Viðauki við fjárhagsáætlun 2021

Málsnúmer 2101004

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 694. fundur - 04.05.2021

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 30.04.2021 þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2021 vegna sameiningar á tveimur íbúðum í Skálarhlíð og vegna endurbóta utanhúss. Óskað er eftir 10.000.000 kr. vegna sameiningar á íbúðum á þriðju hæð sem er fjárfesting og eignfærist á íbúðasjóð. Einnig óskað eftir 3.000.000 kr. vegna endurbóta utanhúss sem er viðhaldskostnaður og færist á rekstur.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 14/2021 við fjárhagsáætlun 2021 vegna framkvæmda og viðhalds á Skálarhlíð, samtals kr. 13.000.000 sem bókast á málaflokk 61790, lykil 4965 kr. 3.000.000.- og kr. 10.000.000.- á framkvæmdir vegna sameiningu íbúða sem mætt verður með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 704. fundur - 22.07.2021

Lögð eru fram til kynningar vinnuskjöl deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála, vinnuskjölin sýna yfirlit yfir viðauka 1 til 18 við fjárhagsáætlun 2021.
Lagt fram

Bæjarráð Fjallabyggðar - 710. fundur - 23.09.2021

Lagt er fram minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála dags. 13. september 2021. Í minnisblaðinu óskar deildarstjóri eftir því að sett verði í viðauka áætluð tekjuhækkun sem fram kemur í útgefinni tekjuáætlun Jöfnunarsjóðs frá 5. júlí sl.
Einnig er lagt til að sett verði í viðauka vegna staðgreiðslu, að upphafleg fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 verði látin halda sér.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 21/2021 samtals að fjárhæð kr. 20.100.000.- við deild 00100, lykill 0112 kr. 2.069.000, deild 00100, lykill 0121 kr. -17.044.000 og deild 00100, lykil 0141 kr. -5.125.000.-. og að honum sé mætt með hækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 22/2021 að fjárhæð kr. 19.150.961.- við deild 00010 og lykill 0021 sem mætt verður með hækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 715. fundur - 21.10.2021

Lögð er fram beiðni deildarstjóra tæknideildar um viðauka við gildandi fjárhagsáætlun vegna viðgerða og úrbóta á fráveitu á Siglufirði og Ólafsfirði. Óskað er eftir 3,0 millj.kr. vegna endurnýjunar á lögn við Eyrarflöt , 2,5 millj.kr. vegna nýrrar þrýstilagnar frá dælubrunni við Gránugötu og 3,5 millj.kr. vegna skólpdælu í dælubrunn við Ósinn á Ólafsfirði.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð samþykkir framlagða ósk um viðauka og felur deildarstjóra fjármála- og stjórnsýslu að útbúa hann og leggja fyrir bæjarráð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 717. fundur - 04.11.2021

Lagður fram til samþykktar viðauki nr. 26/2021 við fjárhagsáætlun Fjallabyggðar 2021 vegna fráveitu framkvæmda að fjárhæð kr. 9.000.000.-, sem bókast á málaflokk 65210, lykill 4960 kr. 3.000.000.- og eignfært kr. 6.000.000.- vegna Skolpdælu við Ósinn Ólafsfirði og nýrrar lagnar við Torgið Siglufirði. Viðaukanum verður mætt með lækkun á handbæru fé. Einnig er lagt fram til kynningar yfirlit vegna viðauka nr. 19 til 26 eftir uppfærða fjárhagsáætlun 2021 í rekstrar- og sjóðstreymi Fjallabyggðar.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 26 við fjárhagsáætlun Fjallabyggðar 2021 og vísar honum til bæjarstjórnar til staðfestingar.