrúar 2020 kl. 17:00 - 17:45 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir Forseti bæjarstjórnar I-lista
  • Helga Helgadóttir 1.varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir bæjarfulltrúi, D lista
  • Jón Valgeir Baldursson bæjarfulltrúi, H lista
  • Tómas Atli Einarsson bæjarfulltrúi, D lista
  • Nanna Árnadóttir bæjarfulltrúi, I lista
  • Særún Hlín Laufeyjardóttir bæjarfulltrúi, H lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 637. fundur - 28. janúar 2020

Málsnúmer 2001007FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 637. fundur - 28. janúar 2020 Niðurstaða færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 637. fundar bæjarráðs staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 637. fundur - 28. janúar 2020 Á 634. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir umsögn markaðs- og menningarfulltrúa varðandi áhersluverkefni sem hægt væri að senda inn umsókn fyrir til Eyþings en í auglýsingu kemur fram að áhersluverkefni séu samningsbundin verkefni sem hafa beina skírskotun til sóknaráætlunar landshlutans og styðja við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Verkefni geta til dæmis verið ráðgjafar- og átaksverkefni á sviði nýsköpunar-, menningar- og umhverfismála.

    Lagt fram vinnuskjal markaðs- og menningarfulltrúa þar sem fram kemur að ekkert verkefni er á fjárhagsáætlun Fjallabyggðar sem gæti á þessum tímapunkti flokkast og fallið undir áhersluverkefni og sem hefur beina skírskotun til sóknaráætlunar landshlutans og styðja við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

    Undirrituð leggur hins vegar til að sótt verði um styrk vegna verkefnisins „Aðgengi að hringsjánni á Álfhól“, Siglufirði sem er á fjárhagsáætlun ársins 2020 en umsóknarfrestur þar er venjulega í október ár hvert.

    Bæjarráð samþykkir að fela markaðs- og menningarfulltrúa að sækja um styrk í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða og Uppbyggingasjóð Norðurlands eystra vegna verkefnisins „Aðgengi að hringsjánni á Álfhól, Siglufirði“.
    Bókun fundar Afgreiðsla 637. fundar bæjarráðs staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 637. fundur - 28. janúar 2020 Lagt fram erindi björgunarsveitarinnar Stráka dags. 10.01.2020 Þar sem þakkað er fyrir styrk sem sveitarfélagið veitti sveitinni fyrir störf hennar í óveðrinu í desember sl. Þá vill sveitin kanna vilja Fjallabyggðar til samstarfs um uppbyggingu og rekstur á sameiginlegri stjórnstöð vettvangsstjórnar almannavarna Fjallabyggðar og björgunarsveitarinnar ef lög og reglur leyfa.

    Þá tilnefnir Björgunarsveitin Strákar Ómar Geirsson og Hans Ragnar Ragnarsson í vettvangsstjórn almannavarna á Siglufirði.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að skoða þann möguleika að stjórnstöð almannavarna verði færð úr Ráðhúsi Fjallabyggðar í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra og í framhaldi af því að meta kostnað sveitarfélagsins við slíka aðgerð.

    Bókun fundar Afgreiðsla 637. fundar bæjarráðs staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 637. fundur - 28. janúar 2020 Lagt fram svar Orkusölunnar, dags. 17.01.2019 við fyrirspurn sveitarfélagsins vegna óveðurs á Norðurlandi 10. - 12. desember sl.

    Bæjarráð þakkar svarið.

    Bókun fundar Afgreiðsla 637. fundar bæjarráðs staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 637. fundur - 28. janúar 2020 Lagt fram erindi Huldu Magnúsdóttur og Sigurðar Sigurjónssonar dags. 17.01.2020 er varðar óviðunandi snjómokstur á Hvanneyrarbraut og öryggi gangandi vegfarenda. Óskað er eftir því að sveitarfélagið hafi frumkvæði að því við Vegagerðina að verktaki á hennar vegum sem sinnir mokstri á þjóðvegi í þéttbýli fjarlægi snjó sem safnast upp á gangstéttir þegar mokað er.

    Bæjarráð þakkar ábendinguna og samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að koma málinu í farveg hjá Vegagerðinni.
    Bæjarráð vill ennfremur koma því á framfæri að sveitarfélagið hefur ítrekað, undanfarin ár gert athugasemdir við Vegagerðina vegna snjómoksturs á þjóðvegi í þéttbýli svo og hefur ítrekað verið haft samband við Vegagerðina frá því í nóvember á síðasta ári vegna ljóslausra ljósastaura í þeirra eigu og umsjá við þjóðveg í og við þéttbýli. Einnig er hafin vinna hjá sveitarfélaginu sem miðar að því að auka öryggi gangandi vegfaranda.
    Bókun fundar Afgreiðsla 637. fundar bæjarráðs staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 637. fundur - 28. janúar 2020 Lagt fram til kynningar erindi Sveinbjargar Sveinsdóttur fh. Landskerfis bókasafna hf., dags. 30.12.2019 og varðar breytingar á gjaldskrá Landskerfis bókasafna hf á árinu 2020 en þá munu greiðslur sveitarfélagasafna hækka um 7,6% vegna íbúafjölgunar sl. 3 ár. Ekki verður um vísitöluhækkun að ræða á árinu. Þar sem greiðslur ríkissafna hafa ekki hækkað til samræmis við greiðslur sveitarfélagasafna verður áfram leitað leiða til að leiðrétta þann mun til framtíðar. Bókun fundar Afgreiðsla 637. fundar bæjarráðs staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 637. fundur - 28. janúar 2020 Lagt fram erindi Kristjáns Haukssonar fh. Skíðafélags Ólafsfjarðar, dags. 24.01.2020 þar sem óskað er eftir leyfi til umferðartakmarkana á götum Ólafsfjarðar samkv. meðfylgjandi teikningu vegna Fjarðargöngunnar sem fram fer 8. febrúar í Ólafsfirði, götur yrðu þrengdar föstudaginn 7.febrúar og hreinsaðar af snjó að keppni lokinni.

    Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að heimila umferðartakmarkanir á götum í Ólafsfirði samkvæmt meðfylgjandi teikningu en bendir á að lokanir eða umferðartakmarkanir á þjóðvegi í þéttbýli þarf að bera undir Vegagerðina.

    Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að vinna málið áfram í samráði við Skíðafélag Ólafsfjarðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 637. fundar bæjarráðs staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 637. fundur - 28. janúar 2020 Lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 17.01.2020 er varðar Viðmiðunarreglur um framlög til stjórnmálaflokka og Stefnu sambandsins um samfélagslega ábyrgð Bókun fundar Afgreiðsla 637. fundar bæjarráðs staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 637. fundur - 28. janúar 2020 Lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélag, dags. 21.01.2020. Samkvæmt 7. gr. samþykkta Sambands íslenskra sveitarfélaga eru landsþingsfulltrúar sveitarfélaganna, formenn og framkvæmdastjórar landshlutasamtaka sveitarfélaga og framkvæmdastjórar sveitarfélaga, þ.e. sveitar- og bæjarstjórar, hér með boðaðir til XXXV. landsþings sambandsins fimmtudaginn 26. mars nk.

    Landsþingið verður að þessu sinni haldið á Grand hóteli í Reykjavík og hefst það kl. 10:30 að morgni og stefnt er að því að þingstörfum ljúki um kl. 15:45 síðdegis. Að þinginu loknu hefst aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. á sama stað kl. 16:00.
    Bókun fundar Afgreiðsla 637. fundar bæjarráðs staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 637. fundur - 28. janúar 2020 Lagt fram erindi Sverris Ólasonar dags. 27. janúar 2020 varðandi byggðakvóta. Þar er farið fram á að þak á úthlutun verði endurskoðað og lagfært.

    Einnig lagt fram erindi frá Reyni Karlssyni dags. 28. janúar 2020 varðandi byggðakvóta þar sem hann skorar á bæjarráð að setja hámark á einstaka báta t.d. 25-30 tonn, þannig að fiskvinnsla og útgerð smábáta verði efld í stað þess að byggðakvótinn verði færður að langmestu leyti til eins af kvótahæsta fyrirtækis landsins.

    Einnig lagt fram erindi frá Sverri Björnssyni ehf. vegna byggðakvóta. Þar sem farið er fram á að viðauki við breytingarnar sem bæjarstjórn samþykkti í síðustu viku til Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis verði samþykktur þar sem hámark verði sett á úthlutun byggðakvóta. Sjá fylgiskjal.

    Á 634. fundi bæjarráðs þann 7. janúar sl. var eftirfarandi bókað :

    Lagt fram erindi frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, dags. 30.12.2019 er varðar úthlutun byggðakvóta. Samkvæmt 4 gr. reglugerð nr. 675/2009, um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2019/2020 falla 128 þorskígildislestir til Ólafsfjarðar og 144 þorskígildislestir til Siglufjarðar.

    Vilji sveitarstjórn leggja til við ráðuneytið að sett verði sérstök skilyrði varðandi úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins eða einstakra byggðarlaga skal hún skila inn rökstuddum tillögum sínum til ráðuneytisins eigi síðar en 27. janúar 2020.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir að smábátasjómenn og vinnsluaðilar í Ólafsfirði tilnefni sitthvorn aðilann og að smábátasjómenn og vinnsluaðilar á Siglufirði tilnefni sitthvorn aðilann til að koma með tillögur til bæjarráðs að sérstökum skilyrðum að úthlutun sem rúmast innan gildandi reglugerðar.

    Sendur var tölvupóstur þann 9. janúar sl. til útgerðar- og vinnsluaðila þar sem óskað var eftir tillögum til bæjarráðs. Sjá fylgiskjal.
    Þar sem engin svör bárust var sendur ítrekunartölvupóstur þann 16. janúar sl. þar sem ítrekað var efni fyrri tölvupósts og skilafrestur tilgreindur. Sjá fylgiskjal.

    Reynir Karlsson sendir tölvupóst þann 16. janúar og tilnefnir Sverrir Ólason fyrir hönd sjómanna og Sirrý Káradóttir fyrir fiskverkenda á Siglufirði. Þessi tilnefning kom frá Reyni Karlssyni en engar tillögur bárust frá þessum aðilum.

    Þann 16. janúar barst óformleg tillaga frá Ólafi Marteinssyni fyrir hönd Ramma hf. í framhaldi af fyrirspurn hans vegna tölvupósts til deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála.
    Sjá fylgigagn.

    Þann 20. janúar barst tillaga frá fiskverkendum í Ólafsfirði. Sjá fylgiskjal.

    Bæjarráð ítrekar að sendur var út tölvupóstur og hann ítrekaður þar sem óskað var eftir rökstuddum tillögum vegna sérreglna frá útgerðar- og vinnsluaðilum á Siglufirði og í Ólafsfirði.

    Einungis bárust tillögur að sérreglum frá Ramma hf og vinnsluaðilum í Ólafsfirði fyrir tilsettan tíma. Bæjarstjórn samþykkti tillögu að sérreglum á fundi sínum 22. janúar sl. en frestur til að senda inn tillögur frá sveitarfélögum rann út 27. janúar sl.

    Bæjarráð bendir á að samkvæmt upplýsingum frá Atvinnuvega- og nýsköpunaráðuneyti er hægt að senda inn athugasemdir til ráðuneytisins í viku eftir að frétt um úthlutun byggðakvóta hefur verið birt á vef ráðuneytisins.

    Bæjarráð hvetur þá sem eru ósáttir við tillögur sveitarfélagsins að sérstökum skilyrðum til úthlutunar á byggðakvóta að senda inn athugasemdir til ráðuneytisins.

    Bæjarráð og bæjarstjórn hafa undanfarin ár leitast við í samráði við útgerðar- og vinnsluaðila að óska eftir sérreglum varðandi úthlutuðum byggðakvóta með það að markmiði að byggðakvóti veiddist. Þrátt fyrir mismunandi áherslur ár frá ári og sjónarmið sem sett hafa verið fram í umsóknum til ráðuneytisins hefur þetta markmið ekki náðst og byggðakjarnarnir brunnið inni með töluverð verðmæti. Það var því ákvörðun bæjarráðs og bæjarstjórnar að láta reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2019/2020 standa óbreytta að öðru leyti en því að bátum úr sveitarfélaginu er gert kleift að landa byggðakvóta í vinnslu hvort sem er á Siglufirði eða í Ólafsfirði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 637. fundar bæjarráðs staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 638. fundur - 4. febrúar 2020

Málsnúmer 2001011FVakta málsnúmer

  • 2.1 1911036 Vatnsgjald
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 638. fundur - 4. febrúar 2020 Á 629. fundi bæjarráðs samþykkti bæjarráð að fela bæjarstjóra að svara erindi Ragnhildar Hjaltadóttur og Hermanns Sæmundssonar, fh. samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, dags. 13.11.2019 þar sem áréttað var að sveitarfélögum sé með öllu óheimilt að taka mið af arðsemiskröfu af því fjármagni sem bundið er í rekstri vatnsveitna við ákvörðun á upphæð vatnsgjalds í gjaldskrám vatnsveitna sinna skv. 10. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga. Þá er sveitarfélögum einnig óheimilt að greiða sér arð úr rekstri vatnsveitna. Óskað er eftir því að gjaldskrár vatnsveitna sveitarfélaga verði yfirfarnar og að ráðuneytið verði upplýst um þau atriði og gögn sem gjaldskrár, vatnsveitu sveitarfélagsins er varðar vatnsgjald, skv. 10. gr. laga um vatnsveitu sveitarfélaga, eru byggðar á.

    Lögð fram drög að svari bæjarstjóra til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 30.01.2019.

    Bæjarráð samþykkir drög að svari og felur bæjarstjóra að senda á ráðuneytið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 638. fundar bæjarráðs staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 638. fundur - 4. febrúar 2020 Lagðar fram umsóknir félagasamtaka um styrki vegna fasteignaskatts á árinu 2020.

    Bæjarráð samþykkir að veita umsækjendum styrki vegna fasteignaskatts á árinu 2020 samtals kr. 3.397.516.-
    Bókun fundar Afgreiðsla 638. fundar bæjarráðs staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 638. fundur - 4. febrúar 2020 Lögð fram svarbréf Rarik og Mílu dags. 28.01.2020 við erindi Fjallabyggðar dags. 10.01.2020 vegna óveðurs þann 10.- 12. desember sl.

    Bæjarráð þakkar Rarik og Mílu svörin.
    Bókun fundar Afgreiðsla 638. fundar bæjarráðs staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 638. fundur - 4. febrúar 2020 Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála dags. 30.01.2020 þar sem óskað er eftir viðauka við launaáætlun Tónlistarskólans á Tröllaskaga 2020 vegna veikinda starfsmanns. Hlutur Fjallabyggðar er um 48% eða kr. 311.066.

    Bæjarráð samþykkir viðauka nr.2/2020 við launaáætlun TÁT 2020 kr. 311.066 sem færist á lið 04510-9291, sem verður mætt með lækkun á handbæru fé.
    Bókun fundar Afgreiðsla 638. fundar bæjarráðs staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 638. fundur - 4. febrúar 2020 Lagt fram yfirlit staðgreiðslu útsvars fyrir tímabilið janúar 2020. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 111.094.352 eða 100,65% af tímabilsáætlun. Bókun fundar Afgreiðsla 638. fundar bæjarráðs staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 638. fundur - 4. febrúar 2020 Á 630. fundi bæjarráðs samþykkti bæjarráð að óska eftir umsögn deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála á því hvort Fjallabyggð uppfyllti atriði leiðbeininga til sveitarfélaga vegna skólaaksturs í grunnskóla, samkvæmt erindi Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 04.11.2019.
    Lögð fram umsögn deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála dags. 03.12.2019 þar sem fram kemur að akstur Fjallabyggðar með nemendur grunnskólans uppfylli þær kröfur og skilyrði sem til hans eru gerðar.

    Bæjarráð samþykkir vinnuskjal deildarstjóra og leggur áherslu á mikilvægi þess að öryggi sé ávallt í fyrirrúmi þegar kemur að skólaakstri í sveitarfélaginu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 638. fundar bæjarráðs staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 638. fundur - 4. febrúar 2020 Á 634. fundi bæjarráðs, 7. janúar s.l. samþykkti bæjarráð kostnað vegna viðgerðar á öryggisvír í skíðalyftu og ljósastaurum í Bárubraut sem rekja má til ísingar í óveðri sem gekk yfir í desember. Áætlaður kostnaður vegna viðgerðar var kr. 1.200.000. Bæjarráð bókaði að kostnaði við verkið yrði vísað í viðauka þegar þátttaka Náttúruhamfarasjóðs Íslands lægi fyrir.

    Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála þar sem fram kemur að Náttúruhamfarasjóður Íslands greiðir ekki bætur vegna tjónsins.

    Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 3/2020 við fjárhagsáætlun 2020 vegna kostnaðar við umrædda viðgerð, kr. 1.200.000-. sem færist á málaflokk 06680, lykill 4960, sem verður mætt með lækkun á handbæru fé.
    Bókun fundar Afgreiðsla 638. fundar bæjarráðs staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 638. fundur - 4. febrúar 2020 Lagt fram erindi Björns Valdimarssonar, dags. 27.01.2020 er varðar umferðaröryggi í Fjallabyggð. Óskað er eftir upplýsingum um hvaða verkefni eru hafin hjá sveitarfélaginu, sem miða að því að auka umferðaröryggi gangandi vegfaranda, hvenær áformað er að vinna við þau hefjist og hver áætluð verklok eru. Einnig er spurt hvernig það fari saman að hækka hámarkshraða í öllum bænum þ.m.t. íbúðahverfum og að auka öryggi gangandi vegfaranda?

    Bæjarráð ítrekar að vinna er hafin hjá sveitarfélaginu sem miðar að því að auka öryggi gangandi vegfaranda í umferðinni. Verkefnin krefjast mörg hver samstarfs við Vegagerðina og því ótímabært að gefa út útfærslur og verklok að svo stöddu. Önnur verkefni sem snúa að sveitarfélaginu eru í vinnslu. Hvað varðar hækkaðan hámarkshraða úr 35 í 40 km. á klst. og útfærslur á hvar og hvernig hámarkshraði verði lækkaður úr 35 í 30 km. á klst. er einnig of snemmt að segja til um þar sem málið er enn í vinnslu hjá skipulags- og umhverfisnefnd og slíkar aðgerðir krefjast einnig samvinnu við Vegagerðina svo og umsagnar frá lögregluembættinu og Samgöngustofu.

    Bæjarráð vill taka fram að bæjarfulltrúar hafa átt fund með lögreglustjóra Norðurlands Eystra vegna málsins.

    Bæjarráð mun bóka ákvarðanir þegar þær liggja fyrir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 638. fundar bæjarráðs staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 2.9 2001075 Vegna stöðuleyfis
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 638. fundur - 4. febrúar 2020 Lagt fram erindi Skotfélags Ólafsfjarðar þar sem óskað er eftir niðurfellingu á stöðuleyfi vegna gáms sem líta má á sem fasteignagjald vegna vallarhúss félagsins. Einnig er óskað eftir upplýsingum um hvort stöðuleyfisgjald verður áfram rukkað inn í janúar fyrir árið áður eins og raunin er nú.

    Bæjarráð hafnar ósk um niðurfellingu á stöðuleyfi gáms og bendir á að fasteignaskattsstyrkur er veittur til félagasamtaka vegna fasteigna á grundvelli umsókna sem berast innan tímamarka samkvæmt auglýsingu.
    Varðandi innheimtu á gjöldum er bent á að hafa samband við fjármáladeild.
    Bókun fundar Afgreiðsla 638. fundar bæjarráðs staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 638. fundur - 4. febrúar 2020 Lagt fram erindi Birgittu Þorsteinsdóttur, dags. 23.01.2020 varðandi launað leyfi í námslotum við Háskólann á Akureyri samkvæmt reglum Fjallabyggðar um launað námsleyfi.
    Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu,- frístunda og menningarmála dags. 27.02.2020.

    Bæjarráð samþykkir að verða við ósk Birgittu Þorsteinsdóttur með vísan til 4. gr. viðmiðunarreglna um launuð leyfi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 638. fundar bæjarráðs staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 638. fundur - 4. febrúar 2020 Lagt fram erindi Söru Óskar Halldórsdóttur, dags. 22.01.2020 er varðar launað leyfi vegna námslota við Háskóla Íslands samkvæmt reglum Fjallabyggðar um launað námsleyfi.
    Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála dags. 30.01.2020.

    Bæjarráð samþykkir að verða við ósk Söru Óskar Halldórsdóttur með vísan til 4. gr. Viðmiðunarreglna um launað leyfi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 638. fundar bæjarráðs staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 638. fundur - 4. febrúar 2020 Lagt fram erindi Húseigendafélagsins fh. Elísar Hólm Þórðarsonar, dags. 24.01.2020 vegna gatnagerðargjalda að Bakkabyggð 2 í Ólafsfirði.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að leita álits lögfræðings sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 638. fundar bæjarráðs staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 638. fundur - 4. febrúar 2020 Lagt fram erindi Helgu Maríu Pétursdóttur fh. Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra - SSNE, dags. 29.01.2020 þar sem fram kemur að stjórn SSNE leggur til að ekki verði boðað til aukaþings í febrúar til þess að manna nefndir og fagráð Uppbyggingarsjóðs í samræmi við 15. og 16. gr. samþykkta SSNE þar sem úthlutun er lokið og því óþarfi að manna stöður strax.
    Hafi aðildarsveitarfélög SSNE athugasemdir við framangreinda breytingu á starfsáætlun eru þau beðin um að hafa samband við undirritaða sem allra fyrst.

    Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við framangreint.
    Bókun fundar Afgreiðsla 638. fundar bæjarráðs staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 638. fundur - 4. febrúar 2020 Lagt fram erindi Helgu Maríu Pétursdóttur fh. stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, dags. 24.01.2020 þar sem óskað er eftir hugmyndum að mögulegum verkefnum sem falla undir lið C.). í byggðaáætlun fyrir 24. febrúar nk.

    https://www.althingi.is/altext/pdf/148/s/1242.pdf.

    C.9. Náttúruvernd og efling byggða.
    Verkefnismarkmið: Að náttúruvernd stuðli að eflingu byggða.
    Greind verði tækifæri og ávinningur í héraði af þjónustu sem byggist á nýtingu náttúruverndarsvæða, svo sem í náttúrutengdri ferðaþjónustu. Hugað verði að því að verulegur ávinningur getur falist í friðlýsingu svæða og rekstri þeirra, svo sem með stofnun þjóðgarða eða jarðvanga. Árangur af verkefninu verði mældur í fjölda fyrirtækja í náttúrutengdri ferðaþjónustu innan landshluta.

    Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til bæjarstóra og deildarstjóra.
    Bókun fundar Afgreiðsla 638. fundar bæjarráðs staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 638. fundur - 4. febrúar 2020 Lögð fram bókun bæjarráðs Seyðisfjarðarkaupstaðar dags. 22.02.2020 er varðar ofanflóðamál. Bókunin er eftirfarandi:
    Bæjarráð Seyðisfjarðarkaupstaðar harmar það að þær hamfarir sem dundu yfir Vestfirði í síðustu viku hafi þurft til þess að opna á umræðu um ofanflóðasjóð. Seyðisfjörður er einn þeirra staða sem kallað hefur eftir vörnum bæði fyrir snjó- og aurflóðum. Sérfræðingar hafa rannsakað og skilað skýrslum, forhönnun varnargarða liggur fyrir en fjármagnið vantar. Bæjarráð tekur undir með þeim sem hafa minnt stjórnvöld á að breyta þurfi áherslum ríkissjóðs á þann veg að það fjármagn sem greitt hefur verið í svokallaðan ofanflóðasjóð verði nýtt í varnir. Komið hefur fram í fjölmiðlum að í ríkisstjórninni sé vilji til þess að úr þessu verði bætt sem er þakkarvert. Bæjarráð Seyðisfjarðar minnir á að árið 1885 féll eitt mannskæðasta snjóflóð Íslandssögunnar úr Bjólfinum, sópaði flóðið 15 húsum út í sjó, 90 manns lentu í flóðinu og 24 létust. Árið 1995 sópaðist fiskimjölsverksmiðja úr í sjó, einnig staðsett í Bjólfinum. Mikil mildi að ekki varð manntjón þar. Við viljum því minna á að hamfarir sem þessar geta átt sér stað hvenær sem er. Bæjarráð Seyðisfjarðar krefst þess að ofanflóðasjóður verið fjármagnaður að fullu og gert kleift að uppfylla skyldur sínar.

    Bæjarráð samþykkir að taka undir bókun bæjarráðs Seyðisfjarðarkaupstaðar og mikilvægi þess að fjármagn verði tryggt til þess að verja byggðir fyrir þessari náttúruvá og minnir á að á Siglufirði er fjórða og síðasta áfanga stoðvirkja fyrir ofan byggð enn ólokið þrátt fyrir ítrekaðar kröfur bæjarráðs um að verkið yrði klárað í beinu framhaldi af þriðja áfanga.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda erindi á Fjármálaráðherra og umhverfisráðherra.
    Bókun fundar Afgreiðsla 638. fundar bæjarráðs staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 638. fundur - 4. febrúar 2020 Lagt fram erindi Jafnréttisstofu, dags. 08.01.2020 þar sem óskað er eftir upplýsingum um hvort sveitarfélagið hafi hafið vinnu við jafnlaunavottun og hvenær áætlað sé að vottun verði staðfest.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu
    Bókun fundar Afgreiðsla 638. fundar bæjarráðs staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 638. fundur - 4. febrúar 2020 Á 633. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir tilnefningu tveggja aðila úr stjórn Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar - KF, í vinnuhóp vegna framkvæmdar við gervigrasvöll í Ólafsfirði.

    Lagt fram erindi Þorvaldar Sveins Guðbjörnssonar fh. stjórnar KF, dags. 30.01.2020 þar sem stjórn tilnefnir Þorvald Svein Guðbjörnsson og Gunnlaug Sigursveinsson í vinnuhópinn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 638. fundar bæjarráðs staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 638. fundur - 4. febrúar 2020 Bókun fundar Afgreiðsla 638. fundar bæjarráðs staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 638. fundur - 4. febrúar 2020 Lagt fram til umsagnar frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 30.01.2020 frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 35/1970, um Kristnisjóð o.fl., með síðari breytingum (ókeypis lóðir), 50. mál Bókun fundar Afgreiðsla 638. fundar bæjarráðs staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 638. fundur - 4. febrúar 2020 Lagt fram til umsagnar frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 30.01.2020 tillaga til þingsályktunar um heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld, 64. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 638. fundar bæjarráðs staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 638. fundur - 4. febrúar 2020 Lögð fram til kynningar fundargerð 18. fundar Skólanefndar tónlistarskólans á Tröllaskaga frá 24.01.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 638. fundar bæjarráðs staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 638. fundur - 4. febrúar 2020 Lögð fram til kynningar fundargerð 111. fundar Hafnarstjórnar Fjallabyggðar frá 03.02.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 638. fundar bæjarráðs staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 639

Málsnúmer 2002002FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 639. fundur - 11. febrúar 2020 Lagt fram yfirlit launa fyrir tímabilið janúar 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 639. fundar bæjarráðs staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 639. fundur - 11. febrúar 2020 Lögð fram drög að samningi við Leikfélag Fjallabyggðar vegna afnota af Menningarhúsinu Tjarnarborg í tengslum við uppsetningu LF á leikritinu Þrek og Tár.

    Bæjarráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti og felur deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála að undirrita samninginn fh. Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 639. fundar bæjarráðs staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 639. fundur - 11. febrúar 2020 Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 639. fundar bæjarráðs staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 639. fundur - 11. febrúar 2020 Niðurstaða færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Helga Helgadóttir vék af fundi undir þessum lið.

    Afgreiðsla 639. fundar bæjarráðs staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 639. fundur - 11. febrúar 2020 Lagt fram erindi Kristínar Brynhildar Davíðsdóttur dags. 05.02.2020 varðandi launað leyfi í námslotum samkvæmt reglum Fjallabyggðar um launað námsleyfi.
    Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu,- frístunda og menningarmála dags. 06.02.2020.

    Bæjarráð samþykkir að verða við ósk Kristínar Brynhildar Davíðsdóttur með vísan til 4. gr. viðmiðunarreglna um launuð leyfi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 639. fundar bæjarráðs staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 639. fundur - 11. febrúar 2020 Lagt fram erindi Sýslumannsins á Norðurlandi Eystra, dags. 03.02.2020. Óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins varðandi umsókn Hornbrekku kt. 580706-0880, Ólafsfjarðarvegi, Ólafsfirði um tímabundið áfengisleyfi vegna kráarkvölds.

    Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti tímabundið áfengisleyfi á Hornbrekku vegna kráarkvölds.
    Bókun fundar Afgreiðsla 639. fundar bæjarráðs staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 639. fundur - 11. febrúar 2020 Lagt fram erindi Róberts Guðfinnssonar fh. Rauðku og skyldra aðila, dags. 03.02.2020. varðandi vanefndir Fjallabyggðar á fimm liða samkomulagi milli Fjallabyggðar og Rauðku ehf. Óskað er eftir því að Fjallabyggð skipi tvo fulltrúa til viðræðna við fulltrúa Rauðku og skyldar aðila samkvæmt B kafla samkomulagsins.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir stöðumati á framgangi framkvæmda í samkomulaginu er snúa að sveitarfélaginu frá deildarstjóra tæknideildar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 639. fundar bæjarráðs staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 639. fundur - 11. febrúar 2020 Lögð fram drög að samingi við Skíðafélag Ólafsfjarðar um rekstur skíðasvæðisins í Tindaöxl 2020.

    Bæjarráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti og felur deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 639. fundar bæjarráðs staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 639. fundur - 11. febrúar 2020 Lagt fram erindi frá Umhverfisstofnun, dags. 04.02.2020 er varðar leiðbeiningar varðandi mengunarvarnabúnað í höfnum á Íslandi og flokka með tilliti til magns sem þarf að hreinsa upp komi til mengunarslyss í höfn. Óskað er eftir því að farið verði yfir meðfylgjandi lista/tillögu með tilliti til þess hvað hafnir telja sig þurfa af búnaði miðað við flokk. Skilafrestur er til 14. febrúar nk.

    Bæjarráð samþykkir að fela Hafnarstjóra og yfirhafnarverði að svara erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 639. fundar bæjarráðs staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 639. fundur - 11. febrúar 2020 Lagt fram til kynningar erindi Helgu Maríu Pétursdóttur fh. Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróununar á Norðurlandi eystra ? SSNE, dags. 03.02.2020 er varðar upplýsingar um skiptingu árgjalds sveitarfélaga til SSNE á árinu 2020. Framlag Fjallabyggðar á árinu er kr. 4.435.470 eða kr. 369.623 á mánuði sem rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 639. fundar bæjarráðs staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 639. fundur - 11. febrúar 2020 Lögð fram til kynningar skýrsla RHA um samstarf safna og ábyrgðarsöfn á Norðurlandi eystra frá janúar 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 639. fundar bæjarráðs staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 639. fundur - 11. febrúar 2020 Lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 05.02.2020 er varðar fræðslu í samvinnu við Ríkiskaup um örútboð fyrir sveitarfélög sem haldið verður 14. febrúar nk. Bókun fundar Afgreiðsla 639. fundar bæjarráðs staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 639. fundur - 11. febrúar 2020 Lögð fram til kynningar fundargerð 878. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 31.01.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 639. fundar bæjarráðs staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 639. fundur - 11. febrúar 2020 Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Markaðsstofu Norðulands frá 22.02.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 639. fundar bæjarráðs staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 639. fundur - 11. febrúar 2020 Lagðar fram til kynningar fundargerðir:
    61. fundar Markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar frá 05.02.2020.
    19. fundar Stjórnar Hornbrekku frá 07.02.2020.
    18. fundur Skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga frá 24.01.2020.
    Bókun fundar Afgreiðsla 639. fundar bæjarráðs staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

4.Fundargerðir TÁT 2020

5.Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 11

Málsnúmer 2001008FVakta málsnúmer

  • Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 11. fundur - 27. janúar 2020 Ákveðið hefur verið að bjóða upp á dansnámskeið í Tjarnarborg líkt og stýrihópurinn stóð fyrir í febrúar-mars 2019. Um er að ræða 6 sunnudagskvöld í febrúar og mars í eina og hálfa klukkustund í senn. Fyrsta kvöldið verður 9. febrúar. Kvöldin verða þematengd þannig að auðvelt er að taka þátt í stökum kvöldum. Dansnámskeiðið er endurgjaldslaust og verður auglýst í auglýsingamiðlum og á heimasíðu Fjallabyggðar.
    Kennari verður Ingunn Hallgrímsdóttir líkt og í fyrra.

    Þá var ákveðið að athuga með möguleika á að bjóða upp á tilsögn í líkamsræktarsal fyrir eldri borgara.

    Þá var ákveðið að skoða hvort möguleiki er á að fá fyrirlesara um jákvæða sálfræði eða sambærilegt efni til að bjóða íbúum upp á.
    Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar Stýrihóps Heilsueflandi samfélags staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

6.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 111. fundur 3. febrúar 2020

Málsnúmer 2001009FVakta málsnúmer

  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 111. fundur - 3. febrúar 2020 Hafnarstjóri fór yfir rekstraryfirlit tímabilsins 1.01.19 - 31.12.19 fyrir Fjallabyggðarhafnir. Bráðabirgða rekstrarniðurstöður eru góðar fyrir árið 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 111. fundar Hafnarstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 6.2 1902009 Aflatölur 2019
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 111. fundur - 3. febrúar 2020 Lagt fram til kynningar fjöldi landana og afli í höfnum Fjallabyggðar tímabilið 1. janúar - 31. desember 2019 ásamt samanburði við sama tíma árið 2018.
    2019 Siglufjörður 28830 tonn í 1873 löndunum.
    2019 Ólafsfjörður 389 tonn í 363 löndunum.
    2018 Siglufjörður 24207 tonn í 1816 löndunum.
    2018 Ólafsfjörður 478 tonn í 457 löndunum.
    Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.

    Afgreiðsla 111. fundar Hafnarstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 111. fundur - 3. febrúar 2020 Farið yfir stöðu mála á höfninni. Bókun fundar Afgreiðsla 111. fundar Hafnarstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 6.4 2001048 Tjón á höfn
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 111. fundur - 3. febrúar 2020 Lögð fram tilkynning yfirhafnavarðar dags. 16.01.2020 vegna tjóns á grjótvarnargarði við landfyllingu norðan Hafnarbryggju.

    Tjónið verður metið frekar í vor, þegar snjóa leysir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 111. fundar Hafnarstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 111. fundur - 3. febrúar 2020 Lagt fram til kynningar erindi frá Umhverfisstofnun dags. 9. janúar 2020 vegna leiðbeinandi reglna um meðferð dýpkunarefnis.

    Hægt er að nálgast reglurnar á slóðinni :
    https://ust.is/haf-og-vatn/varp-i-hafid-og-lagnir-i-sjo/varp-i-hafid/
    Bókun fundar Afgreiðsla 111. fundar Hafnarstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 111. fundur - 3. febrúar 2020 Lagt fram til kynningar erindi frá Fiskistofu dags. 16. janúar 2020 varðandi kynningu á smáforriti fyrir rafræna skráningu afla í stað afladagbóka á pappír.

    Hægt er að sækja forritið í App Store og Play Store. Með tilkomu appsins er stigið stórt framfaraskref sem felur í sér bætta yfirsýn og vinnusparnað fyrir útgerðir, skipstjórnarmenn sem og stjórnsýslu.

    Sjá nánari upplýsingar: http://www.fiskistofa.is/umfiskistofu/frettir/afladagbokin-smaforrit-fyrir-rafraena-skraningu-afla
    Bókun fundar Afgreiðsla 111. fundar Hafnarstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 111. fundur - 3. febrúar 2020 Lagt fram erindi Lindu Leu Bogadóttur markaðs- og menningarfulltrúa um markaðsmál hafnarinnar. Hafnarstjórn felur Anitu Elefsen ásamt markaðs- og menningarfulltrúa að sækja SeaTrade Cruise Med þann 16. - 17. september nk. í Malaga á Spáni. Bókun fundar Afgreiðsla 111. fundar Hafnarstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 111. fundur - 3. febrúar 2020 Lagt fram erindi Andra Viðars Víglundssonar dags. 25. janúar 2020 vegna opnunartíma hafnarvoga í Fjallabyggð.

    Erindi frestað til næsta fundar vegna fjarveru Andra Viðars Víglundssonar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 111. fundar Hafnarstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 111. fundur - 3. febrúar 2020 Lagt fram erindi Andra Viðars Víglundssonar dags. 25. janúar 2020 varðandi ráðningu hafnarvarðar.

    Erindi frestað til næsta fundar vegna fjarveru Andra Viðars Víglundssonar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 111. fundar Hafnarstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 111. fundur - 3. febrúar 2020 Lögð fram til kynningar viðbragðsáætlun Fjallabyggðahafna - 2020 sbr. 26. grein reglugerðar um viðbrögð við bráðamengun hafs og stranda, nr. 1010/2012. Bókun fundar Afgreiðsla 111. fundar Hafnarstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 111. fundur - 3. febrúar 2020 Lagt fram erindi Anitu Elefsen dags. 28. janúar 2020 varðandi aðalfund Cruice Iceland þann 8. maí 2020.

    Hafnarstjórn samþykkir erindið og vísar því til markaðs- og menningarfulltrúa til úrvinnslu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 111. fundar Hafnarstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 6.12 2001093 Clean up Iceland
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 111. fundur - 3. febrúar 2020 Lagt fram til kynningar erindi frá Gáru ehf. dags. 29. janúar 2020 varðandi Clean up Iceland sem felur í sér að farþegar leiðangursskipa fara í land og tína rusl í útvöldum fjörum ásamt heimamönnum.

    Hafnarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur markaðs- og menningarfulltrúa að útfæra hugmyndina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 111. fundar Hafnarstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 111. fundur - 3. febrúar 2020 Lagt fram til kynningar fundargerð 418 og 419 hafnarsambandsins. Bókun fundar Afgreiðsla 111. fundar Hafnarstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 111. fundur - 3. febrúar 2020 Lagt fram til kynningar fundargerð 20. fundar Siglingarráðs frá 7.nóvember sl. Bókun fundar Afgreiðsla 111. fundar Hafnarstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

7.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 61

Málsnúmer 2002001FVakta málsnúmer

  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 61. fundur- 5. febrúar 2020 Snjólaug Ásta Sigurfinnsdóttir umsjónarmaður Tjarnarborgar fór yfir starfið í menningarhúsinu árið 2019. Mjög mikið og fjölbreytt starf fór fram í menningarhúsinu og voru gestir og þátttakendur um 15.500 yfir árið. Notkun á Menningarhúsinu Tjarnarborg, viðburðir, æfingar og undirbúningur viðburða voru alls 235 skipti. Bókun fundar Afgreiðsla 61. fundar Markaðs- og menningarnefndar staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 61. fundur- 5. febrúar 2020 Markaðs- og menningarfulltrúi kynnti hugmyndir að merkjum (logó) fyrir Bókasafn Fjallabyggðar, Héraðsskjalasafn Fjallabyggðar og Listasafn Fjallabyggðar. Gígja Ívarsdóttir hannaði merkin. Forstöðumaður Bóka-og Héraðsskjalasafns Fjallabyggðar hefur valið merki úr tillögum hönnuðar fyrir Bókasafn Fjallabyggðar og Héraðsskjalasafn Fjallabyggðar sem markaðs- og menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti. Markaðs- og menningarnefnd valdi merki úr tillögum hönnuðar fyrir Listasafn Fjallabyggðar og felur markaðs- og menningarfulltrúa að ganga frá útfærslu merkisins í samræmi við niðurstöðu fundar. Nefndin þakkar hönnuði fyrir góðar tillögur og fagnar því að nú munu þessar stofnanir eiga sín eigin merki. Merkin munu m.a. prýða nýjar heimasíður þessara stofnana. Bókun fundar Afgreiðsla 61. fundar Markaðs- og menningarnefndar staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 61. fundur- 5. febrúar 2020 Farið yfir lokadrög að tillögu vinnuhóps um markaðsherferð Fjallabyggðar. Markaðs- og menningarnefnd vísar tillögunni til umfjöllunar í bæjarráði. Markaðs- og menningarnefnd þakkar vinnuhópnum fyrir vel unnin störf. Bókun fundar Afgreiðsla 61. fundar Markaðs- og menningarnefndar staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 61. fundur- 5. febrúar 2020 Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2020, Elías Þorvaldsson, verður útnefndur við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 6. febrúar nk. í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði og hefst athöfnin kl. 18:00. Við sama tilefni verða afhentir styrkir Fjallabyggðar til menningarmála, hátíðarhalda, reksturs safna og setra ásamt styrk til fræðslumála 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 61. fundar Markaðs- og menningarnefndar staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

8.Stjórn Hornbrekku - 19. fundur - 7. febrúar 2020

Málsnúmer 2001012FVakta málsnúmer

  • Stjórn Hornbrekku - 19. fundur - 7. febrúar 2020 Birna gerði grein fyrir starfi Hornbrekku undanfarið og framundan. Námskeið í Þjónandi leiðsögn hófst í janúar og lýkur í maí. Námskeið Símeyjar fyrir starfsmenn Hornbrekku gengur vel og lýkur sömuleiðis í maí. Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar stjórn Hornbrekku staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Stjórn Hornbrekku - 19. fundur - 7. febrúar 2020 Lagður fram til kynningar samningur um rekstur og þjónustu Hornbrekku til næstu tveggja ára. Gerðir voru samhljóða samningar við hvern rekstraraðila hjúkrunar- og/eða dvalarrýma en ekki rammasamningur við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu og Samtök íslenskra sveitarfélaga eins og verið hefur. Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar stjórn Hornbrekku staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Stjórn Hornbrekku - 19. fundur - 7. febrúar 2020 Breytingum á þvottahúsi efri hæðar er lokið og endurbótum á herbergi nr. 6 er að ljúka. Á döfinni er endurnýjun fatáskápa í öll herbergi. Uppsetning á nýju bjöllukerfi hefst í febrúar. Endurnýja þarf tvö sjúkrarúm og er hjúkrunarforstjóra falið að ganga frá málinu, Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar stjórn Hornbrekku staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 17:45.