Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 11

Málsnúmer 2001008F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 181. fundur - 12.02.2020

  • Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 11. fundur - 27. janúar 2020 Ákveðið hefur verið að bjóða upp á dansnámskeið í Tjarnarborg líkt og stýrihópurinn stóð fyrir í febrúar-mars 2019. Um er að ræða 6 sunnudagskvöld í febrúar og mars í eina og hálfa klukkustund í senn. Fyrsta kvöldið verður 9. febrúar. Kvöldin verða þematengd þannig að auðvelt er að taka þátt í stökum kvöldum. Dansnámskeiðið er endurgjaldslaust og verður auglýst í auglýsingamiðlum og á heimasíðu Fjallabyggðar.
    Kennari verður Ingunn Hallgrímsdóttir líkt og í fyrra.

    Þá var ákveðið að athuga með möguleika á að bjóða upp á tilsögn í líkamsræktarsal fyrir eldri borgara.

    Þá var ákveðið að skoða hvort möguleiki er á að fá fyrirlesara um jákvæða sálfræði eða sambærilegt efni til að bjóða íbúum upp á.
    Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar Stýrihóps Heilsueflandi samfélags staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.