Undirbúningur fyrir Alþingiskosningar 2021 - Kjördeildakerfi

Málsnúmer 2106039

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 706. fundur - 19.08.2021

Fram er lagður til kynningar tölvupóstur Árnýjar G. Ólafsdóttur f.h. Þjóðskrár dags. 13. ágúst 2021 vegna alþingiskosninga 2021 og útgáfu kjörskrárstofns.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 204. fundur - 08.09.2021

Í bréfi frá Þjóðskrá Íslands dagsett 21. ágúst 2021, eru upplýsingar og leiðbeiningar um meðferð kjörskrárstofna vegna Alþingiskosninga 25. september 2021. Með bréfinu fylgdu 3 eintök af kjörskrárstofni.

Samkvæmt kjörskrárstofni eru 1530 á kjörskrá í Fjallabyggð. Á Siglufirði eru 937 á kjörskrá og í Ólafsfirði 593 á kjörskrá.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum svo Kjörskrárstofn, 1530 eru á kjörskrá í Fjallabyggð.

Kjörskrár vegna Alþingiskosninga þann 25. september 2021 verða lagðar fram 13. september n.k. almenningi til sýnis og verða aðgengilegar á auglýstum opnunartíma bæjarskrifstofunnar í Ráðhúsi Fjallabyggðar að Gránugötu 24, Siglufirði og bókasafninu að Ólafsvegi 2, Ólafsfirði.

Eftirfarandi tillaga var samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum: "Bæjarstjórn samþykkir að veita bæjarráði fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna Alþingiskosninga 25. september 2021 í samræmi við 27. gr. kosningalaga."

Bæjarráð Fjallabyggðar - 710. fundur - 23.09.2021

Á fundi bæjarstjórnar þann 8. september sl. samþykkti bæjarstjórn að veita bæjarráði fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma, fram að kjördegi vegna alþingiskosninga 25. september 2021 í samræmi við 27. gr. kosningalaga.
Í rafpósti frá Þjóðskrá Íslands dagsettum 20. september 2021, er ábending um leiðréttingu kjörskrár vegna fráfalls.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir samhljóða að gera fjórar breytingar á framlögðum kjörskrárstofni, frá síðasta fundi bæjarstjórnar.
1.526 eru því á kjörskrá í Fjallabyggð. Á Siglufirði 934 og í Ólafsfirði 592.