Bæjarráð Fjallabyggðar

710. fundur 23. september 2021 kl. 08:00 - 09:45 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála

1.Erindi til bæjarráðs - Ólafsfjarðarvöllur

Málsnúmer 2109029Vakta málsnúmer

Lagt er fram erindi stjórnar, meistaraflokksráðs og barna og unglingaráðs Knattspyrnufélags Fjallabyggðar (KF) dags. 10. september 2021. Í erindinu er þess krafist að fyrirhuguðum framkvæmdum við Ólafsfjarðarvöll verði frestað fram yfir kosningar 2022. Einnig er, í erindinu, því komið á framfæri að forsvarsmenn KF séu tilbúnir að funda með fulltrúum bæjarins til að fara yfir málið. Þá eru lögð fyrir fundinn gögn sem KF sendi í aðdraganda fundar og minnisblöð EFLU verkfræðistofu dags. 18. og 20. september. Í fyrra minnisblaði EFLU er farið yfir ástæður mistaka sem voru gerð við útreikning verkfræðistofunnar á rekstrarkostnaði gervigrasvalla, hið síðara er minnisblað með samanburði á gervigrasi og náttúrlegu grasi hvað varðar stofnkostnað, rekstrarkostnað, líklega endingu og aðra þætti.
Á fund bæjarráðs mættu fyrir hönd KF, Magnús Þorgeirsson, Örn Elí Gunnlaugsson, Ásgeir Frímannsson og Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson.
Bæjarráð þakkar erindið og gestum fundarins fyrir hreinskiptið samtal um áform sveitarfélagsins sem og starf KF.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að framkvæmdum vegna úrbóta á knattspyrnuvelli í Ólafsfirði verði frestað um óákveðinn tíma.

2.Rekstraryfirlit - 2021

Málsnúmer 2101007Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri lagði fram og fór yfir sjö mánaða rekstraryfirlit bæjarsjóðs.

Helstu niðurstöður eru að tekjur samstæðu eru 12% hærri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir sem og samtímatölur fyrra árs, rekstrargjöld eru 10% hærri en áætlun gerði ráð fyrir og 14% hærri en samtímatölur fyrra árs. Tekjuhækkun skýrist að mestu af hærri útsvarstekjum og því að framlög Jöfnunarsjóðs hafa lækkað minna en áætlun sjóðsins gerði ráð fyrir. Hvað varðar hækkun rekstrargjalda þá stafar hækkun á milli ára að langmestu leyti af hækkun launakostnaðar sem stafar annars vegar af launahækkunum og hins vegar af launakostnaði vegna styttingar vinnuviku. Launakostnaður er 3,8% undir áætluðum launakostnaði 2021. Rekstrarniðurstaða samstæðu samkvæmt framlögðu yfirliti er neikvæð um tæpar 91 millj.kr.

Lagt fram

3.Viðauki við fjárhagsáætlun 2021

Málsnúmer 2101004Vakta málsnúmer

Lagt er fram minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála dags. 13. september 2021. Í minnisblaðinu óskar deildarstjóri eftir því að sett verði í viðauka áætluð tekjuhækkun sem fram kemur í útgefinni tekjuáætlun Jöfnunarsjóðs frá 5. júlí sl.
Einnig er lagt til að sett verði í viðauka vegna staðgreiðslu, að upphafleg fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 verði látin halda sér.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 21/2021 samtals að fjárhæð kr. 20.100.000.- við deild 00100, lykill 0112 kr. 2.069.000, deild 00100, lykill 0121 kr. -17.044.000 og deild 00100, lykil 0141 kr. -5.125.000.-. og að honum sé mætt með hækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 22/2021 að fjárhæð kr. 19.150.961.- við deild 00010 og lykill 0021 sem mætt verður með hækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.

4.Alþingiskosningar 2021

Málsnúmer 2106039Vakta málsnúmer

Á fundi bæjarstjórnar þann 8. september sl. samþykkti bæjarstjórn að veita bæjarráði fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma, fram að kjördegi vegna alþingiskosninga 25. september 2021 í samræmi við 27. gr. kosningalaga.
Í rafpósti frá Þjóðskrá Íslands dagsettum 20. september 2021, er ábending um leiðréttingu kjörskrár vegna fráfalls.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir samhljóða að gera fjórar breytingar á framlögðum kjörskrárstofni, frá síðasta fundi bæjarstjórnar.
1.526 eru því á kjörskrá í Fjallabyggð. Á Siglufirði 934 og í Ólafsfirði 592.

5.Endurskoðun umferðaröryggisáætlunar

Málsnúmer 2109054Vakta málsnúmer

Fram er lögð gildandi umferðaröryggisáætlun Fjallabyggðar sem unnin var og samþykkt 2013, ástæða framlagningar er tillaga Tómasar Atla Einarssonar bæjarfulltrúa þess efnis að bæjarráð samþykki að hafist verði handa við endurskoðun áætlunarinnar.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð samþykkir tillögu Tómasar Atla Einarssonar og felur deildarstjóra tæknideildar ásamt skipulags- og umhverfisnefnd að endurskoða áætlunina og leggja drög að endurskoðaðri áætlun fyrir bæjarráð.

6.Ofanflóðavarnir - Stóri Boli, fyrirspurn frá íbúum

Málsnúmer 2109057Vakta málsnúmer

Lögð eru fyrir fundin gögn er varða fyrirspurn frá íbúum við Norðurtún á Siglufirði vegna öryggis ofanflóðavarna. Fyrirspurnin snýr m.a. að öryggi þeirra sem búa undir svonefndum Stóra Bola sem er varnargarður syðst í byggðarkjarnanum og er sett fram í ljósi rýminga sem áttu sér stað síðasta vetur. Bæjarstjóri fór einnig yfir óformleg samskipti sem hann hefur átt við starfsmann ofanflóðanefndar og veðurstofuna vegna málsins, samskipti sem ekki hafa skilað skýrum svörum um öryggi íbúa eða hugsanlegar úrbætur á varnarvirkjum.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að senda formlegt erindi á ofanflóðanefnd og óska svara um stöðu mála er varða breytt hættumat í kjölfar snjóflóða á Flateyri og hugsanlegar úrbætur á varnarvirkjum. Einnig er bæjarstjóra falið að senda erindi til Veðurstofu Íslands og óska upplýsinga um hvort stofnunin hafi uppi áætlanir um aukið eftirlit með snjóalögum á komandi vetri.

7.Fjárhagsáætlun Slökkviliðs Fjallabyggðar 2021

Málsnúmer 2109061Vakta málsnúmer

Lagt er fram vinnuskjal slökkviliðstjóra dags 19. september 2021.
Afgreiðslu frestað
Bæjarráð samþykkir að fresta málinu og felur bæjarstjóra að óska frekari gagna í samræmi við umræður á fundinum.

8.Ræsting í skólahúsnæði TÁT Siglufirði 2021-2024

Málsnúmer 2109062Vakta málsnúmer

Lagt er fram minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála dags. 20. september 2021. Í minnisblaðinu óskar deildarstjóri heimildar til verðkönnunar vegna ræstinga í húsnæði Tónlistarskólans á Tröllaskaga (TÁT), Siglufirði. Fram kemur í minnisblaðinu að, m.v. núgildandi samning, það sé ólíklegt að upphæð nýs samnings að teknu tilliti til framlengingarmöguleika verði hærri en viðmiðunartala innkaupareglna Fjallabyggðar.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir heimild til verðkönnunar í samræmi við framlagt minnisblað.

9.Erindi frá Hestamannafélaginu Glæsi

Málsnúmer 2109041Vakta málsnúmer

Lagt er fram erindi Hestamannafélagsins Glæsis dags. 2. september 2021, í erindinu óskar stjórn félagsins eftir fundi með bæjarráði vegna þriggja atriða sem tíunduð eru í erindinu. Einnig er lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 15. september.
Bæjarráð samþykkir að bjóða stjórn Hestamannafélagsins Glæsis til fundar á næsta reglulega fund ráðsins og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að boða stjórn félagsins til fundar.

10.Líforkuver

Málsnúmer 2109046Vakta málsnúmer

Lagt er fram erindi Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) dags. 15. september 2021, erindið varðar ósk SSNE um fjárframlag til stofnunar einkahlutafélags um líforkuver.
Afgreiðslu frestað
Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins og felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga um málið í samræmi við umræður á fundinum.

11.Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2021

Málsnúmer 2109047Vakta málsnúmer

Lagt er fram bréf Sambands Íslenskra sveitarfélaga dags. 15. september 2021.
Staðfest
Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri og deildarstóri stjórnsýslu- og fjármála sæki ráðstefnuna fyrir hönd sveitarfélagsins og hvetur kjörna fulltrúa til að fylgjast með ráðstefnunni í streymi.

12.Séra Bragi - Ævisaga séra Braga Friðrikssonar - ósk um styrk

Málsnúmer 2109060Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Hrannars Braga Eyjólfssonar dags. 17. september þar sem óskað er eftir styrk til ritunar á ævisögu sr. Braga Friðrikssonar.
Synjað
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

13.Trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum Fjallabyggðar 2018 - 2022

Málsnúmer 1806014Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir að skipa Margréti Einarsdóttur í undirkjörstjórn Siglufirði í stað Ólafs Hauks Kárasonar.
Samþykkt

14.Skýrsla RHA um mögulegar vegaframkvæmdir

Málsnúmer 2109049Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar skýrsla Jóns Þorvaldar Heiðarssonar um mögulegar framkvæmdir í vegagerð á Norðurlandi eystra, skýrslan er unnin fyrir Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) og er fyrsti áfangi í áhersluverkefni sem Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) tók að sér að vinna. Markmið verkefnisins er að greina framtíðar vegaframkvæmdir eða samgöngukost á starfssvæði samtakanna.
Lagt fram

15.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2109025Vakta málsnúmer

Niðurstaða færð í trúnaðarbók.
Lagt fram

16.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2109045Vakta málsnúmer

Niðurstaða færð í trúnaðarbók.
Lagt fram

17.Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga 14.10.2021

Málsnúmer 2109050Vakta málsnúmer

Lagt fram fundarboð og dagskrá vegna landsfundar um jafnréttismál sveitarfélaga 2021, fundurinn verður haldinn í fjarfundi fimmtudaginn 14. október nk.
Lagt fram

18.Snjóflóðavarnir á Siglufirði - 4. áfangi.

Málsnúmer 2012044Vakta málsnúmer

Lagðar eru fram til kynningar fundargerðir 5. og 6. verkfunda verksins Snjóflóðavarnir á Siglufirði, stoðvirki 4. áfangi - uppsetning.
Lagt fram

19.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2021

Málsnúmer 2101002Vakta málsnúmer

Lagðar eru fram til kynningar fundargerð 27. fundar skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga dags. 10. september 2021 og fundargerð 29. fundar stjórnar Hornbrekku dags. 17. september.
Lagt fram

Fundi slitið - kl. 09:45.