Fullnaðaruppgjör á lífeyrisskuldbindingum hjúkrunarheimila sem starfrækt eru á ábyrgð sveitafélaga

Málsnúmer 1708055

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 516. fundur - 29.08.2017

Lagt fram til kynningar fullnaðaruppgjör á lífeyrisskuldbindingum hjúkrunarheimila sem starfrækt eru á ábyrgð sveitarfélaga.
Samkvæmt því mun ríkið taka yfir eða greiða 97% af nettó áföllnum lífeyrisskuldbindingum hjúkrunarheimila hjá B-deildum Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga og Brúar lífeyrissjóðs.

Bæjarráð óskar eftir umsögn bæjarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 527. fundur - 07.11.2017

Lagður fram til kynningar samningur milli ríkissjóðs og sveitarfélaga um uppgjör lífeyrisskuldbindinga í B- deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga vegna hjúkrunarheimilis sveitarfélags.