Endurskoðun umferðaröryggisáætlunar

Málsnúmer 2109054

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 710. fundur - 23.09.2021

Fram er lögð gildandi umferðaröryggisáætlun Fjallabyggðar sem unnin var og samþykkt 2013, ástæða framlagningar er tillaga Tómasar Atla Einarssonar bæjarfulltrúa þess efnis að bæjarráð samþykki að hafist verði handa við endurskoðun áætlunarinnar.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð samþykkir tillögu Tómasar Atla Einarssonar og felur deildarstjóra tæknideildar ásamt skipulags- og umhverfisnefnd að endurskoða áætlunina og leggja drög að endurskoðaðri áætlun fyrir bæjarráð.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 275. fundur - 06.10.2021

Bæjarráð samþykkti á 710. fundi sínum þann 23.09.2021 tillögu Tómasar Atla Einarssonar og fól deildarstjóra tæknideildar, ásamt skipulags- og umhverfisnefnd að endurskoða áætlunina og leggja drög að endurskoðaðri áætlun fyrir bæjarráð.
Nefndin mun taka umferðaröryggisáætlunina til endurskoðunar.