Endurbygging Bæjarbryggju, þekja

Málsnúmer 1701075

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 88. fundur - 26.01.2017

Hafnarstjórn heimilar fyrir sitt leyti að bjóða út þekju og lagnir vegna Bæjarbryggju á Siglufirði, samþykkt samhljóða.
Fyrir liggur fjármögnun Hafnarbótasjóðs vegna verkefnisins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 489. fundur - 28.02.2017

Lagt fram bréf frá Hafnasambandi Íslands, þar sem eru taldar upp framkvæmdir sem eru fjármagnaðar af Hafnabótasjóði fyrir árið 2017. Þekja og lagnir á Bæjarbryggju eru þar á meðal og því er það verkefni að fullu fjármagnað með framlögum úr Hafnabótasjóði (75%) og bæjarsjóði (25%).

Bæjarráð fagnar ákvörðun Alþingis og innanríkisráðherra með fjármögnun á þessari nauðsynlegu framkvæmd.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 89. fundur - 13.03.2017

Tilboð í þekju og lagnir á Bæjarbryggju voru opnuð 7. mars. Eftirfarandi tilboð bárust:
BB byggingar ehf. 120.000.000
Bás ehf. 75.318.150
Sölvi Sölvason 107.880.994
GJ smiðir ehf. 94.964.153
Kostnaðaráætlun 99.356.320
Undir þessum lið vék Ólafur Haukur Kárason af fundi og Ásgeir Logi Ásgeirsson tók við fundarstjórn.

Hafnarstjórn samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda fyrir sitt leyti.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 492. fundur - 14.03.2017

Tilboð í þekju og lagnir á Bæjarbryggju voru opnuð 7. mars. Eftirfarandi tilboð bárust:
BB byggingar ehf. 120.000.000
Bás ehf. 75.318.150
Sölvi Sölvason 107.880.994
GJ smiðir ehf. 94.964.153
Kostnaðaráætlun 99.356.320

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 90. fundur - 06.04.2017

Gengið var frá undirritun verksamnings við verktakafyritækið Bás ehf. vegna endurbyggingar á Bæjarbryggju, þekja og lagnir 29.03. síðastliðinn.
Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 516. fundur - 29.08.2017

Ríkharður Hólm Sigurðsson vék af fundi undir þessum lið.

Eftirfarandi tilboð barst:

Bás ehf. - kr. 7.578.922.-
Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á kr. 7.900.000.-

Bæjarráð samþykkir tilboðið fyrir sitt leyti.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 91. fundur - 04.09.2017

Ólafur Haukur Kárason vék af fundi undir þessum lið.
Hafnarstjóri fór yfir stöðu framkvæmdarinnar.

Hafnarstjórn lýsir ánægju sinni með frágang á þekju á Bæjarbryggjunni.

Ákveðið hefur verið að bæta við tveimur stormpollum á fyllingu norðan við þekjuna.

Gerð var verðkönnun vegna þessa hjá Bás ehf, aðalverktaka framkvæmdarinnar og samþykkir hafnarstjórn að taka tilboði þeirra fyrir sitt leyti.
Tilboðið hljóðar upp á 7.578.922,-.
Kostnaðaráætlun verkkaupa 7.900.000,-.