Stjórn Hornbrekku - 19. fundur - 7. febrúar 2020

Málsnúmer 2001012F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 181. fundur - 12.02.2020

  • Stjórn Hornbrekku - 19. fundur - 7. febrúar 2020 Birna gerði grein fyrir starfi Hornbrekku undanfarið og framundan. Námskeið í Þjónandi leiðsögn hófst í janúar og lýkur í maí. Námskeið Símeyjar fyrir starfsmenn Hornbrekku gengur vel og lýkur sömuleiðis í maí. Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar stjórn Hornbrekku staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Stjórn Hornbrekku - 19. fundur - 7. febrúar 2020 Lagður fram til kynningar samningur um rekstur og þjónustu Hornbrekku til næstu tveggja ára. Gerðir voru samhljóða samningar við hvern rekstraraðila hjúkrunar- og/eða dvalarrýma en ekki rammasamningur við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu og Samtök íslenskra sveitarfélaga eins og verið hefur. Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar stjórn Hornbrekku staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Stjórn Hornbrekku - 19. fundur - 7. febrúar 2020 Breytingum á þvottahúsi efri hæðar er lokið og endurbótum á herbergi nr. 6 er að ljúka. Á döfinni er endurnýjun fatáskápa í öll herbergi. Uppsetning á nýju bjöllukerfi hefst í febrúar. Endurnýja þarf tvö sjúkrarúm og er hjúkrunarforstjóra falið að ganga frá málinu, Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar stjórn Hornbrekku staðfest á 181. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.