Afnot af fjalllendi í eigu sveitafélagsins til skíðaiðkunar

Málsnúmer 1708053

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 516. fundur - 29.08.2017

Tekið fyrir erindi Viking Heliskiing dags. 24. ágúst 2017, um afnot af fjalllendi í eigu Fjallabyggðar til skíðaiðkunar. Óskað er eftir því að sveitarfélagið hefji viðræður við Viking Heliskiing um samning til ótilgreinds árafjölda um einkaafnot af fjalllendi sveitarfélagsins til skíðaiðkunar. Ef það verði ekki samþykkt, óskar fyrirtækið eftir því að bæjarstjórn Fjallabyggðar veiti samþykki sitt fyrir því að fyrirtækið fái með formlegum hætti almennan rétt til nýtingar á fjalllendi sveitarfélagsins til að stunda þyrluskíðamennsku.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 517. fundur - 05.09.2017

Lögð fram umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna erindis Viking Heliskiing þar sem óskað var eftir því að sveitarfélagið hæfi viðræður við Viking Heliskiing um samning til ótilgreinds árafjölda um einkaafnot af fjalllendi sveitarfélagsins til skíðaiðkunar. Ef það yrði ekki samþykkt, óskaði fyrirtækið eftir því að bæjarstjórn Fjallabyggðar veitti samþykki sitt fyrir því að fyrirtækið fái með formlegum hætti almennan rétt til nýtingar á fjalllendi sveitarfélagsins til að stunda þyrluskíðamennsku.

Bæjarráð telur ekki rétt að gerður verði samningur um einkaafnot af fjalllendi sveitarfélagsins við eitt fyrirtæki umfram annað. Lítur bæjarráð svo á að Viking Heliskiing hafi jafnan rétt á við aðra til nýtingar á fjalllendi sveitarfélagsins.