Bæjarráð Fjallabyggðar

516. fundur 29. ágúst 2017 kl. 12:00 - 13:20 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Ríkharður Hólm Sigurðsson aðalmaður, S lista
  • Jón Valgeir Baldursson áheyrnarfulltrúi, B lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Vitahúsið á Selvíkurnefi

Málsnúmer 1506044Vakta málsnúmer

Róbert Guðfinnsson mætti á fundinn og kynnti hugmyndir Selvíkur hf. um endurbætur á Selvíkurvitanum og notkunarmöguleikum.

2.Staðgreiðsla tímabils - 2017

Málsnúmer 1704084Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir staðgreiðslu útsvars á tímabilinu 1. janúar til 21. ágúst 2017.
Innborganir nema 639.938.837 kr. sem er 93,04% af tímabilsáætlun sem gerði ráð fyrir 687.804.802 kr.

3.Almenningssamgöngur á vegum Eyþings á milli byggðakjarna

Málsnúmer 1708057Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir alvarlega stöðu í rekstri almenningssamgangna á Eyþingssvæðinu.
Bæjarráð Fjallabyggðar lýsir yfir miklum áhyggjum af stöðu mála og telur eðlilegt að þetta verði rætt sérstaklega á aðalfundi Eyþings sem haldinn verður í lok október.

4.Fjallskil 2017

Málsnúmer 1708044Vakta málsnúmer

Starfshópurinn sækir um undanþágu til sveitarstjórnar frá 13. gr. fjallskilasamþykkta fyrir sveitarfélög við Eyjafjörð nr. 173/2011, þar sem kveðið er á um að skylt sé að hafa tvennar haustgöngur. Óskar starfshópurinn eftir því að einungis verði einar göngur og síðan verði eftirleitir framkvæmdar eftir tíðarfari.
Bæjarráð samþykkir framkomna ósk.

Aðalrétt í Ólafsfirði verður Reykjarétt og Ósbrekkurétt verður aukarétt.

Göngur og réttir í Fjallabyggð árið 2017 verða eftirfarandi:

Ólafsfjarðarmúli - Kálfsá - 15. september
Fossdalur - Kvíabekkur - 16. september
Kvíabekkur - Bakki - 20. september
Kálfsá - Reykjadalur - 21. september
Reykjarétt - Lágheiði - Fljót - 22. september
Héðinsfjörður / Hvanndalir - 15. september
Siglunes - Kálfsdalur - Skútudalur - 16. september
Hólsdalur - Skarðsdalur - 17. september
Úlfsdalir - Hvanneyrarskál - 16. september
Strákafjall og suður að rétt - 17. september

5.Tjarnarborg sf - Ársreikningur 2016

Málsnúmer 1708048Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Tjarnarborgar sf. fyrir árið 2016.

6.Endurbygging Bæjarbryggju, þekja og lagnir

Málsnúmer 1701075Vakta málsnúmer

Ríkharður Hólm Sigurðsson vék af fundi undir þessum lið.

Eftirfarandi tilboð barst:

Bás ehf. - kr. 7.578.922.-
Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á kr. 7.900.000.-

Bæjarráð samþykkir tilboðið fyrir sitt leyti.

7.Áætlun um að reisa styttu af Gústa guðsmanni

Málsnúmer 1707064Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá sr. Vigfúsi Þór Árnasyni, Kristjáni L. Möller og Hermanni Jónassyni f.h. Sigurvins - áhugamannafélags um minningu Gústa guðsmanns á Siglufirði, dags. 15. ágúst, um gerð fyrirhugaðrar styttu af Gústa, ásamt kostnaðaráætlun fyrir gerð styttunnar. Í bréfinu er óskað eftir því að styttunni verði fundinn staður á torginu í deiliskipulagi miðbæjarins á Siglufirði.

Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd. Bæjarráð beinir því til undirritaðra að nauðsynlegt er að upplýsingar um útlit og umfang styttunnar berist nefndinni fyrir næsta fund nefndarinnar svo hægt sé að taka afstöðu til erindisins.

8.Sjávarútvegsfundur

Málsnúmer 1707057Vakta málsnúmer

Boðað er til aukaaðalfundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga þann 7. september n.k. kl. 11:30 á Hótel Sigló á Siglufirði. Sjávarútvegsfundur samtakanna verður haldinn sama dag kl. 13:30.

9.Umsókn um styrk vegna fræðslu-, kyrrðar- og tónlistarstundar

Málsnúmer 1708039Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn Ólafsfjarðarkirkju, dags. 18.8.2017, um styrk vegna fræðslu-, kyrrðar- og tónlistarstundar sem haldin verður í Ólafsfjarðarkirkju 10. september n.k. kl. 20:00, en dagurinn er alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna. Sótt er um styrk að upphæð 110.000 kr. til að standa straum af auglýsingakostnaði.

Bæjarráð samþykkir að veita styrk að upphæð 55.000 kr. til verkefnisins. Styrkupphæðin verði færð á liðinn „Annar kostnaður 21810 - 9291 aðrir styrkir og framlög."
Einnig standi aðstandendum verkefnisins til boða að auglýsa stundina á síðum sveitarfélagsins.

10.Kauptilboð í Hverfisgötu 17 Siglufirði

Málsnúmer 1708029Vakta málsnúmer

Tekið fyrir kauptilboð Gests Hanssonar í húsið að Hverfisgötu 17, Siglufirði, að upphæð 200.000 kr.

Samkvæmt hönnun á Hverfisgötu og Skriðustíg er gert ráð fyrir að húsið víki og breyting verði gerð á beygjunni. Bæjarráð samþykkti að húsið skyldi rifið á 505. fundi ráðsins þann 13. júní sl, enda húsið talið ónýtt.

Bæjarráð samþykkir að hafna kauptilboðinu.

11.Afnot af fjalllendi í eigu sveitafélagsins til skíðaiðkunar

Málsnúmer 1708053Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi Viking Heliskiing dags. 24. ágúst 2017, um afnot af fjalllendi í eigu Fjallabyggðar til skíðaiðkunar. Óskað er eftir því að sveitarfélagið hefji viðræður við Viking Heliskiing um samning til ótilgreinds árafjölda um einkaafnot af fjalllendi sveitarfélagsins til skíðaiðkunar. Ef það verði ekki samþykkt, óskar fyrirtækið eftir því að bæjarstjórn Fjallabyggðar veiti samþykki sitt fyrir því að fyrirtækið fái með formlegum hætti almennan rétt til nýtingar á fjalllendi sveitarfélagsins til að stunda þyrluskíðamennsku.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

12.Kostnaðarþátttaka sveitarfélaga vegna kjaramálavinnu sambandsins

Málsnúmer 1708054Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 18. ágúst 2017.

Bæjarráð samþykkir tillögu framkvæmdastjórans, að á næsta ári verði 20% hækkun á framlögum sveitarfélagsins umfram almennar verðlags og launahækkanir til að standa straum af kostnaði vegna kjaramála.

13.Fullnaðaruppgjör á lífeyrisskuldbindingum hjúkrunarheimila sem starfrækt eru á ábyrgð sveitafélaga

Málsnúmer 1708055Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fullnaðaruppgjör á lífeyrisskuldbindingum hjúkrunarheimila sem starfrækt eru á ábyrgð sveitarfélaga.
Samkvæmt því mun ríkið taka yfir eða greiða 97% af nettó áföllnum lífeyrisskuldbindingum hjúkrunarheimila hjá B-deildum Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga og Brúar lífeyrissjóðs.

Bæjarráð óskar eftir umsögn bæjarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála.

14.Varðar Álfhól - hringsjá

Málsnúmer 1708037Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Viktoríu Særúnu Gestsdóttur, dags. 16.8.2017, þar sem óskað er eftir því að aðgengi að hringsjánni á Álfhól, Siglufirði, verði bætt.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

15.Málþing sveitarfélaga um íbúasamráð og þátttöku íbúa - lykilþættir og reynsla

Málsnúmer 1708046Vakta málsnúmer


Lagt fram til kynningar.

16.Málþing um innanlandsflug sem almenningssamgöngur 4.október 2017

Málsnúmer 1708058Vakta málsnúmer


Lagt fram til kynningar.

17.Fundargerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga

Málsnúmer 1701009Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 35. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga sem haldinn var 15. ágúst sl..

18.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 216

Málsnúmer 1708004FVakta málsnúmer

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 216. fundur - 23. ágúst 2017 Lögð fram umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Hvanneyrarbraut 26, Siglufirði.

    Grenndarkynning fór fram frá 20. júlí - 16. ágúst 2017 þar sem lóðarhafar aðliggjandi lóða gafst kostur á að tjá sig um tillöguna í samræmi við 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir bárust.

    Nefndin samþykkir framlaga umsókn og felur deildarstjóra tæknideildar að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
    Bókun fundar Afgreiðsla 216. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 516.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 216. fundur - 23. ágúst 2017 Lögð fram umsókn um byggingarleyfi ásamt aðaluppdráttum fyrir fiskvinnsluhús við Vesturtanga 7-11.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 216. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 516.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 216. fundur - 23. ágúst 2017 Lögð fram lóðarmarkayfirlýsing og nýr lóðarleigusamningur fyrir Grundargötu 3. Eldri lóðarleigusamningur er útrunninn.

    Samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 216. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 516.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 216. fundur - 23. ágúst 2017 Lögð fram lóðarmarkayfirlýsing vegna breyttrar stærðar lóðar Rarik við Hafnarbryggju 1.

    Samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 216. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 516.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 216. fundur - 23. ágúst 2017 Lögð fram umsókn Atla Jónssonar um stöðuleyfi fyrir garðhús á lóð við Hólaveg 2, Siglufirði.

    Nefndin hafnar umsókn um stöðuleyfi en bendir umsækjanda á að mögulega mætti stækka lóð hans til vesturs þannig að pláss væri fyrir garðhýsi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 216. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 516.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • 18.6 1707061 Fyrirspurn um lóð
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 216. fundur - 23. ágúst 2017 Lögð fram fyrirspurn Magnúsar Þorgeirssonar um að reisa iðnaðarhúsnæði á lóð milli Vesturstígs og hafnarinnar í Ólafsfirði.

    Ekki er gert ráð fyrir byggingum á þessum stað en nefndin bendir á byggingarlóð á suðurenda Vesturstígs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 216. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 516.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 216. fundur - 23. ágúst 2017 Lagt fram bréf frá Aðalheiði S. Eysteinsdóttur, Anitu Elefsen, Brynju Baldursdóttur, Guðnýju Róbertsdóttur, Hálfdáni Sveinssyni, Jóni Steinari Ragnarssyni, Sigurði Hlöðvessyni, Sigurði Ægissyni, Þórarni Hannessyni og Örlygi Kristfinnssyni, dags. 10. ágúst 2017, þar sem athugasemdum vegna mögulegrar gerðar styttu af Gústa guðsmanni er komið á framfæri við bæjarráð og skipulags- og umhverfisnefnd.

    Nefndinni hefur ekki borist formlegt erindi vegna mögulegrar gerðar styttunnar og staðsetningar hennar. Nefndin telur því ekki tímabært að fjalla um málið að svo stöddu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 216. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 516.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 216. fundur - 23. ágúst 2017 Lögð fram tillaga tæknideildar og þjónustumiðstöðvar að hraðahindrun á Túngötu milli Eyrargötu 23 og 25, Siglufirði.

    Samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 216. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 516.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 216. fundur - 23. ágúst 2017 Lögð fram umsókn Heimis Sverrissonar um að setja blómakassa við lóðarmörk fyrir framan Aðalgötu 31, Ólafsfirði.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 216. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 516.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 216. fundur - 23. ágúst 2017 Fjallabyggð stendur til boða gróðurmolta og kraftmolta frá Moltu ehf. sér að kostnaðarlausu fyrir íbúa sveitarfélagsins.

    Nefndin þiggur boð Moltu ehf. og þakkar fyrir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 216. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 516.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • 18.11 1707047 Lúpína í Tindaöxl
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 216. fundur - 23. ágúst 2017 Lagt fram erindi Helga Jóhannssonar þar sem óskað er eftir aðgerðum vegna útbreiðslu lúpínu í sveitarfélaginu.

    Nefndin vísar málinu til afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018.

    Bókun fundar Afgreiðsla 216. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 516.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 216. fundur - 23. ágúst 2017 Lögð fram umsókn Haralds Björnssonar um beitarhólf fyrir sauðfé í landi Skútu.

    Umsókninni er hafnað þar sem hestamenn eru enn með umrætt svæði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 216. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 516.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 216. fundur - 23. ágúst 2017 Lögð fram umsókn húseiganda við Hlíðarveg 1, Siglufirði um leyfi til að endurnýja bíslag á framhlið hússins í samræmi við meðfylgjandi teikningar.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 216. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 516.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • 18.14 1708044 Fjallskil 2017
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 216. fundur - 23. ágúst 2017 Lögð fram fundargerð fjallskilastjórnar fyrir árið 2017.

    Nefndin samþykkir fundargerðina fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu bæjarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 216. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 516.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 216. fundur - 23. ágúst 2017 Lagður fram til kynningar tölvupóstur Bergþóru N. Guðmundsdóttur, upplýsingafulltrúa Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Opnað hefur verið sérstakt vefsvæði tileinkað aðgerðaráætlun í loftslagsmálum á slóðinni www.co2.is. Almenningur er hvattur til að senda hugmyndir og tillögur að aðgerðum til verkefnisstjórnar á netfangið loftslag@uar.is. Bókun fundar Afgreiðsla 216. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 516.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 216. fundur - 23. ágúst 2017 Að lokinni auglýsingu er lögð fram til kynningar tillaga Landslags að deiliskipulagi miðbæjar Siglufjarðar í Fjallabyggð ásamt athugasemdum og umsögnum. Tillagan var auglýst frá 10. júlí til og með 21. ágúst 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 216. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 516.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 216. fundur - 23. ágúst 2017 Að lokinn í auglýsingu er lögð fram til kynningar tillaga að breyttu deiliskipulagi við Eyrarflöt, Siglufirði. Tillagan var auglýst frá 29. júní til 10. ágúst 2017. Lagðar fram umsagnir frá Minjastofnun Íslands, dags. 1. ágúst 2017 og Umhverfisstofnun, dags. 14. ágúst 2017.Engar athugasemdir bárust.

    Bókun fundar Afgreiðsla 216. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 516.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 216. fundur - 23. ágúst 2017 Lagt fram til kynningar svarbréf hagsmunaaðila vegna breytinga á deiliskipulagi Hornbrekkubótar. Bókun fundar Afgreiðsla 216. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 516.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 13:20.