Varðar Álfhól - hringsjá

Málsnúmer 1708037

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 516. fundur - 29.08.2017

Tekið fyrir erindi frá Viktoríu Særúnu Gestsdóttur, dags. 16.8.2017, þar sem óskað er eftir því að aðgengi að hringsjánni á Álfhól, Siglufirði, verði bætt.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 517. fundur - 05.09.2017

Lögð fram umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna erindis frá Viktoríu Særúnu Gestsdóttur, dags. 16.8.2017, þar sem óskað er eftir því að aðgengi að hringsjánni á Álfhól, Siglufirði, verði bætt.

Í umsögn deildarstjóra er lagt til að gert verði bílastæði fyrir 6-8 bíla, sett verði lítil brú yfir sef, sem komast þarf yfir, lagður stígur yfir mýri og upp á hólin sem hringsjáin stendur á. Settir verði bekkir og svæðinu í kringum hringsjána verði viðhaldið með slætti af sumarstarfsmönnum Fjallabyggðar. Áætlaður kostnaður við framkvæmdina gæti numið 6-7 milljónum króna.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umræðu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 556. fundur - 15.05.2018

Tekið fyrir erindi frá Viktoríu Særúnu Gestsdóttur, þar sem hún lýsir yfir vonbrigðum sínum með að ekki verði ráðist í framkvæmdir á árinu 2018 við að gera aðgengi betra að hringsjá á Álfhól, Siglufirði.

Bæjarráð þakkar Viktoríu fyrir bréfið og vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019.