Bæjarráð Fjallabyggðar

639. fundur 11. febrúar 2020 kl. 08:15 - 09:25 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Launayfirlit tímabils - 2020

Málsnúmer 2002025Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit launa fyrir tímabilið janúar 2020.

2.Samningur um afnot af Tjarnarborg v. uppsetningu leiksýningar 2020

Málsnúmer 2001079Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningi við Leikfélag Fjallabyggðar vegna afnota af Menningarhúsinu Tjarnarborg í tengslum við uppsetningu LF á leikritinu Þrek og Tár.

Bæjarráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti og felur deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála að undirrita samninginn fh. Fjallabyggðar.

3.Trúnaðarmál - Starfsmannamál

Málsnúmer 2002019Vakta málsnúmer

Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók.

4.Trúnaðarmál - Fasteignagjöld 2020

Málsnúmer 2002015Vakta málsnúmer

Niðurstaða færð í trúnaðarbók.

5.Ósk um launað leyfi í námslotum

Málsnúmer 2002022Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Kristínar Brynhildar Davíðsdóttur dags. 05.02.2020 varðandi launað leyfi í námslotum samkvæmt reglum Fjallabyggðar um launað námsleyfi.
Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu,- frístunda og menningarmála dags. 06.02.2020.

Bæjarráð samþykkir að verða við ósk Kristínar Brynhildar Davíðsdóttur með vísan til 4. gr. viðmiðunarreglna um launuð leyfi.

6.Umsókn um tækif.leyfi um tímabundið áfengisleyfi - Hornbrekka

Málsnúmer 2002004Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sýslumannsins á Norðurlandi Eystra, dags. 03.02.2020. Óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins varðandi umsókn Hornbrekku kt. 580706-0880, Ólafsfjarðarvegi, Ólafsfirði um tímabundið áfengisleyfi vegna kráarkvölds.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti tímabundið áfengisleyfi á Hornbrekku vegna kráarkvölds.

7.Vanefndir Fjallabyggðar

Málsnúmer 2002008Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Róberts Guðfinnssonar fh. Rauðku og skyldra aðila, dags. 03.02.2020. varðandi vanefndir Fjallabyggðar á fimm liða samkomulagi milli Fjallabyggðar og Rauðku ehf. Óskað er eftir því að Fjallabyggð skipi tvo fulltrúa til viðræðna við fulltrúa Rauðku og skyldar aðila samkvæmt B kafla samkomulagsins.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir stöðumati á framgangi framkvæmda í samkomulaginu er snúa að sveitarfélaginu frá deildarstjóra tæknideildar.

8.Samningur um rekstur skíðasvæðis í Tindaöxl 2020

Málsnúmer 2001007Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samingi við Skíðafélag Ólafsfjarðar um rekstur skíðasvæðisins í Tindaöxl 2020.

Bæjarráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti og felur deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

9.Mat á búnaði fyrir hafnir

Málsnúmer 2002010Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Umhverfisstofnun, dags. 04.02.2020 er varðar leiðbeiningar varðandi mengunarvarnabúnað í höfnum á Íslandi og flokka með tilliti til magns sem þarf að hreinsa upp komi til mengunarslyss í höfn. Óskað er eftir því að farið verði yfir meðfylgjandi lista/tillögu með tilliti til þess hvað hafnir telja sig þurfa af búnaði miðað við flokk. Skilafrestur er til 14. febrúar nk.

Bæjarráð samþykkir að fela Hafnarstjóra og yfirhafnarverði að svara erindinu.

10.Árgjöld sveitarfélaga til SSNE

Málsnúmer 2002009Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Helgu Maríu Pétursdóttur fh. Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróununar á Norðurlandi eystra ? SSNE, dags. 03.02.2020 er varðar upplýsingar um skiptingu árgjalds sveitarfélaga til SSNE á árinu 2020. Framlag Fjallabyggðar á árinu er kr. 4.435.470 eða kr. 369.623 á mánuði sem rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar 2020.

11.Skýrsla RHA um samstarf safna og ábyrgðasöfn á Norðurlandi eystra

Málsnúmer 2002014Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla RHA um samstarf safna og ábyrgðarsöfn á Norðurlandi eystra frá janúar 2020.

12.Fræðsla um örútboð fyrir kaupendur

Málsnúmer 2002017Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 05.02.2020 er varðar fræðslu í samvinnu við Ríkiskaup um örútboð fyrir sveitarfélög sem haldið verður 14. febrúar nk.

13.Fundargerð 878. fundar stjórnar sambandsins

Málsnúmer 2002018Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 878. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 31.01.2020.

14.Fundargerð stjórnar MN

Málsnúmer 2002024Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Markaðsstofu Norðulands frá 22.02.2020.

15.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2020

Málsnúmer 2001002Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir:
61. fundar Markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar frá 05.02.2020.
19. fundar Stjórnar Hornbrekku frá 07.02.2020.
18. fundur Skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga frá 24.01.2020.

Fundi slitið - kl. 09:25.