Erindi til bæjarráðs - Ólafsfjarðarvöllur

Málsnúmer 2109029

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 709. fundur - 16.09.2021

Lagt er fram erindi KF dags. 10. september 2021. Í erindinu er annars vegar þess krafist að bæjarráð fresti fyrirhuguðum framkvæmdum á Ólafsfjarðarvelli fram yfir kosningar jafnframt lýsa forsvarsmenn KF því yfir að þeir séu tilbúnir að mæta til fundar við bæjarráð. Að síðustu óska forsvarsmenn KF að fá að leggja fram upplýsingar sem þeir telja að sýni fram á lægri rekstrarkostnað en fram kemur í minnisblaði EFLU verkfræðistofu.
Afgreiðslu frestað
Bæjarráð samþykkir að bjóða forsvarsmönnum KF til fundar við ráðið á næsta reglulega fundi, einnig samþykkir bæjarráð að fela deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að óska eftir þeim gögnum sem KF vill leggja fyrir bæjarráð svo gera megi þau aðgengileg kjörnum fulltrúum í samræmi við samþykktir sveitarfélagsins um framlagningu gagna á fundum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 710. fundur - 23.09.2021

Lagt er fram erindi stjórnar, meistaraflokksráðs og barna og unglingaráðs Knattspyrnufélags Fjallabyggðar (KF) dags. 10. september 2021. Í erindinu er þess krafist að fyrirhuguðum framkvæmdum við Ólafsfjarðarvöll verði frestað fram yfir kosningar 2022. Einnig er, í erindinu, því komið á framfæri að forsvarsmenn KF séu tilbúnir að funda með fulltrúum bæjarins til að fara yfir málið. Þá eru lögð fyrir fundinn gögn sem KF sendi í aðdraganda fundar og minnisblöð EFLU verkfræðistofu dags. 18. og 20. september. Í fyrra minnisblaði EFLU er farið yfir ástæður mistaka sem voru gerð við útreikning verkfræðistofunnar á rekstrarkostnaði gervigrasvalla, hið síðara er minnisblað með samanburði á gervigrasi og náttúrlegu grasi hvað varðar stofnkostnað, rekstrarkostnað, líklega endingu og aðra þætti.
Á fund bæjarráðs mættu fyrir hönd KF, Magnús Þorgeirsson, Örn Elí Gunnlaugsson, Ásgeir Frímannsson og Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson.
Bæjarráð þakkar erindið og gestum fundarins fyrir hreinskiptið samtal um áform sveitarfélagsins sem og starf KF.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að framkvæmdum vegna úrbóta á knattspyrnuvelli í Ólafsfirði verði frestað um óákveðinn tíma.